Sámur - Hundaræktarfélag Íslands
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð

Að losa aðskotahlut úr hálsi hunds

17/11/2022

 
Picture
Mynd: https://transgroom.com/en/blogs/tips-for-a-healthy-dog-mouth-
Höfundur: Kristjana Knudsen
PictureMynd: https://www.schmittsanimalhospital.com/blog/beware-of-bones
Við getum ekki alltaf komið í veg fyrir að hundurinn okkar komist í óæskilega hluti, við reynum okkar besta en stundum er það ekki nóg og hætturnar eru víða jafnt innan dyra sem og úti í náttúrunni. 
Hlutir sem geta staðið í hundi eru t.d leikföng, bein, greinar, stórir matarbitar og annað sem þeir eiga erfitt með að tyggja eða melta en getur ratað í munninn.












​

Helstu einkennin sem hundurinn getur sýnt er mikill hósti, gaggandi hljóð, mikið slef og kyngingar-einkenni, uppköst, eirðarleysi, ráðvillt augnaráð, öndunar-erfiðleikar og hann krafsar með framfótunum í átt að munninum. Eðli og alvarleiki þessara einkenna er mismunandi og fer eftir þeim hlut sem fastur er í vélinda hundsins. Þó að hundar geti sýnt ofantöld einkenni vegna annarra vandamála er alltaf gott að byrja á að útiloka það að eitthvað sé fast í öndunarveginum.
Einnig er mikilvægt að huga að tegundinni þegar þú skoðar hvort eitthvað sé fast í hálsi hundsins. Sumar tegundir eru gráðugri en aðrar eða líffræðilega líklegri til að eiga erfitt með öndun. Meðal gráðugra tegunda eru t.d. Labrador, Golden, Rottweiler og Beagle, en slíkar tegundir eru líklegar til að gleypa eitthvað óæskilegt komist þeir í slíkt. 
Stuttnefja tegundum er auk þess hættara við önundarþrengslum en öðrum.

Þetta er það sem þú átt að gera:
​
  1. Hreinsa munn hundsins.
    Ef hundurinn er með meðvitund þá skalt þú opna munnholið. Haltu annarri hendinni fyrir ofan nefið og notaðu þumalfingur og vísifingur til að þrýsta að vörunum svo að munnurinn opnist. Notaðu hina höndina til að draga neðri skoltinn niður. Notaðu þumal- og vísifingur til að sækja það sem er fast og draga það út ef mögulegt er. Stundum er það ekki mögulegt og þarf þá strax að kalla eftir dýralæknis-aðstoð. Ekki er ráðlagt að fjarlægja oddhvassa hluti sem gætu skaðað munnholið enn frekar. Sömuleiðis ef mikil mótspyrna er, þá er ráðlagt að þvinga ekki hlutinn upp til að valda ekki frekari skaða.

  2. Leggðu hundinn á hliðina.
    Ef þú finnur ekki það sem situr fast í hálsi eða munni hundsins, leggðu hann þá á hliðina. Höfuð hans ætti að liggja neðar en afturhluti. Gott er að setja púða undir mjaðmirnar á hundinum til að lyfta þeim upp. 

  3. Finndu rétta staðinn.
    Finndu neðstu rifbeinin í hundinum og hvar rifbeinin mætast í miðjunni og farðu nokkrum fingrum neðar í átt að maganum. Þá ættir þú að vera á réttum stað.

  4. Þrýstu inn og upp.
    Ef hundurinn er smár skaltu leggja aðra höndina á staðinn sem þú varst að finna og með hinni hendinni styður þú við bakið. Þrýstu inn á bak við rifbeinin og upp. Ef hundurinn er stór skaltu nota báðar hendur til að þrýsta inn og upp. Haltu áfram að þrýsta þar til hundurinn ælir hlutnum upp sem stendur í honum. Því meira sem þeir hósta og losa munnvatnið, því betra því þá auðveldar það hlutnum að renna úr hálsinum.

  5. Hjálpaðu hundinum að anda.
    Ef hundurinn er meðvitundarlaus skaltu leggja hann á hliðina með höfuð lægra en afturhlutinn. Lyftu höfðinu varlega upp og fram en ekki of langt, Opnaðu munninn og dragðu tunguna til hliðar. Framkvæmdu skref 3. og 4. og leitaðu að aðskotahlutnum. Lokaðu munninum og lyftu höfðinu upp. Blástu tvisvar í gegnum nefið þar til þú sérð brjóstkassann lyftast. Endutaktu skref 3, 4 og 5 þar til hundurinn andar eðlilega.

  6.  Drífðu þig með hundinn til dýralæknis.
    Jafnvel þó að þér hafi tekist að lokum að fjarlægja aðskotahlutinn með annarri af þessum aðferðum, ættir þú að heyra í dýralækni og jafnvel láta skoða hundinn. Ef hundurinn aftur á móti nær að kyngja aðskotahluti getur það auk þess valdið hundinum þínum alvarlegum meltingarvandamálum, þess vegna er skoðun mikilvæg í þeim tilfellum sem snúa að aðskotahlutum.

Þessi aðferð sem lýst er að ofan kallast Heimlich aðferðin og er notuð á mönnum líka.  Aðferðin er gagnleg þegar hundurinn er með eitthvað fast í hálsinum en hins vegar getur hún líka verið hættuleg, ef einkennin eiga sér aðrar skýringar. Gættu því þess að beita ekki of miklum þrýstingi á hundum og valda ekki skaða. Þeir sem eiga hunda sem eiga meiri hættu á að glíma við öndunarerfiðleika ættu að kynna sér þetta vel til að geta verið viðbúnir að hjálpa dýrinu sínu. 

Ef það þarf að fara með hund í aðgerð hjá dýralækni vegna aðskotahluts sem stendur í hálsi eða hefur verið gleyptur eru mismunandi aðferðir sem dýralæknar nota og þá skiptir tíminn máli, því lengri tími sem líður, því erfiðari er meðhöndlunin. Annað hvort eru notuð lyf sem framkalla uppköst eða töng notuð til að fjarlægja aðskotahlutinn úr vélinda hundsins. Jafnvel dugar slíkt ekki og þarf að grípa til stærri aðgerða með opnun. 

Best er að vera með þessa hluti í huga ef við lendum í þessum atvikum og huga vel að forvörnum. Gæta þess að smáhlutir séu ekki aðgengilegir, við erum vön því með hvolpa og yngri hunda en það þarf að passa þetta á öllum aldursskeiðum. Það þarf að passa þessa hluti sérstaklega þegar hundarnir eru eftirlitslausir heima. Þeir geta verið stilltir og hættir öllu nagi og fikti með okkur nálægt en það getur breyst fljótt hjá sumum án eftirlits. Við verðum líka að passa okkur á beinum, gefa þeim ekki elduð bein, eða of smá bein sem þeir geta gleypt og forðast að gefa þeim of stóra bita sem þeir geta gleypt. 

Sumir hundar eiga það til í að fara í allskonar hluti í gönguferðum og alltaf er sá möguleiki að nota múl á hættulegum svæðum ef við höfum vanið hundinn á slíkt. En annars er það bara stuttur taumur og eftirlit. Passa að hleypa þeim ekki lausum nema á svæðum sem eru örugg. 

Þessi grein er byggð á greininni:
https://www.animalwised.com/what-to-do-if-my-dog-has-something-stuck-in-his-throat-720.html 


​


Comments are closed.

    Greinaflokkar:

    All
    Hundaheilsa
    Hundalíf
    Hundarækt
    Hundaþjálfun
    Tegundakynningar
    Unga Fólkið


Picture

Picture

Picture
Ritstjórn og umsjón vefsíðu:
Linda Björk Jónsdóttir, hundasamur@hrfi.is
Sámur á facebook


Ritnefnd: 
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir
Andrea Björk Hannesdóttir
Anja Björg
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Hafdís Jóna Þórarinsdóttir
Kristjana Knudsen
Kristel Björk Þórisdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir

​Ábyrgðarmenn:
Daníel Örn Hinriksson
Guðný Isaksen
Útgefandi:
​Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Sími: 588-5255
Vefsíða: www.hrfi.is
Netfang: hrfi@hrfi.is
Tengdar vefsíður:
www.hrfi.is
www..voff.is
Hundaskóli HRFÍ
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð