Sámur - Hundaræktarfélag Íslands
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð

Öldungar

1/6/2021

 
Picture
​Umsjón: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Silja Unnarsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun
Sámur spurði tvo félagsmenn sem starfa sem dýralæknar um nokkur góð ráð til handa öldungum. Hvað er að þeirra mati mikilvægt að hugsa um varðandi heilbrigði hjá öldungum? Hver er mögulega lykilinn að langlífi ? 
Andrea Björk Hannesdóttir, dýralæknir á Dýralæknamiðstöðinni Grafarholti: 
  • Umhirða:
    Mikilvægt er að passa að klærnar á eldri hundum séu ekki of langar. Það getur orsakað aukið álag á tær og hundar beita sér vitlaust. Það er ekki gott ofanálag á stirðar og gigtveikar tær.
    Flestir eldri hundar fá vöðvabólgur og/eða gigt með aldrinum og þá er um að gera að ræða við dýralækninn sinn um mögulega sjúkraþjálfun eða lyfjagjöf. Sjúkraþjálfun gæti t.d. falið í sér laser meðhöndlun, nudd, kírópraktík eða sund. 
    Ég mæli með reglulegum dýralæknaheimsóknum fyrir eldri hunda og árlegar blóðprufur eftir 10 ára aldurinn.

  • Fóður:
    Þegar hundar verða eldri þá breytist næringarþörf þeirra. Þeir þurfa aukið magn af próteini til þess að viðhalda vöðvamassanum. Senior fóður eru sérstaklega hönnun fyrir alla næringarþörf í eldri dýrum og svo er jafnvel hægt að bæta við liðamínum eins og glúkósamínum og hyaline sýrum.
    Sumir eldri hundar verða grannir með aldrinum á meðan aðrir fitna vegna þess að þeir geta hreyft sig minna en áður fyrr en fá sama magn af fóðri og áður. Það er mikilvægt að aðlaga magn af fóðri eftir því. Það verður að passa að hundar séu ekki of þungir í ellinni því þá er aukið álag á liði og það styttir líf þeirra.

  • Hreyfing:
    Þegar eldri hundar byrja að stirðna, fá gigt og vöðvabólgur í líkama er mjög mikilvægt að stilla hreyfingu eftir því. Ég mæli oftast með styttri en fleiri göngutúrum á dag. Taka það í rólegheitum og leyfa hundi að stýra hraðanum sjálfur. Ef að hundur vill labba hægt og jafnvel snúa við, hlusta á hundinn.
    Passa að hundur gæti orðið átt erfitt með að fara upp og niður stiga, í og úr bílnum, upp og niður úr rúminu, getur ekki lengur fylgt á hjóli eða fylgt eftir í fjallgöngum. Minnka allt svona álag ef maður tekur eftir því að hundur á orðið erfitt með eitthvað af þessu.

Silja Unnarsdóttir, sérdýralæknir hjá matvælastofnun:
  • Fyrir mér er lykillinn að langlífi hunda að mestu leyti nokkuð auðveldur að því gefnu að hundurinn sé laus við sjúkdóma eða annað sem getur stytt æviskeiðið. Hreyfing, mataræði, umhirða. Þetta á við um okkur líka, ef við pössum upp á að holdafar hundanna haldist eðlilegt alla ævi og leyfum þeim ekki að lenda í ofþyngd, pössum upp á að leyfa þeim að hreyfa sig á hverjum degi og að næringin og umhirðan sem þeir fá sé eins og best verður á kosið. Þá er ansi vel lagt inn í langlífis bankann. 


Comments are closed.

    Greinaflokkar:

    All
    Hundaheilsa
    Hundalíf
    Hundarækt
    Hundaþjálfun
    Tegundakynningar
    Unga Fólkið


Picture

Picture

Picture
Ritstjórn og umsjón vefsíðu:
Linda Björk Jónsdóttir, hundasamur@hrfi.is
Sámur á facebook


Ritnefnd: 
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir
Andrea Björk Hannesdóttir
Anja Björg
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Hafdís Jóna Þórarinsdóttir
Kristjana Knudsen
Kristel Björk Þórisdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir

​Ábyrgðarmenn:
Daníel Örn Hinriksson
Guðný Isaksen
Útgefandi:
​Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Sími: 588-5255
Vefsíða: www.hrfi.is
Netfang: hrfi@hrfi.is
Tengdar vefsíður:
www.hrfi.is
www..voff.is
Hundaskóli HRFÍ
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð