Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // myndir: Erna Sigríður Ómarsdóttir. Fyrsta sýning ársins var haldin sunnudaginn 29. janúar í reiðhöll Mána á Mánagrund í Keflavík. Samtals voru um 120 hvolpar skráðir til leiks af 40 tegundum. Keppt var í tveimur aldursflokkum, ungviða-flokki (3-6 mánaða) og hvolpa-flokki (6-9 mánaða). Mjög góð stemning var á sýningunni og yndislegt að fá að fylgjast með ungviðinu, mörgum hverjum stíga sín fyrstu skref í sýningahringnum. Það má því segja að þetta hafi verið ansi góð byrjun á sýningaárinu, en fyrirhugaðar eru sýningar hjá félaginu í mars, júní, ágúst, október og nóvember. Allar upplýsingar um fyrirhugaðar sýningar má finna hér á vefsíðu félagsins. Dómarar sýningarinnar voru Anna Guðjónsdóttir, Ágústa Pétursdóttir, Erna Ómarsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir sem dæmdu hvolpana í tegundadóm. Auður Sif Sigurgeirsdóttir dæmdi bestu ungviði sýningar og Lilja Dóra Halldórsdóttir dæmdi bestu hvolpa sýningar. Ungviði 3-6 mánaða Dómari: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Hvolpar 6-9 mánaða Dómari: Lilja Dóra Halldórsdóttir Comments are closed.
|