Sámur - Hundaræktarfélag Íslands
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð

Alþjóðleg norðurljósa sýning 4. -5. mars 2023 - úrslit og myndir

8/3/2023

 
Picture
Besti hundur sýningar lhasa apso hundurinn Kutani Rufus Astarte Gold. Hér er hann ásamt dómurum sýningar, eiganda sínum henni Sirrý Höllu og Önnu sem sýndi hann í keppninni um besta hund sýningar.
Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // Ljósmyndari: Ágúst E. Ágústsson
Sýningaárið byrjaði með stæl um liðna helgi, þar sem u.þ.b. 1100 voru skráðir. Að venju var andrúmsloftið gott og spenna í loftinu. Margir frábærir fulltrúar mættu í hringinn en sá sem stóð uppi sem sigurvegari helgarinnar var lhasa apso hundurinn ISJCH Kutani Rufus Astarte Gold.  

Dómarar helgarinnar voru Anthony Kelly frá Írlandi, Christian Jouanchicot frá Frakklandi, Espen Engh frá Noregi, Lisa Molin frá Svíþjóð, Markku Mähönen frá Finnlandi, Morten Matthes frá Danmörku, Rosa Agostini frá Ítalíu og Sóley Ragna Ragnarsdóttir sem dæmi unga sýnendur.
Að venju var frábær þátttaka hjá yngstu kynslóðinni en 35 ungir sýnendur voru skráðir á sýninguna.

Hér má sjá úrslit og myndir af sigurvegurum helgarinnar, en von er á dómaraviðtölunum og þegar þau eru tilbúin verður greinin uppfærð. 

Á tenglunum hér að neðan má finna myndir frá sýningunni á facebook síðu HRFÍ: 
Keppni ungra sýnenda. 
Laugardagur. - tegundahópar 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 10.
Sunnudagur. - tegundahópar 1, 7 og 9. 

Read More

Hvolpasýning í Keflavík 29. Janúar 2023

30/1/2023

 
Picture
Besta ungviði sýningar Jökulrósar Hera, labrador retriever og besti hvolpur sýningar Gerplu Vaki, íslenskur fjárhundur
Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // myndir: Erna Sigríður Ómarsdóttir.  
Fyrsta sýning ársins var haldin sunnudaginn 29. janúar í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík.
​Samtals voru um 120 hvolpar skráðir til leiks af 40 tegundum. Keppt var í tveimur aldursflokkum, ungviða-flokki (3-6 mánaða) og hvolpa-flokki (6-9 mánaða).
Mjög góð stemning var á sýningunni og yndislegt að fá að fylgjast með ungviðinu, mörgum hverjum stíga sín fyrstu skref í sýningahringnum.  Það má því segja að þetta hafi verið ansi góð byrjun á sýningaárinu, en fyrirhugaðar eru sýningar hjá félaginu í mars, júní, ágúst, október og nóvember.
Allar upplýsingar um fyrirhugaðar sýningar má finna hér á vefsíðu félagsins.


Dómarar sýningarinnar voru Anna Guðjónsdóttir, Ágústa Pétursdóttir, Erna Ómarsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir sem dæmdu hvolpana í tegundadóm. Auður Sif Sigurgeirsdóttir dæmdi bestu ungviði sýningar og Lilja Dóra Halldórsdóttir dæmdi bestu hvolpa sýningar. 

Ungviði 3-6 mánaða
Dómari: Auður Sif Sigurgeirsdóttir

Picture
Besta ungviði sýningar 1. sæti - Jökulrósar Hera, labrador retriever, eigandi: Rósa Kristín Jensdóttir, ræktandi: Rósa Kristín Jensdóttir.
Picture
Besta ungviði sýningar 2. sæti - Tia Oroka Ravishing reign, coton de tuléar, ræktandi: Sigríður Margrét Jónsdóttir.
Picture
Besta ungviði sýningar 3. sæti - Ístjarnar Fabulous Northern Lights, bedlington terrier, eigandi: Ingibjörg Björnsdóttir, ræktandi: Vigdís Elma Cates.
Picture
Besta ungviði sýningar 4. sæti - Æsku Embla, american cocker spaniel, eigendur: Ásta Margrét Arnardóttir & Tinna Rut Kristinsdóttir, ræktendur: Tinna Rut Kristinsdóttir & Sigurður Arnar Sölvason.

Hvolpar 6-9 mánaða
Dómari: Lilja Dóra Halldórsdóttir
Picture
Besti hvolpur sýningar 1. sæti - Gerplu Vaki, íslenskur fjárhundur, eigandi & ræktandi: Guðný Halla Gunnlaugsdóttir.
Picture
Besti hvolpur sýningar 2. sæti - Coton CPH ́s Wild At Heart, coton de tuléar, ræktandi Bettina Martens.
Picture
Besti hvolpur sýningar 3. sæti - Tíbráar Tinda Zaya, tibetan spaniel, eigandi: Hildur María Jónsdóttir, ræktendur: Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Picture
Besti hvolpur sýningar 4. sæti - Leirdals Anabela, english cocker spaniel, eigandi og ræktandi: Þórdís María Hafsteinsdóttir.

Winter wonderland sýning - NKU norðurlanda- & crufts qualification sýning 26.-27. nóvember 2022

16/12/2022

 
Picture
Besti hundur sýningar - 1. sæti - Paradise Passion Back To Basic, australian silky terrier, eigandi & ræktandi: Elísabet Kristjánsdóttir
Síðasta sýning ársins var haldin helgina 26. - 27. nóvember í Samskipahöllinni í Kópavogi þar sem u.þ.b. 1200 hundar sýndu sitt besta. Jólapeysuþema vakti mikla lukku meðal viðstaddra og setti svip sinn á sýninguna. Dómarar að þessu sinni voru þau Benny Blid von Schedvin frá Svíþjóð, Kitty Sjong frá Danmörku, Sóley Halla Möller frá Íslandi, Per Kristian Andersen og Anne Tove Strande frá Noregi, Liliane De Ridder og Norman Deschuymere frá Belgíu og að lokum Thomas Wastiaux sem dæmdi unga sýnendur. 
Mikil þáttaka var í ungum sýnendum en alls voru 38 börn skáð á sýninguna, 15 í eldri flokki og 23  í yngri flokki. Eftir sýninguna höfðu börnin svo tækifæri á að mæta á námskeið hjá Thomas á sem kenndi þeim ýmislegt til að bæta færni sína í sportinu. 

Read More

Alþjóðleg sýning HRFÍ 8. & 9. október 2022

1/12/2022

 
Picture
Besti hundur sýningar, Red Hot Chili V. Tum-Tums Vriendjes ,,Chilli". Eigandi hans er Karen Ösp Guðbjartsdóttir.
Umsjón: Kristjana Knudsen & Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: Ágúst Ágústsson

Read More
Picture

Picture

Picture
Ritstjórn og umsjón vefsíðu:
Linda Björk Jónsdóttir, hundasamur@hrfi.is
Sámur á facebook


Ritnefnd: 
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir
Andrea Björk Hannesdóttir
Anja Björg
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Hafdís Jóna Þórarinsdóttir
Kristjana Knudsen
Kristel Björk Þórisdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir

​Ábyrgðarmenn:
Daníel Örn Hinriksson
Guðný Isaksen
Útgefandi:
​Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Sími: 588-5255
Vefsíða: www.hrfi.is
Netfang: hrfi@hrfi.is
Tengdar vefsíður:
www.hrfi.is
www..voff.is
Hundaskóli HRFÍ
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð