Höf: Juha Kares // Þýðandi: Svava Björk Ásgeirsdóttir. Greinin birtist fyrst í Sámi 3. tbl. 45. árg. desember 2016. Juha Kares er dómari og hundaræktandi til fjölda ára. Hann hefur náð gífurlegum árangri í sinni ræktun undir ræktunarnafninu Chic Choix. Hann skrifar reglulega pistla um ræktun þar sem hann deilir því sem hann hefur lært með öðrum og við höfum fengið leyfi til þess að þýða pistlana hans fyrir lesendur Sáms. Það er stundum þannig að einn stærsti veikleiki ræktenda er sá að sumir eiga í erfiðleikum með að hafa opinn huga. Flestir ræktendur hefja sína ræktun undir leiðsögn mentora sem hafa lengri reynslu í hundaræktun. Það er af hinu góða. Hins vegar er það ekki gott ef byrjandinn hefur lagað sig að takmörkunum mentorsins. Því miður eru persónuleg sambönd og samskipti á milli þessara aðila stundum að spila of stóran sess í hundaræktun. Eftir því sem árin líða myndast ólíkar skoðanir hjá ræktendum eða gildi þeirra verða mjög ólík. Það leiðir oft á tíðum til þess að fólk verður ósammála, lendir í árekstrum og sárum tilfinningum. Þannig myndast hópar sem vinna ekki saman. Enn verra er það að enginn er með opinn huga. Sama hversu hundurinn er góður til ræktunar – það er ekki inni í myndinni vegna persónulegra ástæðna að eiga samskipti við viðkomandi aðila. Þetta er sorglegt. Oft á tíðum setja reyndari ræktendur sér annars konar takmörk. Þeir kafa svo djúpt ofan í smáatriðin að heildarmyndin gleymist. Hvernig opnum við huga okkar og hvers vegna er það æskilegt? Höfum dyrnar opnar
Samskiptahæfileikar, persónuleg kunnátta og færni er mikilvægur þáttur í allri vinnu ræktandans. Farsæll ræktandi ætti að eiga góð, eða í það minnsta kosti þokkaleg samskipti við aðra ræktendur, í stað þess að vera þver og dæma vinnu annarra ræktenda. Toppræktandi á að fylgjast með og læra. Að reyna að skilja er erfiðara en að dæma. Toppræktandi ætti einnig að heilsa og segja eitthvað viðkunnanlegt við aðra ræktendur af og til. Sá skynsami ræktandi gæti haft allar sínar dyr opnar þegar til lengri tíma er litið. Hvað ef byrjandi í ræktun ætti í erfiðleikum í upphafi en ætti úrvals hunda eftir tíu ár? Þú hefðir síðar meir möguleika á að nota frá honum hund til ræktunar. Þessi sami byrjandi gæti jafnvel keypt af þér hund seinna meir. Þið gætuð unnið saman og það samstarf verið til hagsbóta fyrir báða aðila. Brýr eru of oft brenndar á frumstigi og árangursríkt samstarf slegið út af borðinu. Ekki slúðra um náungann, bein samskipti eru alltaf betri leið í samskiptum við aðra ræktendur. Toppræktendur ættu að ferðast eins mikið og mögulegt er. Stundum fara fyrstu ferðirnar í súginn, skilja lítið sem ekkert eftir sig. Það er mjög algengt að sjá einungis stóra muninn og gallana í byrjun. Eftir því sem ferðalögunum fjölgar þá opnast hugurinn smátt og smátt. Innihaldsrík og djúp samtöl við aðra ræktendur frá öðrum löndum ættu að hjálpa til við að sjá hlutina í öðru ljósi. Ræktendablinda er enn algengasti veikleikinn hjá ræktendum. Ekki láta smáatriðin stífla huga þinn. Það er mjög algengt að það sé þannig þegar fyrstu kynslóðirnar eru verið ræktaðar. Ræktendur hafa valið mikilvæg einkenni sem þeir vilja halda í ræktuninni. Þetta getur leitt til mjög takmarkaðrar ræktunar og hugsunar. Fólk er mjög oft búið að velja sér línu sem þeir eru fastir í alla tíð. Þeir eru með línuræktun kynslóð eftir kynslóð, og nota sömu hundana. Þeir sjá bara það góða í sínum línum og það slæma í annarra manna línum. Eftir því sem árin líða sjá þeir ekki hvernig frjósemi og kraftur fer þverrandi. Stóra myndin týnist. Höfuðlag eða svipur getur tekið yfir. Sem fagmaður muntu eiga sífellt auðveldara með að skilja fínu smáatriðin. Þú nýtur virðingar vegna mikillar þekkingar þinnar. Því miður er það of algengt að þessi mikla sérhæfing í smáatriðum getur tekið yfirhöndina og bygging og hreyfingar hundanna orðið undir. Því það er stóra heildarmyndin og lykillinn að heilbrigðum hundi. Það er hræðilegt að sjá frábæran hund fara til spillis vegna þess að eitt smáatriði er ekki rétt. Þessi hundur sem er óskyldur þinni línu er hundur sem gæti hjálpað ræktuninni heilmikið – en lokaður hugur getur ekki gert sér grein fyrir dýrmætinu þar sem fókusinn er á smáatriðin. Þín eigin leið Finndu þína eigin leið til að gera hlutina. Reyndu að hafa huga þinn eins opinn og mögulegt er. Hlustaðu og sjáðu allt sem þú getur. Fylgstu með og reyndu að skilja hvað er að gerast hjá tegundinni þinni. Treystu á sjálfan þig og leggðu mat þitt á það hvað rétt er og hvað rangt. Stundum eru hin virðulegustu nöfn í ræktunarheiminum að gefa of hlutlægt mat eða jafnvel rangar upplýsingar. Allir hafa sína eigin hvata og ástæður. Hafðu það alltaf hugfast og fylgdu sannfæringu þinni og almennri skynsemi. Því miður verður heimur hreinræktaðra hunda oft mjög persónulegur og einstaklingsbundinn. Reyndu að sporna gegn því. Reyndu að vera eins skynsamur og hlutlaus og hægt er. Það er góð regla. Ekki taka málstað einhvers of oft. Ferðastu um og sjáðu heiminn. Segðu viðkunnanleg orð eins oft og þú getur. Menntaðu sjálfan þig og vertu til staðar fyrir hundaræktarfélagið þitt. Ekki gleyma að læra um grundvallaratriðin: líkamsbyggingu og heilsufar. Reyndu að vera dómari og notaðu þekkinguna sem deildin og félagið þitt hefur upp á að bjóða. Reyndu að byggja brýr í stað þess að brenna þær niður. Reyndu fyrst og fremst að hafa alltaf stóru heildarmyndina í huga. Það er velferð og lífshamingja fallegu og líflegu hundanna þinna með sín dásamlegu smáatriði sem skipta máli fyrir þig. Hafðu heilbrigði þeirra ávallt í huga og reyndu að forðast öfgar. Ræktendur verða að hafa opinn huga. Byggjum upp, rífum ekki niður. Það er hægara sagt en gert en vel mögulegt. Umsjón: Daníel Örn Hinriksson // Myndir: innsendar frá Sigríði Margréti og Elvari. Tia Oroka dagurinn var haldinn hátíðlegur þann 15.apríl síðastliðinn.
Eftir að hafa gengið með hugmyndina í maganum í nokkur ár létu Sigga Magga og Elvar hugmyndina verða að veruleika, en þau hjónin eru ræktendurnir á bakvið Tia Oroka og rækta hunda af tegundinni coton de tuléar. 44 Tia Oroka cotonar voru skráðir til leiks og fengu byggingardóm, hnéskeljaskoðun, voru hæðarmældir, vigtaðir og tennur skoðaðar, að lokum var hver og einn hundur myndaður. Allir hundarnir fengu happdrættisvinning en mörg frábær fyrirtæki gáfu vinninga. Okkur lék forvitni á að kynnast nánar Tia Oroka hundunum og fólkinu á bakvið ræktunina og fá að heyra hvernig Tia Oroka dagurinn fór fram. Texti: Kristjana Knudsen // Myndir úr einkasafni Selmu Olsen Selma Olsen er mörgu hundafólki kunn, en hún hefur um árabil verið virk í ræktun whippet tegundarinnar og hefur ásamt öðrum öflugum ræktendum byggt upp góðan stofn, verið dugleg að flytja inn hunda og kynna þessa frábæru tegund fyrir landsmönnum.
Whippet hafa verið vinsælir fjölskylduhundar og margir sem eignast þá verða alveg heillaðir og láta sér jafnvel ekki nægja að eiga einn. Þeir eru tignarlegir og rólegir hundar og stóru dökku augun bræða flesta. Auk þess eru þeir duglegir hlaupahundar og mörgum finnst þeir jafnvel vera eins og sambland af hundum og köttum. Selma hefur verið öflug í starfi mjóhundadeildarinnar og ásamt manni sínum Brynjólfi hefur hún m.a. verið virk í æfingum í beituhlaupi, sem er sú íþrótt sem mjóhundar iðka sérstaklega. Í Breiðholti búa þau hjónin ásamt fimm whippet hundum á mismunandi aldri. Við fengum að kíkja í heimsókn og spjalla við þessa duglegu hundakonu og ekki spillti fyrir að fimm þriggja vikna hvolpar voru á svæðinu og fengum við tækifæri á að kíkja á dýrðina. Höfundur: Dr. Per-Erik Sundgren // Þýðandi & ljósmyndir: Þorsteinn Thorsteinson Þann 12. maí 2007 hélt sænski erfðafræðingurinn Dr. Per-Erik Sundgren fyrirlestur hér á landi á vegum Deildar íslenska fjárhundsins (DÍF).
Efni fyrirlestrarins var náttúruval og mikilvægi þess að viðhalda erfðabreytileika. Hér má lesa samantekt Per-Eriks á innihaldi fyrirlestrarins en efnið tók hann saman fyrir ISIC, Icelandic Sheepdog International Cooperation og flutti á ráðstefnu samtakanna haustið 2006. Íslenskt þýðing textans var fyrst birt í Sámi, blaði HRFÍ, 2. tölublaði árið 2007. Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Myndir: Birgitta Birgisdóttir
Höfundar: Monika Dagný Karlsdóttir og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir. // Greinin birtist 3. tlb Sáms 2015 Norski lundahundaklúbburinn í Noregi (NLK) er að vinna að mikilvægu verkefni í samstarfi við Norska hundaræktarfélagið, NordGen (Nordisk genressurssenter) og Norsk Genressursenter (Erfðaauðlindamiðstöð í tengslum við Landbúnaðarráðuneyti Noregs) til að varðveita og auka erfðabreytileika í norska lundahundinum.
|
Greinaflokkar:
All
|