Sóley Ragna Ragnarsdóttir er hundakona með meiru, hún hefur átt hunda síðan hún var barn, tók þátt í ungum sýnendum, hefur dvalið hjá ræktendum erlendis, byrjaði í dómaranámi 15 ára og er nú hundasýninga dómari með réttindi til þess að dæma íslenska fjárhundinn auk 14 annara tegunda úr tegundahópum 5, 2 og 9. Hún hefur verið með fræðslufyrirlestra um byggingu hunda auk skemmtilegra umfjallana um íslenska fjárhundinn t.d. í sambandi við dag íslenska fjárhundsins. Á næstu sýningu sem haldin verður helgina 4.- 5. mars í Samskipahöllinni í Kópavogi mun Sóley dæma keppni ungra sýnenda þar sem 35 börn á aldrinum 10-18 ára munu taka þátt. Sóley var gestur í þættinum „talking dogs with Ante“ þar sem hún ræddi hundalífið, hvernig þetta byrjaði allt, reynslu sína og skoðanir á hinum ýmsu þáttum þess að rækta, eiga, dæma og sýna hunda. Hér má finna viðtalið í heild sinni. Vinningshafinn í facebook leik Sáms og Dýrheima var:
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Á myndinni eru Matthías Már Marteinsson og Mía sem sóttu vinninginn fyrir Jóhönnu. Við óskum þeim til hamingju! Facebook síða Sáms Myndir: Anne L. Buvik // Greinin birtist upprunalega á vef NKK, Daníel Örn Hinriksson þýddi. Laugardaginn 4. febrúar 2023 var hátíðardagur fyrir norsku hundategundina Norsk Lundehund. Þá voru tveir hundar úr viðamiklu kynbótaverkefni skráðir í ættbók. Þetta hefur leitt af sér viðbót nýrra gena í stofn lundahundsins.
Höfundur: Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: Domusnova fasteignasala Eins og mörgum er kunnugt hefur félagið okkar verið í leit að hentugu húsnæði undir starfsemi félagsins í dágóðan tíma. Búið er að selja húsnæðið í Síðumúla 15 sem félagið átti og hefur haft aðsetur í undanfarin ár.
Eftir þarfagreiningu á því hvað framtíðar húsnæði félagsins þyrfti að uppfylla svo sem skrifstofuaðstöðu, geymslurými, sal fyrir ýmsa viðburði, fundaraðstöðu, aðgengi fyrir fatlaða og fleira hefur stjórn félagsins fundið húsnæði sem þykir uppfylla flest af þessum skilyrðum. |
Loading... |