Sámur - Hundaræktarfélag Íslands
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð

Aðalfundur HRFÍ 2023

4/5/2023

 
Picture
Höfundur & myndir: Linda Björk Jónsdóttir
Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 3. maí í nýju húsnæði sem félagið festi nýlega kaup á sem er staðsett að Melabraut 17 í Hafnafirði.
Góð mæting var á fundinn. Farið var yfir helstu málefni félagsins meðal annars skýrslu stjórnar, reikninga, stjórnarkjör, rekstraráætlun, skýrslu siðanefndar, dómsmál og kaupin á húsnæðinu. Auk þess var umræða um tillögu að sett yrði í reglur félagsins að DNA sýnum ætti að skila úr öllum ræktunardýrum. Þannig myndi hægt og bítandi safnast í gagnabanka sem hægt væri að leita í ef upp kæmu vafamál. Tillagan var felld.

Hér má finna efni sem voru til afgreiðslu á fundinum á vef HRFÍ.

Þau Daníel Örn Hinriksson - formaður, Maríanna Gunnarsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins undanfarin ár.
Picture
Fráfarandi stjórn ásamt nýkjörinni stjórn félagsins. Frá vinstri: Helga Kolbeinsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir, Daníel Örn Hinriksson, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, Anna María Ingvarsdóttir, Anna Guðjónsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir.

​Stjórnarkjör fór fram á vefnum þar sem félagsmenn þurftu að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til að kjósa. Nýja stjórn skipa:
Formaður:
Erna Sigríður Ómarsdóttir – ný inn.

Aðalstjórn:
Anna Guðjónsdóttir.
Anna María Gunnarsdóttir – ný inn.
Erla Heiðrún Benediktsdóttir – ný inn.
Guðbjörg Guðmundsdóttir.

Varastjórn:
Anna María Ingvarsdóttir – endurkjörin.
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir.
Picture
Nýkjörin stjórn félagsins. Frá vinsti: Anna Guðjónsdóttir, Anna María Ingvarsdóttir, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir og Erla Heiðrún Benediktsdóttir.

Comments are closed.



    Loading...
Picture

Picture

Picture
Ritstjórn og umsjón vefsíðu:
Linda Björk Jónsdóttir, hundasamur@hrfi.is
Sámur á facebook


Ritnefnd: 
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir
Andrea Björk Hannesdóttir
Daníel Örn Hinriksson

Kristjana Knudsen
Kristel Björk Þórisdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir

​Ábyrgðarmenn:
Erna Sigríður Ómarsdóttir
Útgefandi:
​Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Sími: 588-5255
Vefsíða: www.hrfi.is
Netfang: hrfi@hrfi.is
Tengdar vefsíður:
www.hrfi.is
www..voff.is
Hundaskóli HRFÍ
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð