Reykjavík Winner og alþóðleg sýning HRFÍ 10. & 11. júní 2023 - dómaraviðtöl, úrslit og myndir26/7/2023
Umsjón: Kristjana Knudsen & Linda Björk Jónsdóttir // Ljósmyndari: Ágúst E. Ágústsson. Tvöföld sumarsýning HRFÍ var haldin dagana 10. og 11. júní á Víðistaða túni í Hafnafirði. Frábær skráning var á sýningarnar en rúmlega 1000 hundar voru skráðir báða dagana. Dómarar sýninganna voru þau Anita Duggan frá Írlandi, Barbara Müller og Laurent Pichard frá Sviss, Charlotta Melin og Dimitris Antonopoulos frá Svíþjóð, Daníel Örn Hinriksson, Herdís Hallmarsdóttir, Sóley Halla Möller, Jóhanna Líf Halldórsdóttir og Þórdís Björg Björgvinsdóttir frá Íslandi, Jørgen Hindse frá Danmörku, Ozan Belkis frá Tyrklandi og Terje Lindstrøm frá Noregi. Tenglar á myndir á facebook síðu HRFÍ: Keppni ungra sýnenda: laugardagur 10. júní // sunnudagur 11. júní. Myndir frá sýningunum: RW-winner 10. júní // Alþjóðleg sýning 11. júní. Úrslit sýninganna og umsagnir á hundavefur.is: RW-winner 10. júní // Alþjóðleg sýning 11. júní. Hér að neðan má finna viðtöl við þá dómara sem sendu inn svör, úrslit og myndir. -Jóhanna Líf Halldórsdóttir frá Íslandi dæmdi unga sýnendur Krakkarnir voru meðvitaðir og sterkir í uppstillingu hundanna Jóhönnu fannst krakkarnir standa sig vel heildina á litið. Það hafi komið stór og sterkur hópur af efnilegum sýnendum sem verði mjög gaman að fylgjast með í framtíðinni. Sem helstu styrkleikana nefndi hún að krakkarnir hafi verið mjög sterkir í uppstillingu á hundunum og það hafi verið gaman að sjá hversu meðvituð þau voru um hundana sína. Til að mynda prófaði hún eldri flokkinn þegar hún var búin að velja efstu átta. Þá færði hún aðra afturlöppina á hundunum þegar hún fór yfir þá til að kanna hversu vel þau væru að fylgjast með og hversu meðvituð þau væru um uppstillinguna á hundinum. Eldri börnin fengu skipti hunda sem voru miskrefjandi Jóhanna nefnir að hún hafi fengið fjóra hunda af tveimur tegundum, miniture schnauzer og jack russel terrier. Annar úr hvorri tegund hafi verið meðfærilegur en hinn meira krefjandi. Hún vildi sjá hvernig þau mynduðu tengingu við auðveldu hundana á svona stuttum tíma og auk þess hvernig þau náðu að vinna með erfiðari hundunum. Mikilvægt að muna að hafa gaman til að halda uppi orku hundanna Undir lokin þegar hundarnir voru farnir að vera þreyttir þá hefði hún viljað sjá krakkana hvetja hundana sína aðeins meira áfram og leika við þá til að ná upp orku og athygli. Það skipti svo miklu máli að bæði hundur og sýnandi séu að hafa gaman og að njóta sín inn í hringnum allan tímann. Hún gefur þeim þau ráð inn í framtíðina að leika við hundana og hrósa þeim þegar þau æfa eða keppa á sýningum. Það sé svo mikilvægt að fá hundinn með sér í lið og hætta aldrei að styrkja sambandið við hundinn. -Dimitris Antonopoulos frá Svíþjóð Dimitris var í fyrsta skipti á Íslandi og var hrifinn af hundunum og landinu Hann var hrifinn af gæðum hundanna hér í mörgum tegundum en að sjálfsögðu hreifst hann einnig af landinu sem hann telur hafa verið forréttindi að fá að heimsækja og dvaldi hann nokkrar auka nætur til að njóta landsins. Hann var mjög jákvæður og hrifinn af gæðum hunda sem hann dæmdi og einnig sá hann mikil gæði í öðrum hringjum og úrslitum. Ræktendur eiga mikið hrós skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt í ræktun Hann hefur búið síðustu 15 árin í Svíþjóð og telur hundalíf svipað þar og hér, og gerir hann sér grein fyrir og skilur það mikla átak sem þurfi til til að byggja upp fallega stofna á einangruðum stað og hvað hefur verið lagt í að flytja inn og rækta hundana hér. Virkilega margir ræktendur eiga miklar hamingjuóskir skilið. Afhgan ungliði framúrskarandi í byggingu og í hreyfingum „Það voru nokkuð margir hundar af þeim sem ég dæmdi sem stóðu upp úr!“ segir hann, en vill sérstaklega nefna einn hund sem honum fannst standa upp úr báða daganna hjá sér en það var afghan hound sem hann valdi sem besta hund tegundar. Sá hundur hafði allt sem þarf og var vel byggður og með mikið jafnvægi í hlutföllum, sem gaf honum þessar framúrskarandi hreyfingar fyrir tegundina. Hann hafi þó verið ungur en sé ótrúlega fallegur fulltrúi tegundarinnar og væri það um allan heim. Hann telur að hann eigi mikla framtíð fyrir sér á Íslandi og gæti unnið BIS sæti undir snjöllum dómurum um allan heim á stærstu viðburðum. Það hafi verið virkilega ánægjulegt að hafa dæmt hann. Framtíðin er björt í mörgum tegundum og cavalier hvolpar- og ungliðar voru margir efnilegir Aðspurður um gæði hvolpa og ungliða fannst honum margir fallegir hvolpar í nokkrum tegundum eins og t.d. margir af hvolpunum og ungliðar í cavalier hringnum sem hann dæmdi. Það gefi fyrirheit um bjarta framtíð fyrir tegundina, sem þjáist um allan heim. Vel gert hjá ræktendum. Mælir með að flytja inn eldri hunda frekar en hvolpa Aðspurður um hvort hann hafi einhver ráð til ræktenda hér þá telur hann að í landi með margar strangar reglur um innflutning hunda, sem er mjög erfitt fyrir eigendur og ræktendur að flytja inn til ræktunar, fallega og rétta hunda samkvæmt staðli. Í sumum tegundum hér þurfi að bæta gæði og það sá hann vissulega í mörgum hundategundum sem hann dæmdi í hringnum sínum, þar á meðal í langhundunum, hans ráð til ræktenda er að einbeita sér að því að flytja inn fleiri fullorðna rétta hunda frekar en hvolpa með óþekkta framtíð. Það sé ekki auðvelt og ekki ódýrt en mun öruggara og á endanum sé það ódýrara og meiri ávinningur í ræktun til framtíðar. Hundar í úrslitum að háum gæðum, uppsetning sýningar góð og sjálfboðaliðarnir frábærir Honum fannst ánægjulegt að fylgjast með flestum hundum í úrslitum báða dagana. Fallegir hundar sem ættu að geta staðið upp úr í mörgum löndum og unnið tegunda hópinn sinn eða fengið BIS sæti. Uppsetningin á hringjunum var frábær að hans mati. Fín stærð hafi verið á hringjunum, rúmgóð tjöld, mjög vingjarnlegt starfsfólk sem hafi verið tilbúið að hjálpa allan daginn með bros á vör. Hann var virkilega hrifinn af öllum sem voru tilbúnir til að hjálpa og sjálfboðaliðunum á svæðinu sem komu, fyrir eða eftir að þeir höfðu sýnt hunda sína. Hann þekki það komandi sjálfur frá litlu landi, og veit að það er svo erfitt að finna starfsfólk. Vel gert hjá öllum. Í hringnum hans hafi, þrátt fyrir tölvuvandamál sem komu upp, sérstaklega fyrsta daginn, allt gengið snurðulaust fyrir sig með velvilja frá öllum hliðum, þar á meðal frábærum sýnendum. Hann mælir með að við hringi séu pappírs blokkir sem hægt sé að grípa í til að skrá niður umsagnir og númer. Það væri mikil hjálp við þessar aðstæður og þá sé hægt að halda áfram að dæma þar til tölvan er komin aftur á líf. Síðar væri hægt að fylla út niðurstöðurnar handvirkt rafrænt. Hefur áhyggjur af því að eigendur hunda séu að treysta um of á yngri sýnendur á kostnað hundanna Hann hefur aðeins smá ráðleggingar varðandi sýningu á hundum í hring. Við á Íslandi séum fámenn þjóð og með marga nýliða í nokkrum tegundum og tók hann vel eftir því að sumir eigendur hundanna voru að láta hundana sína í hendur reyndra sýnenda. Þetta hafi leitt til þess að sami sýnandi þurfti að sýna nokkra (stundum of marga hunda) í mismunandi hringjum. Hann hafi fundið fyrir því að oft var enginn undirbúningur eða kynning á þessum „sýnanda“ fyrir hundinum. Sérstaklega tók hann eftir þessu með yngri sýnendur. Að hans mati veldur þetta meiri skaða á sýningu á hundinum. Í landi þar sem ekki eru margar sýningar, og hundurinn er ekki alltaf fær um að fá þá umhverfisþjálfun sem nauðsynleg er fyrir sýningar bæði til að venjast því sem gerist innan hrings og utan. Hundurinn hefur örugglega meira sjálfstraust við hlið eigin eiganda en með ókunnugri manneskju sem tók rétt í tauminn til að hlaupa hringinn. Það eigi að vera þannig að í lok dags líti snjall dómari yfir gæði hundsins og byggingu hans og eigi að horfa fram hjá því að sýnandi sé reynsluminni en næsti við hliðina og þetta ætti sérstaklega að gilda í litlu landi. Hlutverk okkar sé að hvetja fólk til að vera betra en ekki að gera það hrætt við að koma inn í hringina okkar. Við það verði áhugamálið stærra, sérstaklega í smærri löndum. Frábær upplifun, bæði dómara helgin og náttúra Íslands Það sem hann hafi verið virkilega ánægður með var í fyrsta lagi ræktunardóms þátturinn, honum fannst frábært að hafa fengið þau forréttindi að sjá í návígi hundalífið hér, viðleitni og samstarf svo margra. Ræktendur og félagsmenn unnu vel allir saman, alveg frá upphafi dags fram að lokahringnum. Í öðru lagi fannst honum einstakt að fá að skoða óbyggðirnar í þessu ótrúlega landi okkar. Tilfinningin að ferðast um og sjá þessa náttúru og vera einn með náttúrunni. Náttúran hér færði honum mikla hugarró sem við þurfum öll nú á dögum, og vakti hann til umhugsunar um hversu lítil við séum í þessum fallega alheimi, með náttúru sem sé svo skapandi. Meira en nokkur manneskja geti nokkru sinni verið. Að lokum segir hann að hann muni koma aftur til að kanna enn ótrúlegri staði sem hann hafði ekki tíma til að skoða núna. Þangað til þá vonar hann að við höldum öllum okkar góðu verkum áfram og þakkar kærlega fyrir sig. -Anita Duggan frá Írlandi Sérstaklega fallegir öldungar og gæði almennt góð en þó blönduð í sumum tegundum Anita var í fyrsta skiptið á Íslandi og var virkilega ánægð með gestrisni og gott andrúmsloft. Þetta hafi verið framúrskarandi sýningarhelgi sem hafi verið vel upp sett og hafi gengið vel. Starfsfólkið í hringnum hafi verið frábært og ekkert virtist vera þeim ofviða. Aðspurð um gæði þeirra hunda sem hún dæmdi sagðist hún telja að þau væru misjöfn, í sumum tegundum hefðu inn á milli ekki verið neitt sérstakir fulltrúar. Ef hún ætti að tala um heildina yfir allt þá voru gæðin nokkuð góð. Sumir hundanna sem voru sýndir voru topp-eintök og í frábæru formi. Hún nefnir að öldungarnir margir hverjir hafi verið frábærir. Ánægjulegt að sjá sýnendur leyfa hvolpum og yngri hundum að njóta sín Anitu fannst gaman að sjá að sýnendur leyfðu hvolpunum að njóta sín og sýndu þeim þolinmæði. Það eigi ekki að gera þær kröfur á hvolpa að þeir séu vélrænir. Ungu hundarnir voru líka fínir í hringnum. Hundar eru að missa frampartinn og eru margir með uppréttar axlir Aðspurð um hvort það hafi verið eitthvað sem hún kom auga á sem mætti betur fara í ræktun hér þá taldi hún vandamálið væri einna helst að hundarnir væru að missa frampartinn í mörgum tegundum og að auki að axlirnar væru oft of uppréttar. Þetta sé þó vandamál sem er víðar en hér og má sjá í mörgum löndum. Hundarnir í úrslitahringjunum hafi þó verið virkilega góðir, vel sýndir og hefðu geta keppt hvar sem er í heiminum. Ungir sýnendur þurfa að þekkja tegundirnar vel og svara spurningum af kostgæfni Anita dæmdi unga sýnendur á sunnudeginum og sagði hún þá hæfileikaríka og kurteisa einstaklinga. Þau þyrftu þó að hlusta af meiri athygli á spurningar dómarans og þá sérstaklega á þær spurningar sem tengjast þeim tegundum sem þau eru með í höndunum og á spurningar tengdum byggingu hundsins almennt. Þeir einstaklingar sem náðu sætum voru þó frábærir og gætu keppt hvar sem er. Þau stóðu sig einnig afar vel með skiptihundana sem þau fengu og vissu hvernig átti að sýna aðrar tegundir en þær sem þau voru með sem aðalhund. -Charlotta Mellin frá Svíþjóð Silki terrier og wheaten terrier voru af fínum gæðum Þetta var í fyrsta skipti sem Charlotta dæmdi á Íslandi og hún bjóst ekki við miklum gæðum í terrier þar sem við höfum ekki átt langa sögu í ræktun terrier hunda. Hún var þó hrifin af nokkrum silky terrier og wheaten terrier. Labradorinn var svipaður hér og annars staðar, gæðin blönduð. Úr tegundahópi níu dæmdi hún nokkra hunda og einnig tegundahópinn og voru mjög góðir fulltrúar þar samankomnir. Hvolparnir voru margir mjög lofandi og gefur það von um aukin gæði í framtíðinni sem er alltaf gott að sjá. Feldurinn á strýhærðum terrier var of mjúkur og það þarf að passa að hann sé rétt meðhöndlaður Charlotta fannst miður að sjá að það var alltof oft sem að hundarnir í strýhærðum terrier væru of mjúkir viðkomu. „Það þarf að passa að hugsa um feldinn á réttan hátt fyrir sýningar. Það gæti verið að þeir séu snyrtir of seint eða hreinlega rangt meðhöndlaðir. Þetta eru vinnuhundar sem eiga að geta verið úti í blautu og köldu veðri og feldurinn þarf að endurspegla það. Hluti af því að vera með sýningahund er að hugsa um feldinn allt árið á viðeigandi máta og það þarf mikla skipulagningu fram í tímann. Nokkur eintök voru hreinlega ekki í sýningaformi og aðspurðir sögðu nokkrir sýnendur að tíkur hefðu fyrir stuttu átt got. Því sem ég er vön og þar sem ég kem frá þá ferðu ekki með tík á sýningu fyrr en hún hefur náð fyrra ástandi. Hundar eiga að vera upp á sitt besta á sýningum.“ Mjög fallegir cocker spaniel hundar, snögghærðir þýskir fjárhundar og íslenskir fjárhundar Charlotta fannst virkilega fallegir fulltrúar í lokahringjum báða daganna sem hefðu geta verið hvar sem er annarsstaðar í úrslitum í hinum stóra heimi. Ef það eru einhverjar tegundir sem hún ætti að nefna sérstaklega þá væru það cocker spaniel, snögghærðir þýskir fjárhundar og að sjálfsögðu íslenski fjárhundurinn. Hún er vön hraðara tempói í hringjunum erlendis en starfsfólkið var þó faglegt. „Það er skiljanlegt að það sé ekki eins mikil reynsla hjá fólki hér og annars staðar en allt gekk samt vel upp.” Á sýningunum sá hún ungt og hæfileikaríkt fólk sem hljóp milli hringja og sýndi hunda og síðan eldri minna reynda sýnendur sem áttu hundanna. Það voru því „atvinnu” sýnendur og eigendur sem sýndu hunda þarna þessa helgina rétt eins og annarsstaðar í Evrópu. Ræktendur metnaðarfullir og duglegir og eiga hrós skilið Charlotta var mjög ánægð með að hafa verið boðið hingað til Íslands og segir að Hundaræktarfélagið og sýninganefndin hafi hugsað sérstaklega vel um þau hér í sinni ferð. Ræktendur hér fái mikið hrós fyrir að standa í þessum erfiða verkefni að flytja inn hunda og passa upp á innræktun á þessu einangraða landi með þeim kostnaði sem því fylgir. Sýnendur stóðu sig frábærlega. Við þurfum þó að bæta okkur í snyrtingu á terrier og poodle. Það er alltaf gefandi að heimsækja nýtt land og Ísland er svo sérstakt á margan hátt en næst ætlar hún að koma með manninn sinn og dvelja lengur hér á landi í fríi. -Terje Lindstrøm frá Noregi Þetta var í annað skiptið sem Terje dæmdi hér á landi. Í fyrra skiptið hann hingað árið 2019 og var það einnig mjög eftirminnileg og ánægjuleg reynsla. Hann var virkilega ánægður með starfsfólkið í hringnum og telur það virkilega mikilvægt til að hlutirnir gangi smurt í sýningahringnum og án allrar streitu. Hann færir þeim kærar þakkir. Coton de tuléar og íslenskur fjárhundur í uppáhaldi á laugardeginum ásamt besti hundur tegundar í rottweiler sem hafi verið á heimsmælikvarða Í heildina litið var hann ánægður með gæðin sem voru frábær en auðvitað breytileiki innan tegundanna en bara eins og annarsstaðar. Hans uppáhöld á laugardeginum voru coton de tuléar. Hreyfingarnar hafi verið dásamlegar, öll smáatriði sem prýða tegundina verið staðar og feldurinn góður. Einnig vill hann nefna hans eigin tegund rottweiler, en BOB rakkinn var á heimsmælikvarða. Hann var virkilega ánægður með að fá tækifæri til að gefa honum fyrsta sætið í tegundahópnum á sunnudeginum, síðan lenti hann í öðru sæti í lokahring þar sem Laurent Pichard dæmi, sem hafi verið virkilega gaman. Annars var hann einnig virkilega hrifin af íslenska fjárhundinum. „Hundurinn sem varð besti hundur tegundar vann grúppuna hjá mér. Hann var virkilega fallegur og yfirvegaður, og með góðar hreyfingar og af réttri byggingu.” Shetland sheepdog afar heillandi og tegundatýpískir og einnig sigurvegarar í St. Bernard og lhasa apso Á sunnudeginum þá dæmdi hann shetland sheepdog og varð virkilega heilluður af þeim sem unnu þar. „Bæði tíkin og rakkinn voru í einstaklega miklu jafnvægi, með rétt og falleg höfuð, dæmigerð tegundaeinkenni og réttar hreyfingar. Tíkin var með besta feld dagsins og sýndi sig fullkomlega bæði standandi og á hreyfingu. Hún var með mikla útgeislun og yndislegt kvenlegt höfuð.“ Hann dæmdi líka mjög fallegan síðhærðan st. bernard og fannst hann með fallegt, karlmannlegt og vel lagað höfuð og í virkilega góðum hlutföllum og með réttan lit. Hann var líka mjög heilluð af lhasa apso hundinum sem hann valdi besta hund tegundar. „Hann var fullur af lífi og með rétt tegundareinkenni. Í góðu jafnvægi með góðan feld og réttar hreyfingar.“ Framúrskarandi sýnendur á Íslandi Honum fannst margir afbragðs góðir hundar í úrslitunum og þeir sem unnu sýninguna báða dagana voru verðskuldaðir sigurvegarar. Hann tók auk þess eftir að á Íslandi eru framúrskarandi sýnendur. „Til þess að verða virkilega góður sýnandi þarf sýnandinn að þekkja tegundina og sýna hana á þeim forsendum sem er við hæfi tegundarinnar og ekki síst hreyfa hundana á réttum hraða.“ Hann sendir að lokum þakkir til allra fyrir frábæran viðburð og notalega stemmingu og henni fannst ótrúlega gaman að fá að hitta alla þessa hunda hér í alþjóðlegum gæðaflokki. -Jørgen Hindse frá Danmörku Fannst nokkrar tegundir vera glíma við stærðina en almennt ánægður með hundana Beauceron var tegund sem hann dæmdi og var ánægður með og fannst skapgerðin góð. Shetland sheepdog fannst honum af blönduðum gæðum en þeir sem náðu sætum hafi verið topphundar af virkilega fínum gæðum. Sumir hafi þó heldur of mjúkir í skapi. „Welsh corgi pembroke voru af háum gæðum með góða skapgerð og einnig þessi eini sem mætti í welsh corgi cardigan. white swiss shepherd voru nokkuð góðir en sumir aðeins í stærri kantinum. Skapgerðin var góð. Australian cattle dog voru aðeins tveir og voru með gott geðslag en mjög stórir. Miniature pinscher voru almennt af háum gæðum og með góða skapgerð. St. bernard voru framúrskarandi í báðum feldgerðum og með mjög góða skapgerð. Dobermann hundarnir voru af góðum gæðum og með góða skapgerð og german pinscher var aðeins einn sem mætti en var gott eintak. Boxer var mjög jafn í gæðum og með góða skapgerð. Þeir voru nokkrir í minni kantinum.“ „Einn bernese mountain dog mætti en var góður og með gott geðslag og sama má segja um þann eina portuguese warren hound, miniature sem mætti. Einn newfoundland hundur mætti líka og var sá MJÖG góður og með gott skap. Border collie voru af háum gæðum og dæmigerðir og með mjög gott skap. Það mættu þrír briard í hring og tveir voru góðir en einn var mjög árásargjarn og var dæmdur úr leik. Nokkrir finnskir lapphund mættu og voru í neðri kantinum í stærð en með gott geðslag.“ Mikil heildargæði í þýskum fjárhundi í báðum feldgerðum og besti hundur tegundar í snögghærðum algjör draumur „Það sem var virkilega gaman var að sjá gæðin í þýska fjárhundinum hér. Í snögghærðum voru 75% hundanna í toppgæðum. Margir voru stórkostlegir fulltrúar, af réttri stærð. Algjör draumur að sjá þessi ótrúlegu gæði hjá besta hundi tegundar sem var rakki í réttri stærð, besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var einnig virkilega falleg tík en aðeins í hærra lagi. Sama má segja um loðnu hundana, toppgæði þar líka. En eina sem þarf að passa í þýskum fjárhundum er stærðin og topplínan, það þarf að passa að hún verði ekki of bananalaga. Einnig þarf að passa að þeir verði ekki of vinklaðir að aftan.“ Hann hefur áður dæmt hér og tekur eftir miklum framförum. Hann ráðleggur okkur að halda áfram á þessari braut þar sem við séum að vinna gott ræktunarstarf og þakkar fyrir skemmtilega sýningarhelgi og mikla gestrisni. -Barbara Müller frá Sviss Heilbrigðir hundar og gott ræktunarstarf Barbara var í fyrsta skipti að dæma hér á landi og hún var ánægð með gæði allra tegundanna sem hún dæmdi. Ef hún ætti að taka eitthvað sérstakt út þá var það helst það hversu ánægð hún var með hversu margir þýskir fjárhundar voru skráðir og hversu gæðin voru mikli þar. Að hennar mati eru ræktendur að vinna gott starf með sínar tegundir sem virka heilbrigðar. Hundarnir í úrslitum hafi verið frábærir og var hún mjög hrifin af þýska fjárhundinum sem var öldungur og auðvitað enska cocker hundinum sem hún veitti titillinn BIS að ógleymdum íslensku fjárhundunum. „Sýningahelgin var skipulögð af mikilli fagmennsku og einnig með stóru hjarta. Sýningarsvæðið var gott og vel skipulagt. Hringstjórarnir voru algjörlega fullkomnir á öllum sviðum og sýnendur voru vinalegir og kurteisir. Allir samþykktu ákvarðanir og uppröðun á vinalegan hátt.“ Hún ráðleggur hundafólki og félaginu að halda áfram á þessari braut. Hún færir þakkir fyrir gestrisni og var virkilega ánægð með fallega og heilbrigða hunda sem komu í hennar hring báða daganna. Hamingju óskir til félagsis, ræktenda og eigenda hundana um þessa helgina. -Sóley Halla Möller frá Íslandi Hápunktur helgarinnar var gæði hundanna sem komu inn í hringinn Sóley dæmdi írskan setter og fannst ótrúlega gaman að fá svona marga inn í hringinn og var ánægð þegar BOB hundurinn náði öðru sæti í tegundahópnum. Íslenski fjárhundurinn var af allskonar gæðum en klárlega hafi BOB tíkin staðið upp úr, sem endaði svo á að vinna tegundahóp fimm og var svo valin þriðji besti hundur sýningar. Í standard poodle komu inn tvær ungliðatíkur, ein hvít og ein fawn sem eiga bjarta framtíð fyrir sér í sýningahringnum. Þær voru glæsilega sýndar og vel snyrtar. Í standard schnauzer hafi komið í hringinn mjög fallegir hundar og feldgæðin hafi verið alveg frábær og voru mjög vel snyrtir. Á sunnudeginum voru gæðin ekki síðri en þá fékk hún í hring irish soft coated wheaten terrier af miklum gæðum og varð sjö mánaða hvolpur af þeirri tegund annar besti hvolpur sýningar. Sama má segja um enskan cocker spaniel, þar séu mikil gæði í tegundinni og BOB ungliði varð besti ungliði sýningar og BOB varð fjórði besti hundur sýningar. Í papillion voru mjög fallegir hundar og endaði fjögurra mánaða hvolpur sem besta ungviði sýningar. Sóley dæmdi einnig silky terrier sem séu á mikilli uppleið og fannst henni gaman að sjá hvað sú tegund er að stækka. „Allt á sýningunni var til mikillar fyrirmyndar, starfsfólk, sýningarsvæði og frábær andi inni í hringnum og ekki síst hvað allir voru vel sýndir og klárlega mikil vinna lögð í það.“ Hún er þakklát fyrir traustið sem henni var sýnt af sýningarstjórn HRFÍ með því að bjóða henni að dæma á þessum sýningum. -Ozan Belkis frá Tyrklandi Ozan kom áður hingað til lands fyrir fimm árum síðan og hann sá ný andlit núna en skipuleggjendur séu þeir sömu góðu og síðast. Ánægður með tegundahóp sjö og sérstaklega gordon og írskan setter. Miniature schnauzer að auki jafn góðir nú og síðast þegar hann kom Af þeim sem hann dæmdi og stóð upp úr voru nokkrir fulltrúar úr tegundahópi sjö sem var hann var almennt mjög ánægður með en þó sérstaklega var hann var ánægður með gordon setter og írskan setter. Þeir hafi verið af háum gæðum og réttir að gerð. Hann var líka ánægð með gæðin í miniature schnauzer sem hann hafði dæmt einnig fyrir fimm árum síðan. Gæðin voru góð þá og einnig núna. Ungu hundarnir og hvolparnir voru vel umhverfisþjálfaðir sem sé mikilvægt. Aðspurður um hvort eitthvað þurfi að hafa áhyggjur af og hafa í huga frekar við ræktun hér taldi hann ekki svo vera. Hér væru bara góðir hundar og svo enn betri hundar. Hringurinn var stór og góður sem sé svo þægilegt að hafa til að sjá vel hreyfingar hundana. Starfsfólk hringsins var duglegt og hjálpsamt. Það var gaman að sjá úrvalið í lokahringjunum og Hundaræktarfélagið tók honum opnum örmum og sýndi mikla gestrisni eins og áður. Ræktendur hér eru ástríðufullir og með gott viðmót. -Daníel Örn Hinriksson frá Íslandi Hverjir voru hápunktarnir frá þínu sjónarhorni í tegundunum sem þú dæmdir og hvernig fannst þér heildargæði þeirra tegunda? Voru einhverjir hundar sem stóðu upp úr? „Golden retriever var fyrsta tegundin sem ég dæmdi á laugardeginum og voru gæðin almennt góð. Rakki úr meistaraflokk varð besti hundur tegundar, vel skapaður og mjög jafn í öllum hlutföllum. Tíkurnar sem kepptu um bestu tíkur tegundar voru einnig af góðum gæðum en þar þurfti ég að hafa meira fyrir hlutunum, allar búa þær yfir góðum kostum en sú tík sem varð hlutskörpust má ekki vera lengri í búkinn, hún er í það lengsta og fyrir vikið skekkjast hlutföllin, en hún er gríðarlega hreyfingafögur, lagleg og vissulega flottur fulltrúi sinnar tegundar. Í papillon voru gæðin góð og greinileg vitneskja til staðar hjá ræktendum á tegundinni þó áherslur séu mögulega ólíkar. Þegar allt kemur til alls á papillon að vera elegant í allri sinni dýrð, með sín tegunda týpísku eyru sem eiga að minna á fiðrildi og vera kvik og hreyfanleg, stoltur hundur með elegant hreyfingar. Rakkinn sem varð besti hundur tegundar hafði allt til að bera. Hann er á besta aldri, hefur tekið út allan sinn þroska og sýndur í sínu besta formi. Vert að taka fram að hann hefur góð bein, beina fætur og tærnar vísa fram og sterka hækla en það er ekki svo auðfundið í tegundinni. Hann hefur góðan og langan brjóstkassa sem er alltof oft stuttur í tegundinni. Ástralskur fjárhundur var svo síðasta tegundin í mínum dómhring á laugardeginum. Tegundin á sér stóran stað í hjarta mínu af ýmsum ástæðum. Besti hundur tegundar kom úr öldungaflokk, uppfullur af góðum kostum sem prýða verðugan fulltrúa tegundarinnar. Til að vera gagnrýninn hefði ég viljað hafa aðeins minna af honum, hann mætti vera minni fyrir minn smekk. Það er vandasamt að dæma tegundina, að því leiti að maður skyldi aldrei láta stærðina hafa áhrif á gengi hundsins í dóm. Þess vegna lendir maður jafnvel í því, og ég gerði það, að vera með í fyrsta og öðru sæti í vali um besta rakka tegundar, mögulega þann stærsta og þann minnsta. Tíkurnar voru mun jafnari þegar kom að hæð en annað verður segja um búklengt. Þá sá ég of margar sem hreinlega eru allt of stuttar í búkinn sem kemur verulega niður á hreyfingu þeirra og jafnvægi í hlutföllum þegar þær eru uppstilltar. Tíkum sem eru lengri en æskilegt þykir í búkinn vil ég frekar fyrirgefa. En heilt yfir voru tíkurnar af góðum gæðum, moderate, eins og sagt er. Mér fannst sérstaklega gaman að sjá tvær svartar þrílitar tíkur með skott, uppfullar af svakalega miklum eiginleikum og hafa víst verið lítið sýndar, algjörlega negla sýningahringinn. Önnur þeirra endaði uppi sem ein af bestu tíkum tegundar. Sunnudagurinn var dagur tegundarhóps 9, en þá dæmdi ég tíbet spaniel, coton de tuléar, french bulldog, havanese og pug. Mér fannst sérlega gaman að dæma tíbet spaniel, gæði hér í tegundinni eru á heimsmælikvarða! Besti rakki og besta tík komu úr öldungaflokki. Ég fékk gæsahúð þegar sýnendur þessara hunda sögðu mér aldur þeirra, 12 og 10 ára gamlir verðugir fulltrúar sinnar tegundar sýndir í topp standi! Aðrir fulltrúar tegundarinnar sem kepptu um bestu fulltrúa tegundar voru einnig algjörlega framúrskarandi og ræktunarhópurinn var unun á að líta. Coton de tuléar hef ég dæmt á öllum Norðurlöndunum og sums staðar oftar en einu sinni. Gæði hér á Íslandi eru mjög góð og greinileg vitneskja hjá þeim sem rækta hana. Það sem mætti hafa í huga er að höfuðið verði ekki of langt eins og í havanese en það á að vera munur á þessum hausum, hlutföllin eru allt önnur. Eins og áður voru þeir hundar sem unnu tegundina af framúrskarandi gæðum, tíkin sem varð besti hundur tegundar kom úr meistaraflokk en rakkinn úr ungliðaflokk en hann verður orðinn meistari áður en við vitum af. Hann bar af í gæðum af þeim rökkum sem kepptu til úrslita. Havanese er gríðarlega vinsæl tegund enda býr hún yfir mörgum kostum, stærð og hárafar ráða oft miklu í vali á hundi. En við verðum að passa þegar tegundir verða svo vinsælar að missa ekki tökin. Ég sá mjög ólíkar týpur í hringum en margir höfðu þó ýmislegt til brunns að bera. Hundarnir sem lentu í sætum í úrslitum voru allir þess verðugir. Mér persónulega leiðist að sjá of snyrta havanese hunda sem hafa jafnvel fengið sléttujárn í feldinn, ég vil heldur sjá þá með liðina sína en vissulega hirta og flókalausa. Skottburðurinn getur verið vandamál í tegundinni og hér var þess líka vart að skottið liggur of flatt á bakinu og má vel hafa það í huga. Langflestir pug hundarnir voru sýndir í sínu besta formi en huga þarf sérstaklega að holdafari og hirða fellingarnar í andliti, ekki bara fyrir sýningar heldur alltaf. Ég verð afskaplega hryggur þegar hundar af þessu tegundum sem hafa flatt trýni koma í hringinn með jafnvel sýkingar í andlitinu. En hundarnir sem unnu voru sýndir af sóma og fagmennsku og verðugir fulltrúar sinnar tegundar, engin spurning. Franskur bulldog var svo mín síðasta tegund. Það er sama með þá og havanese, gríðarlega vinsæl tegund sem þarf kannski ekki á því að halda. Hér þarf að halda vel á spöðunum og tryggja fagmennsku í ræktun og skilning fyrir ræktunarmarkmiði tegundarinnar sem ég er ekki viss um að allir þekki, því miður. Þetta er flókin tegund að rækta, hún er frábrugðin öðrum að mörgu leiti, höfuðlag, eyru, háls, baklína og vinklar. Hvernig svipur tegundarinnar á að vera á sér meira að segja mjög nákvæma lýsingu. Ég sá allt af öllu í hringnum ef svo má segja. Bestu hundar tegundar voru af afburðagæðum og ljóst að baki þessum hundum liggur vitneskja um hvernig góður franskur boli skal vera. Þá var ungviðið í tegundinni sérlega lofandi.“ Pug hvolpurinn stórstjarna „Ég verð að minnast á golden retriever tíkarhvolp í ungviðaflokk sem var sérlega falleg og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hún hefði hæglega getað keppt um sæti í vali um bestu tík tegundar ef reglur leyfðu það. Stórstjarnan var þó pug hvolpur sem keppti í ungviðaflokk, hún hefði hæglega getað orðið besti hundur tegundar. Höfuðið á vissulega eftir að taka út sinn þroska og ná réttum hlutföllum við búkinn en vá ég varð eiginlega orðlaus!“ Ræktun vandasöm og mikilvægt að varðveita heilbrigði og útlit „Ég held að ræktendur ættu miklu oftar að taka fram ræktunarmarkmið þeirra tegunda sem þeir eru að rækta og dýpka skilning sinn. Það er vandasamt að rækta og sjálfsagt enn vandasamara að rækta tegund sem nýtur mikilla vinsælda. Fólk má ekki freistast til að anna eftirspurn á kostnað tegundanna og heilbrigðis þeirra. Ég lít svo á að þeir sem gefa sig út fyrir að vera ræktendur hafa tekið að sér það hlutverk að varðveita tegundirnar og gera betur. Það er svo okkar sem erum dómarar að veita því athygli og verðlauna það sem vel er gert út frá ræktunarmarkmiðinu.“ Í heildina á litið erum við Íslendingar að gera vel „Hundarnir í úrslitum báða daga voru allir sérlega góðir fulltrúar sinna tegunda og vorum við dómararnir sammála að valið um fjóra bestu hunda sýninganna yrði erfitt. Allir hefðu þeir getað lent í sæti. Ég verð alltaf jafn stoltur þegar erlendir dómarar hrósa okkur Íslendingum fyrir mikil og góð gæði. Í heildina erum við að taka þessu alvarlega og vöndum okkur. Mér fannst mjög gaman að velja bestu hvolpa sýningar í eldri flokk og sjá alla þessa glæsilegu fulltrúa. Valið var ekki auðvelt og framtíðin er björt. Ég verð að nefna Chow Chow hvolpinn sem sigraði og algjörlega fangaði athygli mína frá fyrstu stundu. Uppsetning sýningar var til fyrirmyndar og allt utanumhald, greinilega gott samstarf sem HRFÍ á við Dýrheima, Royal Canin. Starfsfólk sýningar var stórkostlegt, margar hendur vinna létt verk og þarna voru hlutirnir látnir ganga upp. Það er kúnst að halda svo stóra sýningu og láta hana ganga. Sýnendur í mínum dómhring voru einnig til fyrirmyndar og allt gekk hnökralaust fyrir sig. Sýnendur hér á landi eru mjög faglegir, og um það er talað. Ef eitthvað er mætti skerpa á sýningareglum fyrir sýningar, í það minnsta hvetja fólk til þess að kynna sér þær til hlítar. Þannig mætti koma í veg fyrir tafir í dómhring um atriði sem engin vafaatriði eru um.“ Bestu hundar sýninga:
Bestu ungliðar sýninga:
Bestu öldungar sýninga:
Ungir sýnendur - yngri flokkur:
Ungir sýnendur - eldri flokkur:
Bestu ungviði sýninga:
Bestu hvolpar sýninga:
Bestu ræktunarhópar sýninga:
Sigurvegarar í tegundahópum:
Comments are closed.
|