Höfundur: Kristjana Knudsen Við getum ekki alltaf komið í veg fyrir að hundurinn okkar komist í óæskilega hluti, við reynum okkar besta en stundum er það ekki nóg og hætturnar eru víða jafnt innan dyra sem og úti í náttúrunni. Hlutir sem geta staðið í hundi eru t.d leikföng, bein, greinar, stórir matarbitar og annað sem þeir eiga erfitt með að tyggja eða melta en getur ratað í munninn. Helstu einkennin sem hundurinn getur sýnt er mikill hósti, gaggandi hljóð, mikið slef og kyngingar-einkenni, uppköst, eirðarleysi, ráðvillt augnaráð, öndunar-erfiðleikar og hann krafsar með framfótunum í átt að munninum. Eðli og alvarleiki þessara einkenna er mismunandi og fer eftir þeim hlut sem fastur er í vélinda hundsins. Þó að hundar geti sýnt ofantöld einkenni vegna annarra vandamála er alltaf gott að byrja á að útiloka það að eitthvað sé fast í öndunarveginum. Einnig er mikilvægt að huga að tegundinni þegar þú skoðar hvort eitthvað sé fast í hálsi hundsins. Sumar tegundir eru gráðugri en aðrar eða líffræðilega líklegri til að eiga erfitt með öndun. Meðal gráðugra tegunda eru t.d. Labrador, Golden, Rottweiler og Beagle, en slíkar tegundir eru líklegar til að gleypa eitthvað óæskilegt komist þeir í slíkt. Stuttnefja tegundum er auk þess hættara við önundarþrengslum en öðrum. Þetta er það sem þú átt að gera:
Þessi aðferð sem lýst er að ofan kallast Heimlich aðferðin og er notuð á mönnum líka. Aðferðin er gagnleg þegar hundurinn er með eitthvað fast í hálsinum en hins vegar getur hún líka verið hættuleg, ef einkennin eiga sér aðrar skýringar. Gættu því þess að beita ekki of miklum þrýstingi á hundum og valda ekki skaða. Þeir sem eiga hunda sem eiga meiri hættu á að glíma við öndunarerfiðleika ættu að kynna sér þetta vel til að geta verið viðbúnir að hjálpa dýrinu sínu. Ef það þarf að fara með hund í aðgerð hjá dýralækni vegna aðskotahluts sem stendur í hálsi eða hefur verið gleyptur eru mismunandi aðferðir sem dýralæknar nota og þá skiptir tíminn máli, því lengri tími sem líður, því erfiðari er meðhöndlunin. Annað hvort eru notuð lyf sem framkalla uppköst eða töng notuð til að fjarlægja aðskotahlutinn úr vélinda hundsins. Jafnvel dugar slíkt ekki og þarf að grípa til stærri aðgerða með opnun. Best er að vera með þessa hluti í huga ef við lendum í þessum atvikum og huga vel að forvörnum. Gæta þess að smáhlutir séu ekki aðgengilegir, við erum vön því með hvolpa og yngri hunda en það þarf að passa þetta á öllum aldursskeiðum. Það þarf að passa þessa hluti sérstaklega þegar hundarnir eru eftirlitslausir heima. Þeir geta verið stilltir og hættir öllu nagi og fikti með okkur nálægt en það getur breyst fljótt hjá sumum án eftirlits. Við verðum líka að passa okkur á beinum, gefa þeim ekki elduð bein, eða of smá bein sem þeir geta gleypt og forðast að gefa þeim of stóra bita sem þeir geta gleypt. Sumir hundar eiga það til í að fara í allskonar hluti í gönguferðum og alltaf er sá möguleiki að nota múl á hættulegum svæðum ef við höfum vanið hundinn á slíkt. En annars er það bara stuttur taumur og eftirlit. Passa að hleypa þeim ekki lausum nema á svæðum sem eru örugg. Þessi grein er byggð á greininni: https://www.animalwised.com/what-to-do-if-my-dog-has-something-stuck-in-his-throat-720.html Comments are closed.
|
Greinaflokkar:
All
|