Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // Myndefni: Andrea Björk Hannesdóttir.
Fjár- og hjarðhundadeild stóð fyrir smalaeðlisprófi þann 21. október 2023 sem haldið var á Bjarnastöðum í Grímsnesi. Eigendum hunda sem tilheyra fjár- og hjarðhundadeild stóð til boða að koma með hunda sína til að kanna hvort þeir sýni áhuga á að smala kindum. Í prófið mættu 10 hundar af tegundunum australian shepherd, border collie og welsh corgi pembroke og voru 6 hundar sem stóðust prófið.
Prófdómari var Guðrún S. Sigurðardóttir. Smalaeðlispróf er byrjað á skapgerðarmati þar sem meðal annars er kannað hvort hundurinn hlýði innkalli eða sé árásagjarn. Ef hundurinn stenst skapgerðarmatið fær hann að fara á næsta stig prófsins sem er smalaeðlisprófið. Þar er skoðað hvernig hundurinn hegðar sér nálægt kindum. Í prófinu er leitast við að sjá hundinn hafa einlægan áhuga á að smala kindunum, annað hvort til eða frá eiganda sínum eftir því hvar eðli hundsins liggur. Frekari upplýsingar um smalaeðlispróf má finna á vefsíðu Fjár- og hjarðhundadeildar: https://www.smalar.net/
Myndband frá smalaeðlisprófinu:
Myndir frá smalaeðlisprófinu:
Comments are closed.
|
Loading... |