Nú er komið að aðalfundi félagsins árið 2024.
Það verður kosið um tvo aðila í aðalstjórn til tveggja ára og einn varamann fyrir þá stjórnarmenn til tveggja ára. Að auki verður kosinn varamaður sitjandi aðalmanna til eins árs. Kosning stjórnar- og varamanna fer fram með rafrænum hætti og stendur til fimmudagsins 18. Apríl 2024, kl: 18:00. Hlekk inn á kosningar má finna á forsíðu www.hrfi.is Fundarboð á vef HRFÍ. Í framboði eru: Aðalstjórn til tveggja ára:
Nordic winner eða norðurlandamót ungra sýnenda sem fram fer árlega var haldið hér á landi í fyrsta skipti þann 25. Nóvember 2023. Þar komu saman landslið ungra sýnenda frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og kepptu um norðurlandameistaratitilinn, bæði var keppt í einstaklingskeppni og í liðakeppni. Dómari keppninnar var Valerie Nunes-Atkinson frá Bandaríkjunum. Þjálfari landsliðsins er Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir og aðstoðarþjálfari Brynja Kristín Magnúsdóttir. Freyja Guðmundsdóttir, Hrönn Valgeirsdóttir, Jóhanna Sól Ingadóttir og Eyrún Eva Guðjónsdóttir skipuðu landslið Íslands í ár og náðu stórfenglegum árangri! Þær Eyrún, Hrönn og Freyja afrekuðu að komast í efstu 5 keppenda úrslit, af þeim endaði Freyja sem sigurvegari og Hrönn lenti í öðru sæti. Einnig var keppt í liðakeppni og hafnaði Ísland þar í öðru sæti! Við óskum liðinu og þjálfunum innilega til hamingju með frábæran árangur! Myndir frá mótinu // Pictures from Nordic Winner. Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir. Á síðustu hundasýningu ár hvert heiðrar Hundaræktarfélag Íslands þjónustu- og vinnuhund ársins, og í ár verður síðasta sýning ársins haldin 25. – 26. nóvember í Samskipahöllinni í Kópavogi.
Að þessu sinni leitaði Sámur eftir tilnefningum í verkefnið og bárust sex tilnefningar. Fjórir þjónustuhundar voru tilnefndir og tveir afrekshundar. Hér kynnumst við þessum sex hundum sem allir gegna mikilvægu starfi í samfélaginu. Hér kynnumst við hundunum sem allir gegna mikilvægu starfi í samfélaginu. Nú gefst lesendum Sáms kostur á að velja sinn afrekshund og sinn þjónustuhund sem verða heiðraðir á nóvember sýningu félagsins. Valið stendur til 17. nóvember 2023.
Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // Myndefni: Andrea Björk Hannesdóttir.
Fjár- og hjarðhundadeild stóð fyrir smalaeðlisprófi þann 21. október 2023 sem haldið var á Bjarnastöðum í Grímsnesi. Eigendum hunda sem tilheyra fjár- og hjarðhundadeild stóð til boða að koma með hunda sína til að kanna hvort þeir sýni áhuga á að smala kindum. Í prófið mættu 10 hundar af tegundunum australian shepherd, border collie og welsh corgi pembroke og voru 6 hundar sem stóðust prófið.
Prófdómari var Guðrún S. Sigurðardóttir. Smalaeðlispróf er byrjað á skapgerðarmati þar sem meðal annars er kannað hvort hundurinn hlýði innkalli eða sé árásagjarn. Ef hundurinn stenst skapgerðarmatið fær hann að fara á næsta stig prófsins sem er smalaeðlisprófið. Þar er skoðað hvernig hundurinn hegðar sér nálægt kindum. Í prófinu er leitast við að sjá hundinn hafa einlægan áhuga á að smala kindunum, annað hvort til eða frá eiganda sínum eftir því hvar eðli hundsins liggur. Frekari upplýsingar um smalaeðlispróf má finna á vefsíðu Fjár- og hjarðhundadeildar: https://www.smalar.net/ Þýð: Daníel Örn Hinriksson // Frétt af vefsíðu norska hundaræktarfélagsins.// Myndir: www.pexels.com & istockphoto.com. Áfram verður heimilt að rækta hundategundina english bulldog í Noregi. Það hefur Hæstiréttur ákveðið. Í dómnum er gerð krafa um heilsufarsskoðanir fyrir dýrin sem notuð eru til undaneldis. Hæstiréttur staðfesti að auki úrskurð áfrýjunarréttar þar sem segir að það sé andstætt 25. grein laga um velferð dýra að rækta cavalier king charles spaniel.
Heilsufarspróf eru nauðsynleg til frekari ræktunar á enskum bulldog. Kröfurnar eru þær sömu og Norsk kennel klub (NKK) hefur í dag, þannig að fyrir skipulagða ábyrga ræktun á enskum bulldog hefur dómurinn engar raunhæfar afleiðingar. - Þetta er viðurkenning á því starfi sem NKK hefur unnið í langan tíma með heilsufarsskoðunum og stýrðri ræktun til að draga úr hættu á sjúkdómum og þjáningum. Dómurinn staðfestir að við getum haldið áfram að rækta hunda af tegundinni enskum bulldog innan þess ramma sem við gerum í dag. Þetta snýst um þekkingarmiðaða, ábyrga og skipulagða ræktun, þar sem markmiðið er heilbrigðari hundar, segir formaður framkvæmdastjórnar NKK, Nils-Erik Haagenrud. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir því að Hæstiréttur hafi ekki fallist á áfrýjun NKK vegna cavalier king charles spaniel. Hins vegar var ágreiningur í Hæstarétti með atkvæðum 3-2 í tengslum við bann við ræktun tegundarinnar. - Við höfum skjalfest að stór hluti norska cavalier stofnsins er heilbrigður. Ræktendur hafa skannað hátt í hundrað hunda undanfarið ár með betri niðurstöðu en í alþjóðlegum stofnum. Þessi vinna gæti nú farið til spillis, segir hann. Hann segir að NKK verði nú að kynna sér dóminn til hlítar og meðal annars taka upp viðræður við Matvælastofnun Noregs um hvernig eigi að túlka hann, einnig til að kanna hvort hægt sé að nota hundana í blöndunarverkefni sem hefur nú þegar verið skipulagt. Einnig er mikilvægt að árétta að ekki er bannað að eiga eða flytja inn cavalier. NKK telur það áhyggjuefni að dómstóllinn taki að sér hlutverk sem fagaðili í slíkum málum. - Við höfum áhyggjur af því að stutt og snörp dómsmál muni í framtíðinni víkja fyrir þeirri faglegu sérfræðiþekkingu og mati sem fram fer á hverjum degi, allt árið um kring, um ræktun dýra, ekki bara hunda. Þetta er ábyrgð sem við teljum að eigi að liggja hjá stjórnsýslunni í gegnum landbúnaðar- og matvælaráðuneytið og matvælaeftirlit Noregs. Þeir hafa dýralækna- og faglega sérfræðiþekkingu til að fara í þessar spurningar. Dómstóllinn hefur það ekki. Slíkur útúrsnúningur á heimildum getur ómögulega verið góð fyrir dýraheilbrigði. Við erum óviss um hvort við gætum í næstu umferð upplifað að dómurinn taki fleiri ákvarðanir um hvaða kynbótasamsetningar megi gera. Það grípur beint niður í fyrirhugaða reglugerð um hundarækt, bendir Haagenrud á. - Ef draga á einhvern lærdóm af meðferðum málanna fyrir dómstólum þá er það að við verðum að verða betri í að koma á framfæri út á við, fyrir hvað við stöndum og hvað við gerum í raun og veru hvað varðar alvöru hundarækt og heilbrigðisstarf. Þeir sem ráðast á okkur hafa allt of oft þurft að koma fram með einföld blaðaskilaboð sem bæði fjölmiðlar og almenningur hafa trúað. Í raun og veru er ábyrg hundarækt flókin og víðtæk. Pressan hefur að mestu aðeins fjallað um öfgarnar. Það er líka grátlegt að saklaust fólk, eins og ræktendurnir sex, hafi verið hengdir og stimplaðir með algjörum óréttmætum hætti, segir Nils-Erik Haagenrud að lokum. Upprunalegu greinina má sjá á vefsíðu Norska Hundaræktarfélagsins. Fleiri greinar varðandi málferli NKK má nálgast á vef félagsins: https://www.nkk.no/the-lawsuit/category1467.html Texti: Linda Björk Jónsdóttir Dagana 24. til 27. ágúst var heimsýningin haldin í Geneva í Sviss. Þar voru skráðir 13.406 hundar sem margir eigendur og sýnendur ferðuðust með langar leiðir til að taka þátt í viðburðinum. Auk hefðbundinnar hundasýningar var keppt í ungum sýnendur þar sem krakkar á aldinum 10-18 ára tóku þátt. Í ungum sýnendum skiptir útlit hundsins ekki máli heldur er verið að meta hæfni krakkanna til að sýna hundinn, stilla honum upp, sýna hann á hreyfingu og þekkingu þeirra á tegundinni sem þau sýna. Að auki er verið að skoða samband milli sýnanda og hunds. Á hverju ári sendir HRFÍ fulltrúa til að keppa fyrir Íslands hönd og í þetta sinn var það Maríus Þorri Ólason sem sýndi bracco italiano hundinn Fudge með frábærum árangri, en hann var valinn í úrtak 6 hæfileikaríkustu sýnenda í keppninni. Hægt er að horfa upptökur úr stóra hringnum af heimssýningunni á youtube, en hér að neðan má finna upptöku af ungum sýnendum í stóra hringnum. Við óskum Maríusi til hamingju með frábæran árangur !! Ungir sýnendur byrja á mínútu: 3:08:00 í myndskeiðinu. Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir Þann 18. júlí ár hvert er haldið upp á dag íslenska fjárhundsins og var engin undantekning þetta árið. Eigendur íslenskra fjárhunda um allan heim deildu myndum af hundunum sínum á samfélagsmiðlum undir millumerkjunum #difdagur og difdagur23. Að auki mátti sjá og hitta íslenska fjárhunda á Árbæjarsafninu og í Glaumbæ, Skagafirði. Frá Árbæjarsafni, myndirnar tók Ágúst Ágústsson: Frá Glaumbæ - myndirnar tók Evelyn Ýr:
Höfundur & myndir: Linda Björk Jónsdóttir Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 3. maí í nýju húsnæði sem félagið festi nýlega kaup á sem er staðsett að Melabraut 17 í Hafnafirði. Góð mæting var á fundinn. Farið var yfir helstu málefni félagsins meðal annars skýrslu stjórnar, reikninga, stjórnarkjör, rekstraráætlun, skýrslu siðanefndar, dómsmál og kaupin á húsnæðinu. Auk þess var umræða um tillögu að sett yrði í reglur félagsins að DNA sýnum ætti að skila úr öllum ræktunardýrum. Þannig myndi hægt og bítandi safnast í gagnabanka sem hægt væri að leita í ef upp kæmu vafamál. Tillagan var felld. Hér má finna efni sem voru til afgreiðslu á fundinum á vef HRFÍ. Þau Daníel Örn Hinriksson - formaður, Maríanna Gunnarsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins undanfarin ár. Fráfarandi stjórn ásamt nýkjörinni stjórn félagsins. Frá vinstri: Helga Kolbeinsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir, Daníel Örn Hinriksson, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, Anna María Ingvarsdóttir, Anna Guðjónsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir. Stjórnarkjör fór fram á vefnum þar sem félagsmenn þurftu að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að kjósa. Nýja stjórn skipa: Formaður: Erna Sigríður Ómarsdóttir – ný inn. Aðalstjórn: Anna Guðjónsdóttir. Anna María Gunnarsdóttir – ný inn. Erla Heiðrún Benediktsdóttir – ný inn. Guðbjörg Guðmundsdóttir. Varastjórn: Anna María Ingvarsdóttir – endurkjörin. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir. Sóley Ragna Ragnarsdóttir er hundakona með meiru, hún hefur átt hunda síðan hún var barn, tók þátt í ungum sýnendum, hefur dvalið hjá ræktendum erlendis, byrjaði í dómaranámi 15 ára og er nú hundasýninga dómari með réttindi til þess að dæma íslenska fjárhundinn auk 14 annara tegunda úr tegundahópum 5, 2 og 9. Hún hefur verið með fræðslufyrirlestra um byggingu hunda auk skemmtilegra umfjallana um íslenska fjárhundinn t.d. í sambandi við dag íslenska fjárhundsins. Á næstu sýningu sem haldin verður helgina 4.- 5. mars í Samskipahöllinni í Kópavogi mun Sóley dæma keppni ungra sýnenda þar sem 35 börn á aldrinum 10-18 ára munu taka þátt. Sóley var gestur í þættinum „talking dogs with Ante“ þar sem hún ræddi hundalífið, hvernig þetta byrjaði allt, reynslu sína og skoðanir á hinum ýmsu þáttum þess að rækta, eiga, dæma og sýna hunda. Hér má finna viðtalið í heild sinni. Vinningshafinn í facebook leik Sáms og Dýrheima var:
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Á myndinni eru Matthías Már Marteinsson og Mía sem sóttu vinninginn fyrir Jóhönnu. Við óskum þeim til hamingju! Facebook síða Sáms Myndir: Anne L. Buvik // Greinin birtist upprunalega á vef NKK, Daníel Örn Hinriksson þýddi. Laugardaginn 4. febrúar 2023 var hátíðardagur fyrir norsku hundategundina Norsk Lundehund. Þá voru tveir hundar úr viðamiklu kynbótaverkefni skráðir í ættbók. Þetta hefur leitt af sér viðbót nýrra gena í stofn lundahundsins.
Höfundur: Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: Domusnova fasteignasala Eins og mörgum er kunnugt hefur félagið okkar verið í leit að hentugu húsnæði undir starfsemi félagsins í dágóðan tíma. Búið er að selja húsnæðið í Síðumúla 15 sem félagið átti og hefur haft aðsetur í undanfarin ár.
Eftir þarfagreiningu á því hvað framtíðar húsnæði félagsins þyrfti að uppfylla svo sem skrifstofuaðstöðu, geymslurými, sal fyrir ýmsa viðburði, fundaraðstöðu, aðgengi fyrir fatlaða og fleira hefur stjórn félagsins fundið húsnæði sem þykir uppfylla flest af þessum skilyrðum. |
Loading... |