Sámur - Hundaræktarfélag Íslands
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð

Hvolpasýning í Keflavík 29. Janúar 2023

30/1/2023

 
Picture
Besta ungviði sýningar Jökulrósar Hera, labrador retriever og besti hvolpur sýningar Gerplu Vaki, íslenskur fjárhundur
Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // myndir: Erna Sigríður Ómarsdóttir.  
Fyrsta sýning ársins var haldin sunnudaginn 29. janúar í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík.
​Samtals voru um 120 hvolpar skráðir til leiks af 40 tegundum. Keppt var í tveimur aldursflokkum, ungviða-flokki (3-6 mánaða) og hvolpa-flokki (6-9 mánaða).
Mjög góð stemning var á sýningunni og yndislegt að fá að fylgjast með ungviðinu, mörgum hverjum stíga sín fyrstu skref í sýningahringnum.  Það má því segja að þetta hafi verið ansi góð byrjun á sýningaárinu, en fyrirhugaðar eru sýningar hjá félaginu í mars, júní, ágúst, október og nóvember.
Allar upplýsingar um fyrirhugaðar sýningar má finna hér á vefsíðu félagsins.


Dómarar sýningarinnar voru Anna Guðjónsdóttir, Ágústa Pétursdóttir, Erna Ómarsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir sem dæmdu hvolpana í tegundadóm. Auður Sif Sigurgeirsdóttir dæmdi bestu ungviði sýningar og Lilja Dóra Halldórsdóttir dæmdi bestu hvolpa sýningar. 

Ungviði 3-6 mánaða
Dómari: Auður Sif Sigurgeirsdóttir

Picture
Besta ungviði sýningar 1. sæti - Jökulrósar Hera, labrador retriever, eigandi: Rósa Kristín Jensdóttir, ræktandi: Rósa Kristín Jensdóttir.
Picture
Besta ungviði sýningar 2. sæti - Tia Oroka Ravishing reign, coton de tuléar, ræktandi: Sigríður Margrét Jónsdóttir.
Picture
Besta ungviði sýningar 3. sæti - Ístjarnar Fabulous Northern Lights, bedlington terrier, eigandi: Ingibjörg Björnsdóttir, ræktandi: Vigdís Elma Cates.
Picture
Besta ungviði sýningar 4. sæti - Æsku Embla, american cocker spaniel, eigendur: Ásta Margrét Arnardóttir & Tinna Rut Kristinsdóttir, ræktendur: Tinna Rut Kristinsdóttir & Sigurður Arnar Sölvason.

Hvolpar 6-9 mánaða
Dómari: Lilja Dóra Halldórsdóttir
Picture
Besti hvolpur sýningar 1. sæti - Gerplu Vaki, íslenskur fjárhundur, eigandi & ræktandi: Guðný Halla Gunnlaugsdóttir.
Picture
Besti hvolpur sýningar 2. sæti - Coton CPH ́s Wild At Heart, coton de tuléar, ræktandi Bettina Martens.
Picture
Besti hvolpur sýningar 3. sæti - Tíbráar Tinda Zaya, tibetan spaniel, eigandi: Hildur María Jónsdóttir, ræktendur: Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Picture
Besti hvolpur sýningar 4. sæti - Leirdals Anabela, english cocker spaniel, eigandi og ræktandi: Þórdís María Hafsteinsdóttir.


Comments are closed.
Picture

Picture

Picture
Ritstjórn og umsjón vefsíðu:
Linda Björk Jónsdóttir, hundasamur@hrfi.is
Sámur á facebook


Ritnefnd: 
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir
Andrea Björk Hannesdóttir
Anja Björg
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Hafdís Jóna Þórarinsdóttir
Kristjana Knudsen
Kristel Björk Þórisdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir

​Ábyrgðarmenn:
Daníel Örn Hinriksson
Guðný Isaksen
Útgefandi:
​Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Sími: 588-5255
Vefsíða: www.hrfi.is
Netfang: hrfi@hrfi.is
Tengdar vefsíður:
www.hrfi.is
www..voff.is
Hundaskóli HRFÍ
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð