Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Myndir: Birgitta Birgisdóttir Birgitta Birgisdóttir byrjaði ung að árum í “hundunum” á Íslandi en hefur sl. 11 ár búið og starfað í Noregi. Hún er gift Jóhanni og eiga þau samtals fjögur börn, þar af tvö fósturbörn á aldrinum 18-22 ára. Birgitta ræktar skye terrier hunda undir ræktunarnafninu Skorradals og hefur verið farsæl í ræktuninni þó gotin séu ekki orðin mörg. Hún starfar sem hundasnyrtir og líf hennar snýst í kringum hunda og allt sem þeim viðkemur. Árangur hennar í ræktun hefur verið með eindæmum góður og nú nýverið varð Skorradals Ever On Amble, “BB” Besti hundur tegundar og hlaut þriðja sæti í tegundahóp á Heimssýningunni(e.world dog show) í Tékklandi. Sámi langaði að vita meira um þessa lífsglöðu hundastelpu og fallegu skye hundana sem vekja athygli hvar sem þeir fara. Íslendingar erlendis |
Greinaflokkar:
All
|