Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // Ljósmyndari: Ágúst E. Ágústsson. Helgina 8. - 9. júní 2024 var Reykjavík winner sýningin haldin á Víðistaðatúni í Hafnafirði þar sem næstum 1200 hundar mættu til leiks. Veðrið var með íslenskasta móti en víða mátti sjá glitta í lopapeysur og dúnúlpur á laugardeginum á meðan sólarvörnin var hið mesta þarfaþing á sunnudeginum. Dómarar sýningarinnar voru þau Karl-Erik Johansson, Sonny Ström og Eva Nielsen frá Svíþjóð, Beata Petkevica frá Lettlandi, Erna Sigríður Ómarsdóttir frá Íslandi, Gunnar Nymann frá Danmörku, Jean Lawless og Paul Lawless frá Írlandi auk Kaisa Matteri Gold frá Finnlandi. Keppni ungra sýnenda fór fram báða dagana, á laugardeginum voru 28 ungmenni skráð og Francesca Cassin dæmdi. Á sunnudeginum voru 23 ungmenni skráð og Hugo Quevedo dæmdi. Hugo hélt svo námskeið fyrir áhugasama unga sýnendur á mánudeginum eftir sýningu. Rallýpróf voru haldin í fyrsta sinn á sýningu HRFÍ, Þórhildur Bjarmarz dæmdi prófin á laugardeginum en Silja Unnarsdóttir á sunnudeginum. Tenglar á myndir á facebook síðu HRFÍ: > Laugardagur. > Sunnudagur. > Keppni ungra sýnenda á laugardegi. > Keppni ungra sýnenda á sunnudegi. Úrslit og umsagnir allra hunda á sýningunni. Bestu hundar sýningar: Dómari: Karl-Erik Johansson Bestu ungliðar sýningar: Dómari: Gunnar Nymann Bestu öldungar sýningar: Dómari: Eva Nielsen Ungir sýnendur á laugardegi - yngri flokkur : Dómari: Francesca Cassin. Ungir sýnendur á laugardegi - eldri flokkur: Dómari: Francesca Cassin. Ungir sýnendur á sunnudegi - yngri flokkur: Dómari: Hugo Quevedo. Ungir sýnendur á sunnudegi - eldri flokkur: Dómari: Hugo Quevedo. Bestu ungviði laugardags: Dómari: Sonny Ström Bestu hvolpar laugardags: Dómari: Jean Lawless. Bestu ungviði sunnudags: Dómari: Beata Petkevica. Bestu hvolpar sunnudags: Dómari: Karl-Erik Johansson. Bestu ræktunarhópar laugardags Dómari: Karl-Erik Johansson. Bestu ræktunarhópar sunnudags Dómari: Sonny Ström. Sigurvegarar í tegundahópum:
Comments are closed.
|