Umsjón: Maríanna Gunnarsdóttir. Norðurlandakeppni ungra sýnenda fer fram í fyrsta skipti á Íslandi laugardaginn 25. nóvember. Landslið Íslands í ungum sýnendum samanstendur af fjórum stigahæstu ungu sýnendum ársins í eldri flokki og þetta árið eru það Freyja Guðmundsdóttir, Hrönn Valgeirsdóttir, Jóhanna Sól Ingadóttir og Eyrún Eva Guðjónsdóttir sem skipa landsliðið. Þjálfari landsliðsins er Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir og aðstoðarþjálfari er Brynja Kristín Magnúsdóttir. Næstu daga ætlum við að kynnast þessum frábæru keppendum og þjálfurum. Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir - landsliðsþjálfari Nafn - Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir. Gælunafn - Bara Gauja. Aldur - 31 árs. Stjörnumerki - Krabbi. Atvinna - Sölu- og markaðsstjóri Dýrheima. Uppáhalds drykkur? - Pepsi max … eða á ég að segja vatn kannski frekar? Hvað færð þú þér í bragðaref? - Jarðarber, Þrist og Hockeypullver dýfu. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? - IceGuys eru uppáhalds þættirnir mínir og Emily in Paris. Uppáhalds tónlistarmaður? - Oh my þetta er erfitt, held að Beyoncé hafi vinninginn (og Birgitta Haukdal). Er hundur/hundar á þínu heimili og hvaða tegund? Já tveir hundar, einn papillon og einn irish setter. Hvenær sýndir þú þinn fyrsta hund og hvernig hundur var það? Ég var 10 ára og það var fyrsti papilloninn minn hún Alex. Hver er þín helsta fyrirmynd sem sýnandi? Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Ef þú mættir eiga hvaða tegund sem er fyrir utan þá tegund er býr á heimili þínu í dag hvaða tegund myndir þú velja og af hverju? Ég myndi velja enskan cocker spaniel – ég elska svona gleðipinna og held þeir myndu henta mér og mínum lífstíl mjög vel. Tókst þú þátt í keppni ungra sýnenda þegar þú hafðir aldur til og varst þú einhvern tímann í landsliðinu fyrir Íslands hönd? Já ég byrjaði 10 ára að sýna og komst í landsliðið á síðasta árinu mínu í ungum. Þá kepptum við í Finnlandi og liðið varð í öðru sæti í liðakeppninni. Nú verður keppnin haldin hér heima í ár, heldur þú að það verði eitthvað öðruvísi fyrir íslenska liðið að keppa hér en úti og hvað þá helst? Já það verður auðvitað eitthvað öðruvísi. Það verður auðvitað ótrúlega gaman að hafa fleiri stuðningsmenn í klappliðinu þrátt fyrir að við höfum verið mjög heppin með að Íslendingar eru duglegir að sækja sýningarnar sem við höfum keppt á erlendis. En það er alltaf gaman að vera á „heimavelli“. Er undirbúningurinn með liðið eitthvað öðruvísi núna þar sem keppnin verður hér á landi? Nei myndi kannski ekki segja það nema bara það að stelpurnar hafa úr færri hundum að velja þegar við erum að æfa, þar sem við pössum rosalega vel uppá að þær séu ekki að taka fullt af nýjum hundum til að það sé auðveldara fyrir skipuleggjendur að passa upp á að þær fái ekki hunda sem þær hafa snert. Það er auðvitað ákveðið challenge í því að hafa ekki allt „frelsið“ til að prófa nýja hunda því það er gott að æfa sig að takast á við það á æfingum þar sem krakkarnir fá bara klukkutíma til að kynnast þeim hundum sem þau sýna í keppninni. Hvernig leggst verkefnið í þig? Ótrúlega vel, við erum með frábær gæði í liðinu og þær eru svo ótrúlega metnaðarfullar og duglegar að æfa – ungmennastarfið á Íslandi er í svo miklum uppvexti og það er svo gaman að sjá hæfileikana hjá þessum krökkum. Mér þykir ótrúlega vænt um starfið og vona að þetta haldi áfram á þessari braut næstu árin. Nú hefur það að fara erlendis með liðið alltaf þjappað liðinu enn meira saman og myndað sterkari tengsl milli aðila. Munið þið vera saman á hóteli yfir helgina eða vera með gistipartý fyrir keppnina? Já einmitt, það er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt og í ár verðum við saman á hóteli með hinum liðunum frá föstudegi til laugardags. Það verður mjög skemmtilegt og hristir liðið enn betur saman. Sturluðu staðreynd um þig sjálfa? Ég byrjaði ekki að borða banana fyrr en ég var 26 ára. Hvað er lífsmottóið þitt? Komdu fram við náungan eins og þú vilt að komið sé fram við þig ❤️. Brynja Kristín Magnúsdóttir - aðstoðarþjálfari Nafn - Brynja Kristín Magnúsdóttir. Gælunafn – Brynja. Aldur – 28 ára. Stjörnumerki – Krabbi. Atvinna – Lögmaður. Uppáhalds drykkur? - Ætli það sé ekki ískaldur Collab. Hvað færð þú þér í bragðaref? Þrist, jarðarber og þriðja innihaldsefnið er Hockey Pulver, sem er lykillinn að góðum bragðaref. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Heimsókn með Sindra, bind vonir við að hann komi í heimsókn til mín einn daginn. Uppáhalds tónlistarmaður? Margir uppáhalds en Bubbi Morthens er ofarlega á lista. Er hundur/hundar á þínu heimili og hvaða tegund? Það er enginn hundur á mínu heimili núna en ég þarf að fara að bæta úr því. Hvenær sýndir þú þinn fyrsta hund og hvernig hundur var það? Fyrsti hundurinn sem ég sýndi var jafnframt minn fyrsti hundur en það var cavalier tíkin Týra. Hver er þín helsta fyrirmynd sem sýnandi? Ég er ekki með einhverja eina fyrirmynd heldur eru margir sem ég lít upp til sem eru að gera góða hluti. Ef þú mættir eiga hvaða tegund sem er, hvaða tegund myndir þú velja og af hverju? Það eru margar tegundir sem heilla mig en fyrsta tegundin sem varð í miklu uppáhaldi og ég var staðráðin í að eignast einn daginn er weimaraner. Það er mjög skemmtilegt að vinna með þeim og það skemmir ekki fyrir hvað þeir eru fallegir. Tókst þú þátt í keppni ungra sýnenda þegar þú hafðir aldur til og varst þú einhvern tímann í landsliðinu fyrir Íslands hönd? Ég tók þátt í ungum sýnendum öll árin sem ég hafði aldur til og var í landsliðinu. Nú verður keppnin haldin hér heima í ár, heldur þú að það verði eitthvað öðruvísi fyrir íslenska liðið að keppa hér en úti og hvað þá helst? Ég hugsa að keppnin verði öðruvísi að einhverju leyti. Það er jákvætt að fleiri Íslendingar geta fylgst með keppninni og hvatt liðið áfram. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland heldur Nordic Winner svo það er mikil eftirvænting fyrir keppninni en ég held að liðið muni græða á því að hafa keppnina á „heimavelli“. Er undirbúningurinn með liðið eitthvað öðruvísi núna þar sem keppnin verður hér á landi? Undirbúningurinn er að meginstefnu til sá sami en það sem er helst öðruvísi er hvaða hunda þær geta tekið á æfingar. Í keppninni gildir sú regla að öll liðin standi jöfnum fæti þannig að íslenska liðið má ekki hafa þjálfað eða sýnt þá hunda sem þær gætu fengið á keppnisdag svo það er úr færri hundum að velja á æfingar en að öðru leyti er undirbúningurinn eins og fyrri ár. Hvernig leggst verkefnið í þig? Þetta leggst mjög vel í mig og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í að þjálfa þessar stelpur sem gera alltaf sitt besta og eru alltaf tilbúnar að leggja inn vinnu til þess að verða betri. Sturluðu staðreynd um þig sjálfa? Kannski ekki mjög sturlað en ég borða ekki smjör. Hvað er lífsmottóið þitt? Mottóið mitt er að hafa gaman. Eyrún Eva Guðjónsdóttir Nafn - Eyrún Eva Guðjónsdóttir. Gælunafn - Mamma kallar mig oft Evu annars á ég mér ekkert gælunafn. Aldur - 15 ára. Stjörnumerki - Hrútur. Skóli - Sunnulækjarskóli á Selfossi. Uppáhalds drykkur? - Virgin Pina colada. Hvað færð þú þér í bragðaref? - Hlaup perlur, jarðarber og mars. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? - Outer banks. Uppáhalds tónlistarmaður? - Bubbi Morthens. Er hundur/hundar á þínu heimili og hvaða tegund? Já, við erum með cavalier og hann heitir Jökull. Hvenær sýndir þú þinn fyrsta hund og hvernig hundur var það? Ég sýndi minn fyrsta hund haustið 2018, hún er cavalier og heitir Una. Hver er þín helsta fyrirmynd sem sýnandi? Hilda Björk Friðriksdóttir. Ef þú mættir eiga hvaða tegund sem er fyrir utan þá tegund sem býr á heimili þínu í dag hvaða tegund myndir þú velja og af hverju? Ég myndi velja irish soft coated wheaten terrier eða enskan cocker spaniel því þetta eru tvær af mínum uppáhalds tegundum og þetta eru klárir hundar, rólegir en æstir á sama tíma og skemmtilegir karakterar. Hvaða tegund hefur þú verið að sýna í keppni ungra sýnenda og hvað heillar þig mest við þá tegund? Ég hef verið að sýna wheaten terrier ótrúlega mikið og það er bara over all uppáhalds tegundin mín, það sem heillar mig mest við þessa tegund er hvað það eru ótrúlega sterkir karakterar í tegundinni. Hefur þú verið áður í landsliðinu eða er þetta þitt fyrsta skipti? Já, ég var í landsliðinu í fyrra líka. Hvernig leggst landsliðsverkefnið í þig? Mjög vel ég er sjúklega peppuð fyrir þessu! Nú verður keppnin haldin hér heima í ár, heldur þú að það verði eitthvað öðruvísi að keppa hér en úti og hvað þá helst? Ég er bæði spennt og ekki. Ég er mjög spennt að sjá hvernig umgjörðin verður en er hrædd um að þetta verði svipað öðrum sýningum hérna heima. Ertu búin að ákveða hvaða tegundir fara á óskalistann hjá þér? Enskur cocker spaniel, wheaten terrier og schnauzer. Sturluðu staðreynd um þig sjálfa? Ég er svaðalega mikil brussa. Hvað er lífsmottóið þitt? Aldrei gefast upp og áfram gakk. Jóhanna Sól Ingadóttir Nafn – Jóhanna Sól Ingadóttir. Gælunafn – Jojo. Aldur – 13 ára. Stjörnumerki – Sporðdreki. Skóli – Lækjarskóli, Hafnarfirði. Uppáhalds drykkur? – Mountain dew. Hvað færð þú þér í bragðaref? – Banana, oreo og smartís kurl. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? – Venjulegt fólk. Uppáhalds tónlistarmaður? – Lana Del Rey. Er hundur/hundar á þínu heimili og hvaða tegund? Já þrír hundar, einn irish soft coated wheaten terrier og hinir tveir eru german shorthaired pointer. Hvenær sýndir þú þinn fyrsta hund og hvernig hundur var það? 30. október 2021, og þá sýndi ég irish soft coated wheaten terrier á terrier deildarsýningu. Hver er þín helsta fyrirmynd sem sýnandi? Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir. Ef þú mættir eiga hvaða tegund sem er fyrir utan þá tegund er býr á heimili þínu í dag hvaða tegund myndir þú velja og af hverju? White swiss shepherd, því að mér finnst þeir mjög skemmtilegir. Hvaða tegund hefur þú verið að sýna í keppni ungra sýnenda og hvað heillar þig mest við þá tegund? Hef verið mest með white swiss shepherd og irish soft coated wheaten terrier, mér finnst það skemmtilegar tegundir og töffarar sem er gaman að. Hefur þú verið áður í landsliðinu eða er þetta þitt fyrsta skipti? Þetta er mitt fyrsta skipti. Hvernig leggst landsliðsverkefnið í þig? Mjög vel. Nú verður keppnin haldin hér heima í ár, heldur þú að það verði eitthvað öðruvísi að keppa hér en úti og hvað þá helst? Ég hef ekki keppt áður í landsliðinu svo að ég hef ekkert viðmið. Ertu búin að ákveða hvaða tegundir fara á óskalistann hjá þér? Jebbs, ég er búin að ákveða. Sturluðu staðreynd um þig sjálfa? Ég er oftast í ósamstæðum sokkum. Hvað er lífsmottóið þitt? Aldrei gefast upp á draumunum þínum. Hrönn Valgeirsdóttir Nafn - Hrönn Valgeirsdóttir. Gælunafn - Hransína. Aldur - 17 ára. Stjörnumerki - Steingeit. Skóli - VÍVA Verzlóó. Uppáhalds drykkur? - Vatnnn. Hvað færð þú þér í bragðaref? - Nútella, jarðarber og kökudeig. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? - Money heist. Uppáhalds tónlistarmaður? - Beyoncé og Rihanna!!. Er hundur/hundar á þínu heimili og hvaða tegund? Já ég á Bichon Frise. Hvenær sýndir þú þinn fyrsta hund og hvernig hundur var það? Ég sýndi hund í dóm um leið og ég gat, sem var 13 ára. Ég man samt ekki alveg hvaða hund ég sýndi. Hver er þín helsta fyrirmynd sem sýnandi? Frænka mín, Þorbjörg Ásta. Ef þú mættir eiga hvaða tegund sem er fyrir utan þá tegund sem býr á heimili þínu í dag hvaða tegund myndir þú velja og af hverju? Ég er ekki viss… allaveganna ekki lítinn! Hvaða tegund hefur þú verið að sýna í keppni ungra sýnenda og hvað heillar þig mest við þá tegund? Ég hef verið að keppa með pudelpointer sem heitir Erik. Það er í raun ekkert sem heillar mig beint við tegundina sjálfa, ég hef bara mjög gaman af „pointer týpunni“. Megin ástæðan af hverju ég hef samt haldið mig við tegundina svona lengi er að ég fann svo frábæran hund. Hefur þú verið áður í landsliðinu eða er þetta þitt fyrsta skipti? Þetta er fjórða skiptið mitt í landsliðinu. Hvernig leggst landsliðsverkefnið í þig? Mjög vel!! Geggjaður liðsandi og allir mjög spenntir yfir þessu. Nú verður keppnin haldin hér heima í ár, heldur þú að það verði eitthvað öðruvísi að keppa hér en úti og hvað þá helst? Já ég held að þetta verði svolítið önnur upplifun. Fyrir íslenska liðið verður helsti munurinn auðvitað utanlandsferðin en fyrir hin liðin verður stærð sýningarinnar líklegast ólík því sem þau eru vön. Ég held að keppnin sjálf muni heppnast ótrúlega vel og mér finnst ég mjög heppin að fá að upplifa hana haldna í fyrsta skipti hér á Íslandi. Ertu búin að ákveða hvaða tegundir fara á óskalistann hjá þér? Ég setti german shorthaired pointer í fyrsta val, austarlian shepherd í annað og flatcoaded retriver í þriðja. Sturluðu staðreynd um þig sjálfa? Ég bjó í Skotlandi í tvö og hálft ár. Hvað er lífsmottóið þitt? Á hundasýningum er það allaveganna “fake it till you make it”. Freyja Guðmundsdóttir Nafn - Freyja Guðmundsdóttir.
Gælunafn - Freyja. Aldur - 17 ára. Stjörnumerki - Ljón. Skóli - FG (Fjölbrautaskólinn í Garðabæ). Uppáhalds drykkur - Grænt vithit. Hvað færð þú þér í bragðaref? - Jarðarber, oreo og toblerone. Uppáhalds sjónvarpsþáttur - Euphoria. Uppáhalds tónlistarmaður - Bríet. Er hundur/hundar á þínu heimili og hvaða tegund? Já, ég er með einn hund sem heitir Kátur. Hann er Bichon frisé. Hvenær sýndir þú þinn fyrsta hund og hvernig hundur var það? Fyrsti hundurinn sem ég sýndi var bichon frisé, á degi ungmennadeildar HRFÍ þegar ég var 8 ára. Hver er þín helsta fyrirmynd sem sýnandi? Frænka mín, Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Ef þú mættir eiga hvaða tegund sem er fyrir utan þá tegund er býr á heimili þínu í dag hvaða tegund myndir þú velja og af hverju? Afghan hound, ég hef alltaf verið hrifin af tegundinni. Hvaða tegund hefur þú verið að sýna í keppni ungra sýnenda og hvað heillar þig mest við þá tegund? Ég hef sýnt margar tegundir í ungum sýnendum og allar tegundir heilla mig og sinn hátt. Hefur þú verið áður í landsliðinu eða er þetta þitt fyrsta skipti? Ég hef verið áður. 2020, 2021, 2022 og svo núna í ár. Hvernig leggst landsliðsverkefnið í þig? Mér finnst alltaf gaman og spennandi að fá að vera landsliðsfulltrúi Íslands í ungum sýnendum. Nú verður keppnin haldin hér heima í ár, heldur þú að það verði eitthvað öðruvísi að keppa hér en úti og hvað þá helst? Það verður gaman að fá að keppa á heimavelli og hafa stuðning margra. Ertu búin að ákveða hvaða tegundir fara á óskalistann hjá þér? Wheaten terrier, petit basset griffon vendéen og enskur cocker spaniel. Sturluðu staðreynd um þig sjálfa? Ég fótbrotnaði í karaoke. Hvað er lífsmottóið þitt? „Just do it“. Comments are closed.
|
Greinaflokkar:
All
|