Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // Ljósmyndari: Ágúst E. Ágústsson Sýningaárið byrjaði með stæl um liðna helgi, þar sem u.þ.b. 1100 voru skráðir. Að venju var andrúmsloftið gott og spenna í loftinu. Margir frábærir fulltrúar mættu í hringinn en sá sem stóð uppi sem sigurvegari helgarinnar var lhasa apso hundurinn ISJCH Kutani Rufus Astarte Gold. Dómarar helgarinnar voru Anthony Kelly frá Írlandi, Christian Jouanchicot frá Frakklandi, Espen Engh frá Noregi, Lisa Molin frá Svíþjóð, Markku Mähönen frá Finnlandi, Morten Matthes frá Danmörku, Rosa Agostini frá Ítalíu og Sóley Ragna Ragnarsdóttir sem dæmi unga sýnendur. Að venju var frábær þátttaka hjá yngstu kynslóðinni en 35 ungir sýnendur voru skráðir á sýninguna. Hér má sjá úrslit og myndir af sigurvegurum helgarinnar, en von er á dómaraviðtölunum og þegar þau eru tilbúin verður greinin uppfærð. Á tenglunum hér að neðan má finna myndir frá sýningunni á facebook síðu HRFÍ: Keppni ungra sýnenda. Laugardagur. - tegundahópar 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 10. Sunnudagur. - tegundahópar 1, 7 og 9. Bestu hundar sýningar: Dómari: Espen Engh frá Noregi. Bestu ungliðar sýningar: Dómari: Christian Jouanchicot frá Frakklandi. Bestu öldungar sýningar: Dómari: Anthony Kelly frá Írlandi. Ungir sýnendur - yngri flokkur: Dómari: Sóley Ragna Ragnarsdóttir frá Íslandi. Ungir sýnendur - eldri flokkur: Dómari: Sóley Ragna Ragnarsdóttir frá Íslandi. Bestu ungviði laugardags: Dómari: Lisa Molin frá Svíþjóð. Bestu hvolpar laugardags: Dómari: Christian Jouanchicot frá Frakklandi. Bestu ungviði sunnudags: Dómari: Espen Engh frá Noregi. Bestu hvolpar sunnudags: Dómari: Rosa Agostini frá Ítalíu. Bestu ræktunarhópar laugardags: Dómari: Espen Engh frá Noregi. Bestu ræktunarhópar sunnudags: Dómari: Markku Mähönen frá Finnlandi. Sigurvegarar í tegundahópun:
Comments are closed.
|