Texti: Kristjana Knudsen // Myndir úr einkasafni Selmu Olsen Selma Olsen er mörgu hundafólki kunn, en hún hefur um árabil verið virk í ræktun whippet tegundarinnar og hefur ásamt öðrum öflugum ræktendum byggt upp góðan stofn, verið dugleg að flytja inn hunda og kynna þessa frábæru tegund fyrir landsmönnum.
Whippet hafa verið vinsælir fjölskylduhundar og margir sem eignast þá verða alveg heillaðir og láta sér jafnvel ekki nægja að eiga einn. Þeir eru tignarlegir og rólegir hundar og stóru dökku augun bræða flesta. Auk þess eru þeir duglegir hlaupahundar og mörgum finnst þeir jafnvel vera eins og sambland af hundum og köttum. Selma hefur verið öflug í starfi mjóhundadeildarinnar og ásamt manni sínum Brynjólfi hefur hún m.a. verið virk í æfingum í beituhlaupi, sem er sú íþrótt sem mjóhundar iðka sérstaklega. Í Breiðholti búa þau hjónin ásamt fimm whippet hundum á mismunandi aldri. Við fengum að kíkja í heimsókn og spjalla við þessa duglegu hundakonu og ekki spillti fyrir að fimm þriggja vikna hvolpar voru á svæðinu og fengum við tækifæri á að kíkja á dýrðina. Höfundur: Dr. Per-Erik Sundgren // Þýðandi & ljósmyndir: Þorsteinn Thorsteinson Þann 12. maí 2007 hélt sænski erfðafræðingurinn Dr. Per-Erik Sundgren fyrirlestur hér á landi á vegum Deildar íslenska fjárhundsins (DÍF).
Efni fyrirlestrarins var náttúruval og mikilvægi þess að viðhalda erfðabreytileika. Hér má lesa samantekt Per-Eriks á innihaldi fyrirlestrarins en efnið tók hann saman fyrir ISIC, Icelandic Sheepdog International Cooperation og flutti á ráðstefnu samtakanna haustið 2006. Íslenskt þýðing textans var fyrst birt í Sámi, blaði HRFÍ, 2. tölublaði árið 2007. Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Myndir: Birgitta Birgisdóttir
Höfundar: Monika Dagný Karlsdóttir og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir. // Greinin birtist 3. tlb Sáms 2015 Norski lundahundaklúbburinn í Noregi (NLK) er að vinna að mikilvægu verkefni í samstarfi við Norska hundaræktarfélagið, NordGen (Nordisk genressurssenter) og Norsk Genressursenter (Erfðaauðlindamiðstöð í tengslum við Landbúnaðarráðuneyti Noregs) til að varðveita og auka erfðabreytileika í norska lundahundinum.
|
Greinaflokkar:
All
|