eftir Maríu Weiss Tellington TTouch® þjálfara fyrir hunda, hesta og önnur dýr. Umsjón: Kristjana Knudsen // Myndir: Robyn Hood & Kristjana Knudsen Tellington TTouch® er þjálfunaraðferð sem þróuð hefur verið í meira en 40 ár af Lindu Tellington Jones, hestaþjálfara frá Kanada og systur hennar Robyn Hood en saman reka þær búgarð í Kanada með íslenskum hestum. Linda hefur skrifað yfir 20 bækur um aðferðina og hafa þær verið þýddar á 15 tungumál og starfandi eru TTouch þjálfarar í yfir 40 löndum. Þessi aðferð er notuð af hundaþjálfurum, hundasnyrtum, í dýraathvörfum, í dýragörðum, af dýralæknum og af hundaeigendum. Aðferðin er einföld og allir geta lært hana. Hvað er Tellington TTouch®? Nafnið TTouch, sem stendur fyrir Traust Touch, er aðeins villandi. Ekki er um nudd aðferð að ræða heldur er byggt á mjúkum snertingum sem hreyfa húðina en ekki vöðvana, og einnig eru óhefbundnar taumæfingar og notkun á vafningum og öðrum hjálpartækjum mikilvægur þáttur í TTouch. Linda lærði Feldenkrais aðferðina og má rekja rætur Tellington TTouch® til þeirrar aðferðar. Vitund í gegnum hreyfingu Fyrst náði Linda árangri í notkun á aðferðinni í vinnu með hestum, síðar með hundum og smádýrum og í dag hefur hún að auki unnið með fólk. Það getur verið gott og þægilegt að vera vanafastur og halda í hefðirnar, þá þurfum við ekki að hugsa mikið. En til að gera breytingar, þurfum við að breyta einhverju. Með óhefðbundnum snertingum og óvanalegum hreyfingum sendum við nýjar upplýsingar til taugakerfisins og opnum fyrir nýja möguleika til að læra og opnum fyrir öðruvísi hegðun. Með því að bæta líkamsvitund og jafnvægi byggist upp meira öryggi og sjálfstraust og þar með meiri sjálfsstjórn. Hundurinn sýnir ekki bara viðbrögð við utanaðkomandi áhrifum, heldur hefur meiri sjálfsstjórn. Sem dæmi má nefna tíkina Dimmu sem var alltaf í ójafnvægi þegar hún sá hesta en í dag getur hún horft yfirveguð á hrossin án þess að gelta eða vilja hlaupa á eftir þeim. Hver er hugmyndafræðin á bak við Tellington TTouch®? „Change your mind - Change your dog“ eða breyttu þinni hugsun- breyttu hundinum. Stundum getum við verið fljót að setja stimpil á hundinn og afgreiða með setningum eins og; „hann er frekur, hann er þrjóskur, hann er ...“. En ef við horfum á hegðun sem tungumál hundsins, sem hans tjáningarform en ekki hans eiginleika, þá opnast möguleiki á að hafa áhrif til breytinga. Hegðun er tengd tilfinningum og líkamleg líðan getur haft áhrif á tilfinningar okkar. Ef við tökum okkur sjálf sem dæmi, þá högum við okkur allt öðruvísi þegar við erum með höfuðverk, en þegar allt er í sóma. Þetta er eins hjá dýrum. En þetta þurfa ekki að vera verkir. Spenna í líkama hefur líka áhrif. Þetta getur verið stress eða hræðsla. Þetta getur verið röng þjálfunaraðferð eða óhentugur búnaður. Þetta geta verið æsandi leikir. Þetta getur líka verið upplifun í gotkassanum. Við getum ekki vitað allt, en þegar fleiri áhrifavaldar (triggerar) koma saman, getur komið í ljós hegðun, sem við viljum kannski ekki sjá. Edie Jane Eaton, TTouch þjálfari, útskýrir þetta á myndrænan hátt: Ef við ímyndum okkur pott fullan af vatni og kveikjum eitt kerti undir honum, gerist ekkert, eða við jafnvel kveikjum á þremur kertum og ekkert gerist. En þegar tíu kerti eru logandi undir pottinum, byrjar vatnið að sjóða. Sem sagt þessi kerti standa fyrir eitthvað sem hundinum finnst óþægilegt, gera hann hræddan og eru að hlaða upp meiri spennu. Ef áhrifin verða of mikil sjáum við það í breyttri hegðun. Líkamlegt, andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er tengt saman. Þetta er svona hjá okkur og þetta er einnig svona hjá hundum. Tellington TTouch® getur hjálpað að blása á einhver af þessum kertum til að losa spennu. Hundinum líður betur, er í betra jafnvægi og sýnir æskilegri hegðun. Hundar læra best ef það er engin hræðsla, verkir eða hræðsla við verki og hundurinn skilur best, þegar við kennum honum í smáskrefum án þess að gera of miklar kröfur í einu. Samskiptin við hundinn eru alltaf byggð upp með virðingu fyrir honum og hans þörfum. Við viljum að hundurinn geti verið besta útgáfa af sjálfum sér. Hans heimur er ólíkur okkar heimi, þess vegna þurfum við að læra hvað hann er að tjá okkur með sinni líkamsbeitingu. Því betur sem við getum lesið hann því fyrr getum við brugðist við. Og hundurinn getur hvíslað og þarf ekki að öskra á okkur. Sem sagt við fylgjumst með hvernig skottið er, hvernig eyrun eru, hvað augun gera, hvernig munnurinn er, hvernig hann stendur, hvernig hann liggur, hvernig hann hreyfir sig, hvernig feldurinn er, o.s.frv. Þetta er gert án þess að dæma þau einkenni sem við tökum eftir. Hvernig virkar Tellington TTouch®? Í rannsóknum var niðurstaðan sú að TTouch er að hjálpa til við að mynda oxytosin, sem er mikilvægt hormón við fæðingu barns og til að mynda náið samband. Linda skrifar að markmið með TTouches sé að vekja frumurnar þar sem þær eru allar með sitt hlutverk í líkama og við kveikjum á þeim eins og við kveikjum á jólaljósunum, eitt á eftir öðru. Við opnum auk þess fyrir nýjar leiðir í taugakerfinu og opnum fyrir nýja möguleika á að læra. TTouches Í þessum mjúkum snertingum notum við hendurnar okkar á mismunandi hátt, við erum með yfir 20 „touches“ sem heita flest dýranöfnum, eftir dýrum sem Linda vann með, t.d. liggjandi hlébarði, þvottabjörn, tígrisdýr og lamadýr. TTouches er hringlaga hreyfing á húðinni, eða lyfta húðinni og slaka henni rólega til baka eða strjúka meðvitað yfir feldinn. Við erum líka með óhefbundnar hreyfingar á fótum eða á skottinu. Mikilvægt er að fylgjast með hvernig viðbrögðin eru hjá þínum hundi. Við gerum TTouch með hundinum, aldrei á honum. Til að byrja með getur verið nóg að gera eitt TTouch og stoppa. Seinna tökum við oft pásu til að leyfa hundinum að meðtaka þessar nýju upplýsingar og til að sjá hans viðbrögð. Hringlaga TTouch getur verið gert með lófanum, með fremsta hluta fingrana eða með handabaki. Það fer eftir því hvar ég er að snerta hundinn og hvað ég vil gera. Við getum ímyndað okkur klukkuskífu og hreyft húðina í einn og einn fjórða hring. Við byrjum 6, upp á 9, 12 og svo 3, 6 og endum við 9 til að loka hringnum. Góður staður til að byrja með TTouch er við herðablöðin. Oftast er þrýstingur ekki meiri en rétt til að hreyfa húðina. Við gerum einn hring og færum svo hendina. Alltaf bara einn hring á hverjum stað. Til að róa hundinn gerum við þetta frekar hægt og tökum pásu, jafnvel eftir einn hring. Við þurfum sjálf að finna þægilega stöðu og muna að anda áfram eðlilega. Meðan Linda gerir hringinn hugsar hún: Mundu að þú ert fullkominn. Vinna á velli Æfingar í taumgöngu eru gerðar rólega og meðvitað á mismunandi undirlagi, yfir eða á milli stanga, sikk sakk um keilur eða í gegnum völundarhús. Hundar eru í beisli þar sem taumurinn er oftast tengdur á tveimum stöðum, á baki og fyrir framan og taumurinn er með handfang sem getur rennt eftir taumnum. Eða við vinnum með mjúkt reipi sem er ekki fast á einum stað, heldur getur rennt í gegnum beislishring. Það eru nokkrir kostir við að tengja tauminn á tveimum stöðum: við getum skipt um stað þar sem við tökum á móti þrýstingi þegar hundurinn er að toga en notum „meet and melt“ sem kemur frá Þessi hugmyndafræði er að kenna okkur að svara þrýstingi ekki með þrýstingi á móti sem er okkur eðlilegt, heldur með því að bráðna aðeins á móti. Þannig gefum við hundinum tækifæri að vera í jafnvægi og opnum glugga fyrir okkur til að hafa áhrif á hann. Best er að vera við hliðina á hundinum og best er að ganga með slakan taum og auðveldara fyrir hundinn að fylgja okkur og auðveldara er líka fyrir okkur að stjórna hundinum. Tengingin fyrir framan hjálpar að vísa áttina sem við viljum fara og tengingin á baki getur auðveldlega hægt á hundinum með því að lyfta taumnum mjúklega upp. Hann missir þannig ekki jafnvægið og ekkert tog myndast. Þegar hundurinn er þannig í góðu líkamlegu jafnvægi, líður honum betur og hann getur sýnt betri hegðun. Önnur tækni sem kemur líka frá Connected Riding er að strjúka tauminn. Til dæmis ef hundurinn er búinn að sjá eitthvað spennandi og kemur ekki með þér, getur þú í stað þess að toga í tauminn, strokið hann. Ein hönd strýkur upp tauminn og svo hin höndin til skiptis. Þú horfir hvert þú vilt fara, jafnvel hreyfa fæturnar og tala við hann. Ef þú ert ekki með beisli með tveimum tengingum eða með hálsól er jafnvægistaumur mjög einfalt og hjálplegt tæki til að grípa í þegar þarf. Langur taumurinn er líka lagður fyrir framan brjóstkassann til að hjálpa hundinum að finna jafnvægi. Aðferð sem er kölluð „bréfdúfa“ kemur líka úr hestaheiminum. Til að gefa hundinum nýja upplifun og til að bæta jafnvægi eru tveir að labba með hund á milli sín. Hundurinn er í meiri fjarlægð frá fólkinu, sem getur hjálpað þegar hundurinn er óöruggur í kringum ókunnugt fólk eða þegar hann er árásargjarn. Tellington TTouch hjálpar hundum og eigendum þeirra að finna jafnvægi og traust og stöðva allt sem heitir tog á móti. Vafningar Mismunandi vafningar virka róandi fyrir taugakerfið, hjálpa við að bæta líkamsvitund og þar með sjálfsstjórn og byggja upp traust. Merkilegt er að áhrifin halda áfram þegar vafningurinn er tekinn af. Þegar við erum að vefja þessi teygjubindi um hundinn, erum við ekki að strekkja á þeim, heldur rétt að leyfa þeim að halda utan um hundinn. Mikilvægt er að fylgjast með hundinum, ef hann getur ekki hreyft sig lengur og virkar frosinn, þá á strax að taka vafninginn af. Prufa þá frekar aftur næsta dag. Tímalengdin sem taugakerfið er að vinna úr þessum nýju upplýsingum er um 20 mín. Alltaf þarf að vera með hundinum þegar hann er með vafning á sér, aldrei að skilja hann eftir einan. „Thundershirt“ er líka notuð til að veita hundinum öryggistilfinningu. Þetta er eins konar kápa sem heldur utan um líkama hundsins. Nokkur dæmi þar sem Tellington TTouch® getur hjálpað: ið viðkvæmni fyrir hávaða, vanlíðan í bílnum, þegar hundurinn er feiminn eða óöruggur eða mjög ör/spenntur, geltir mikið, vill ekki láta koma við sig, á erfitt með að labba í taum. Ef um heilsuvandamál er að ræða þarf alltaf fyrst að tala við dýralækni, en svo getur TTouch hjálpað t.d. við að láta sár gróa hraðar eða hjálpa til við meðferð. Tellington TTouch® hefur líka hjálpað hundum á sýningum að sýna sig betur, vera meira sjálfsöruggir. Það getur verið góð viðbót að bæta TTouch inn á það sem maður hefur gert með hundinum sínum, hvort sem það er hundafimi, klikkerþjálfun, nosework, hlýðni, svo dæmi séu tekin. Ef enginn sýnilegur árangur verður, þá er öruggt að Tellington TTouch® styrkir samband milli hunds og manns. Eina sem þú þarft að gera eins og Robyn Hood segir:“Do the work“ Reynslusögur af Tellington TTouch®:
Frekari upplýsingar um Tellington TTouch®: Fb. Tellington TTouch á Íslandi María Weiss, Tellington þjálfari: [email protected] www.ttouch.com www.ttouch.ca Bækur: Getting in TTouch with your dog, Linda Tellington Jones Harnessing your dog´s perfection, Robyn Hood and Mandy Pretty All wrapped up, Robyn Hood and Mandy Pretty Comments are closed.
|
Greinaflokkar:
All
|