Nordic winner eða norðurlandamót ungra sýnenda sem fram fer árlega var haldið hér á landi í fyrsta skipti þann 25. Nóvember 2023. Þar komu saman landslið ungra sýnenda frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og kepptu um norðurlandameistaratitilinn, bæði var keppt í einstaklingskeppni og í liðakeppni. Dómari keppninnar var Valerie Nunes-Atkinson frá Bandaríkjunum. Þjálfari landsliðsins er Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir og aðstoðarþjálfari Brynja Kristín Magnúsdóttir. Freyja Guðmundsdóttir, Hrönn Valgeirsdóttir, Jóhanna Sól Ingadóttir og Eyrún Eva Guðjónsdóttir skipuðu landslið Íslands í ár og náðu stórfenglegum árangri! Þær Eyrún, Hrönn og Freyja afrekuðu að komast í efstu 5 keppenda úrslit, af þeim endaði Freyja sem sigurvegari og Hrönn lenti í öðru sæti. Einnig var keppt í liðakeppni og hafnaði Ísland þar í öðru sæti! Við óskum liðinu og þjálfunum innilega til hamingju með frábæran árangur! Myndir frá mótinu // Pictures from Nordic Winner. Úrslit í einstaklingskeppni Nordic Winner Úrslit í liðakeppni Nordic Winner
Comments are closed.
|
Loading... |