Höfundur: Kristjana Knudsen // Ljósmyndir: Anne Geier Anne Geier er ungur og öflugur ljósmyndari frá Austurríki. Hún hefur einbeitt sér að ljósmyndun hunda í náttúrunni og hefur komið til Íslands með vinnustofur fyrir nema í ljósmyndun. Hún er brosmild og með hlýlegt viðmót og undirrituð hitti hana í nokkur skipti nú í vor þegar hún hélt síðast vinnustofur hér. Ég varð forvitin um að vita meira um hana og bað hana um að svara nokkrum spurningum fyrir Sám og einnig að deila með okkur fallegum myndum af hundum á Íslandi.
Höfundur: María Dröfn Sigurðardóttir // Myndir: María Dröfn Sigurðardóttir & Crufts.co.uk Stórsýningin Crufts var haldin helgina 9.-13. mars 2023 í Birmingham, Englandi. Crufts sem er ein stærsta hundasýning í Evrópu var sérlega glæsileg í ár þar sem kennel klúbburinn í Englandi fagnar nú 150 ára afmæli. Crufts var haldin í fyrsta skipti árið 1891.
Af tilefni afmælisins mátti víða sjá sögulegar áherslur m.a. um aðkomu Elísabetar drottningar sem var mikill hundavinur. Myndir af veiðiferðum og viðburðum fyrri ára voru einnig áberandi yfir sýninguna enda af nógu að taka. Höf: Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: innsendar frá Eik // Aðstoð: Ellen Katrín Kristinsdóttir. Eik Arnarsdóttir er íslensk kona sem er búsett í Svíþjóð þar sem hún hefur búið undanfarin 11 ár. Hún hefur rekið hundasnyrtistofuna Sassy dogs í Gautaborg síðan árið 2016 og hefur keppt í hunda snyrtikeppnum víða með frábærum árangri.
Höfundur: Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: Kristjana Knudsen & Brynhildur Inga Einarsdóttir Gerviólétta hjá tíkum er algengt læknisfræðilegt fyrirbæri þar sem tík sem ekki er hvolpafull fer að sýna bæði hegðunarbreytingar og líkamleg einkenni hvolpafullrar tíkar. Talið er að ríflega helmingur tíka upplifi gervióléttu að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni.
Texti: Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: innsendar frá fjölskyldu Mola. Chihuahua hundurinn Moli fagnaði sínu átjánda afmæli núna á dögum. Þrátt fyrir að aldurinn sé farinn að segja til sín þá á Moli sína spretti, er hress og kátur og nýtur samverustunda með fjölskyldunni sinni. Moli er heldur betur lífsreyndur, en hann hefur búið með fjölskyldu sinni í þremur mismunandi löndum og fengið að vera partur af stækkandi fjölskyldu í gegnum árin.
Texti: Kristjana Knudsen // Myndir úr einkasafni Selmu Olsen Selma Olsen er mörgu hundafólki kunn, en hún hefur um árabil verið virk í ræktun whippet tegundarinnar og hefur ásamt öðrum öflugum ræktendum byggt upp góðan stofn, verið dugleg að flytja inn hunda og kynna þessa frábæru tegund fyrir landsmönnum.
Whippet hafa verið vinsælir fjölskylduhundar og margir sem eignast þá verða alveg heillaðir og láta sér jafnvel ekki nægja að eiga einn. Þeir eru tignarlegir og rólegir hundar og stóru dökku augun bræða flesta. Auk þess eru þeir duglegir hlaupahundar og mörgum finnst þeir jafnvel vera eins og sambland af hundum og köttum. Selma hefur verið öflug í starfi mjóhundadeildarinnar og ásamt manni sínum Brynjólfi hefur hún m.a. verið virk í æfingum í beituhlaupi, sem er sú íþrótt sem mjóhundar iðka sérstaklega. Í Breiðholti búa þau hjónin ásamt fimm whippet hundum á mismunandi aldri. Við fengum að kíkja í heimsókn og spjalla við þessa duglegu hundakonu og ekki spillti fyrir að fimm þriggja vikna hvolpar voru á svæðinu og fengum við tækifæri á að kíkja á dýrðina. Höfundur: Dr. Per-Erik Sundgren // Þýðandi & ljósmyndir: Þorsteinn Thorsteinson Þann 12. maí 2007 hélt sænski erfðafræðingurinn Dr. Per-Erik Sundgren fyrirlestur hér á landi á vegum Deildar íslenska fjárhundsins (DÍF).
Efni fyrirlestrarins var náttúruval og mikilvægi þess að viðhalda erfðabreytileika. Hér má lesa samantekt Per-Eriks á innihaldi fyrirlestrarins en efnið tók hann saman fyrir ISIC, Icelandic Sheepdog International Cooperation og flutti á ráðstefnu samtakanna haustið 2006. Íslenskt þýðing textans var fyrst birt í Sámi, blaði HRFÍ, 2. tölublaði árið 2007. Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Greinin birtist fyrst í 1. tbl. 51. árg. júní 2019 Xylitol er algengt í sykurlausum vörum og er full ástæða til að benda á hversu hættulegt það er hundum. Það veldur hröðu og miklu blóðsykursfalli og í alvarlegustu tilfellunum lifrarbilun og dauða. Jafnvel minnsti skammtur getur reynst lífshættulegur og mjög mikilvægt er að meðhöndlun hjá dýralækni geti hafist sem allra fyrst.
Xylitol (sugar alcohol) er náttúrulegt efni sem er mikið notað í matvöru í stað sykurs. Það finnst í náttúrulegum fæðutegundum eins og berjum, plómum, korni, höfrum, sveppum, salati og trjám. Xylitol er hvítt duft sem lítur út og smakkast mjög líkt og venjulegur sykur (sucrose). Algengast er að það sé unnið úr trefjum korns, birkitrjám, harðviðartrjám og öðrum náttúrulegum efnum. Þetta sætuefni er búið að vera lengi á markaðnum en vinsældir þess hafa aukist verulega upp á síðkastið nú þegar umræðan um blóðsykur, áhrif insúlíns á heilsu okkar og áunna sykursýki er í hámæli. Það er til dæmis mikið notað í sykurlaust tyggjó, sælgæti, kökur, eftirrétti, sultur, sumar tegundir hnetusmjörs, tómat- og grillsósur, hóstasaft, tyggjanlegt vítamín fyrir börn, munnskol og tannkrem. Einnig finnst það í vörum eins og nefúða, hægðarlyfjum, meltingarlyfjum, ofnæmislyfjum og mörgum öðrum lyfseðilsskyldum lyfjum. Gott er að vera vel á verði því að á innihaldslýsingu matvara getur xylitol verið undir öðrum og lóknari heitum eins og: Sugar Alcohol, Birch Sugar, E967, Meso-Xylitol, Méso-Xylitol, Sucre de Bouleau, Xilitol, Xylit, Xylite, Xylo-pentane-1,2,3,4,5-pentol. Aðrar merkingar sem geta gefið í skyn að varan innihaldi xylitol eru: Sugar Free, Reduced Sugar, All Natural – No Sugar Added, No Artificial Sweeteners, Naturally Sweetened, 100% Natural, Safe for Sugar-Controlled Diets, Safe for Diabetics, Aspartame Free, Sweetened with Birch Sugar, Low Carb, Low Cal, Low Calorie, Helps Fight Cavities, Cavity Fighting, Anti-Cavity og Tooth Friendly. Ef hundur kemst í einhverja sykurlausa vöru þarf því strax að athuga innihaldslistann. Aðrar tegundir gerfisætu eða staðgengla sykurs eru ekki hættulegar hundum eins og sorbitol, maltitol, erythritol, stevia, saccharin, sucralose og aspartame. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur ef 100% öruggt er að varan innihaldi þessi efni en ekki xylitol. Það er eingöngu xylitol sem er hættulegt hundum. Eitrunaráhrif Þrátt fyrir að Xylitol sé öruggt fyrir fólk er það mjög hættulegt hundum. Það veldur eitrunaráhrifum sem dregur þá til dauða ef ekki næst að meðhöndla þá sem fyrst. Jafnvel hið minnsta magn getur reynst skaðlegt. Hjá bæði mönnum og hundum er blóðsykrinum stjórnað af hormóninu insúlíni sem er seitt frá brisinu. Xylitol hefur engin áhrif á insúlínframleiðslu hjá mönnum en þegar hundur borðar xylitol metur brisið það sem venjulegan sykur og framleiðir insúlín sem fjarlægir því eðlilegt og nauðsynlegt magn sykurs í blóðinu. Þessi hraða losun á insúlíni veldur hröðu og mjög miklu blóðsykursfalli (hypoglycemia). Þessi áhrif koma fram á 10 – 60 mínútum eftir að efnið er innbyrt og ef ekkert er að gert getur þetta ástand þróast út í lifrarbilun og dauða. Það magn xylitols sem hefur reynst hættulegt hundum er 100 mg á hvert kíló líkamsþyngdar. Því stærri sem skammturinn er því meiri hætta er á lifrarbilun og dauða. Einkenni og meðferð Ef þig grunar að hundurinn hafi komist í eitthvað sem inniheldur xylitol skaltu hafa strax samband við dýralækni því mjög mikilvægt er að meðferð hefjist sem allra fyrst. Þumalputtareglan er að ef xylitol er talið upp á meðal fyrstu þriggja til fimm innihaldsefnanna í vörunni þá er það í því magni sem er lífshættulegt hundum. Einkenni eitrunar koma hratt fram, yfirleitt á innan við 15-30 mínútum eftir inntöku. Þau helstu eru: • Uppköst • Máttleysi • Skortur á samhæfingu • Skert geta til að standa eða ganga • Svefnhöfgi • Skjálfti • Krampar • Meðvitundarleysi • Lifrarbilun • Mjög hraður hjartsláttur • Gulleitur gómur • Svartar tjörulegar hægðir • Niðurgangur • Blóðstorknunarvandi • Dauði Ekkert mótefni er til við xylitol-eitrun en helsta meðferðin felst í að gefa sykurlausn í æð, vökva í æð og lifrarverndandi lyf. Ef vitað er að hundurinn hefur borðað xylitol er meðferð byggð á þeirri vitneskju en ef ekki þá getur lágur blóðsykur og önnur einkenni xylitols-eitrunar gefið til kynna hvert vandamálið er. Mikilvægt er að byrja hraða og hnitmiðaða meðferð eins og um þessa eitrun gæti verið að ræða til að forða því að eitrunin fái að þróast til verri vegar. Öll töf á að leita læknis veldur meiri skaða og minnkar möguleika á fullum bata – ef það á að vera einhver von fyrir hundinn að ná sér er tíminn mikilvægastur. Í öllum tilfellum þarf hundurinn að leggjast inn á dýraspítala til að hægt sé að fylgjast náið með framvindu mála. Það aðstoðar mikið við meðferð að umbúðir þeirrar vöru sem hundurinn komst í séu teknar með til dýralæknisins. Ef hægt er að meðhöndla hundinn áður en sjúkdómseinkennin koma fram eru batahorfur mjög góðar. Einnig er ástæða til bjartsýni ef hægt er að snúa einkennum mjög fljótt til baka. Hins vegar ef ástandið þróast til lifrarbilunar eða innvortis blæðinga þá eru batahorfur nánast engar. Fyrirbyggjandi aðgerðir Ef xylitol, eða vörur sem innihalda xylitol, eru til á þínu heimili þarf að gæta þess vel að geyma það á stað þar sem hundurinn kemst ekki í það. Ekki gefa hundinum bita með þér af matvöru sem inniheldur þetta efni. Ekki bursta tennur hundsins með tannkremi ætluðu fyrir fólk, það má eingöngu nota tannkrem ætlað hundum. Algengasta ástæða xylitols-eitrunar í hundum er þegar þeir komast í tyggjó sem er geymt á glámbekk. Sumar tegundir tyggjós innihalda lítið magn xylitols og þá þarf níu stykki til að valda eitrunaráhrifum hjá 20 kg hundi og 45 stykki til að valda lifrarbilun. Aðrar tegundir innihalda mun meira magn xylitols og þá þarf eingöngu 2 stykki til að valda alvarlegu blóðsykursfalli og 10 stykki til að valda lifrarbilun. Erlendis var byrjað árið 2007 að fylgjast með fjölda hunda sem veiktust eða dóu vegna xylitols. Tilfellum fjölgaði hratt til ársins 2014 þegar þau voru orðin að meðaltali fleiri en 10 á dag. Það er því alveg hægt að ætla að hér á landi hafi einhver tilfelli orðið. Ekki er vitað hvort xylitol hefur sömu áhrif á ketti eða önnur dýr en full ástæða er til að fara varlega. Heimildir: Blue Cross for pets (e.d.). Xylitol poisoning in dogs. Sótt 18. mars 2019 af https://www.bluecross.org.uk/pet-advice/xylitol-poisoning-dogs. Brutlag, A. (2015). Xylitol Toxicity in Dogs. Sótt 18. mars 2019 af https://vcahospitals.com/know-your-pet/xylitol-toxicity-in-dogs. Lee, J.A. (e.d.). Xylitol Poisoning In Dogs: A Deadly Sugar Substitue. Sótt 18. mars 2019 af http://www.pethealthnetwork.com/dog-health/dog-toxins-poisons/xylitol-poisoning-dogs-a-deadly-sugar-substitue. Nicholas, J. (2015, ágúst). Xylitol: The "sugar-free" sweetener your dog NEEDS you to know about. Sótt 18. mars 2019 af https://www.preventivevet.com/dogs/xylitol-sugar-free-sweetener-dangerous-for-dogs. Rose-Innes, O. (2015, febrúar). Careful, xylitol can kill your dog!. Sótt 18. mars 2019 af https://www.health24.com/Lifestyle/Pet-Health/Caring-for-your-dog/Careful-xylitol-can-kill-your-dog-20150129. Höfundur & mynd: Linda Björk Jónsdóttir Flest eigum við hunda sem eru mikilvægir meðlimir fjölskyldunnar og ætli það sé ekki draumur allra hundaeigenda að hundarnir séu heilbrigðir og lifi sem lengst. En rétt eins og mannfólk þá geta hundar fengið hina ýmsu kvilla þegar þeir eldast og eitt af þeim eru elliglöp.
Elliglöp eða canine cognitive dysfunction (CCD) í hundum líkist helst Alzheimer-sjúkdómi hjá mannfólki og er eins konar vitsmunaleg vanstarfsemi í heila. Hundurinn fer að haga sér öðruvísi og gleyma hinum ýmsu hefðum lífsins. Höfundar: Daníel Örn Hinriksson & Guðbjörg Guðmundsdóttir // Myndir: Guðbjörg Guðmundsdóttir. Nú þegar rétt tæplega mánuður er í að Crufts 2023 verður haldin er upplagt að rifja upp Crufts 2022.
Höfundur: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir // Greinin birtist í Sámi í desember 2015. Lundahundur er lítill spitzhundur sem dregur nafn sitt af sjófuglinum lunda. Hann er um 32-38 cm hár á herðakamb og vegur um 6-7 kg. Karlhundarnir eru sjáanlega kröftugri en tíkurnar og búklengdin er aðeins meiri en hæðin. Feldurinn er millisíður með dökkum, þéttum og stífum yfirhárum og svo með dúnmjúku þeli.
Höfundur: Kristjana Knudsen
Höfundur: Sunna Líf Hafþórsdóttir // Myndir: Mikaela Sandbacka, Ólöf Gyða Risten, Sunna Líf Hafþórsdóttir og Unnur Sveinsdóttir
Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Myndir: Úr einkasafni viðmælenda
Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Myndir: Birgitta Birgisdóttir
Höfundur: Silja Unnarsdóttir // Ljósmyndir: Anja Björg Kristinsdóttir & Lone Sommer //
Módel: OB-I OB-II DKRLCH Asasara Go Go Vista og OB-I Fly And Away Accio Píla |
Greinaflokkar:
All
|