Sámur - Hundaræktarfélag Íslands
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð

Alþjóðleg sýning HRFÍ 8. & 9. október 2022

1/12/2022

 
Picture
Besti hundur sýningar, Red Hot Chili V. Tum-Tums Vriendjes ,,Chilli". Eigandi hans er Karen Ösp Guðbjartsdóttir.
Umsjón: Kristjana Knudsen & Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: Ágúst Ágústsson
Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin í Samskipahöllinni í Kópavogi. Alls voru skráðir rúmlega 1100 hundar á sýninguna og 28 börn í unga sýnendur. Dómarar að þessu sinni voru Marja Kosonen, Christine Rossier, Stephanie Walsh, Markku Kipinä, Pirjo Aaltonen, Patric Ragnarson, Torbjörn Skaar og Erna Sigríður Ómarsdóttir sem dæmdi unga sýnendur. Alls voru 28 börn skráð til leiks í ungum sýnendum, 17 í yngri flokki og 11 í eldri flokki. 

Dómararnir voru afar jákvæðir á umgjörð og upplifun þeirra af sýningunni. 


Red Hot Chili V. Tum-Tums Vriendjes ,,Chilli", 10 ára hundur sem er af tegundinni petit basset griffon vendeen, kom sá og sigraði á þessari sýningu en hann var valinn besti hundur sýningar og besti öldungur sýningar. 
​
Ekki bárust svör frá Stephanie Walsh og Marja Kosonen.

-Patric Ragnarson frá Svíþjóð
Enskur cocker spaniel og dverg-schnauzher svartur/silfur af miklum gæðum
Þetta var í fyrsta skipti sem Patric dæmdi á Íslandi og að hans mati var hann mjög hrifinn af almennum gæðum  hjá enskum cocker spaniel og einnig svörtum/silfur mini schnauzer. Svartir, hvítir og pipar/salt dvergschnauzer voru auk þess góðir heilt á litið. Flat coated retriever voru aðeins tveir sem mættu þannig að hann taldi ekki auðvelt að segja til um heildargæðin í landinu og sama sagði hann um dachshund. 
Honum fannst nokkrir mjög lofandi hvolpar bæði í cocker og dvergschnauzer, sama sagði hann um yngri flokka í þessum tegundum.
Patric segist ekki hafa áhyggjur af neinu í þessum tegundum en hann fékk þó í hring nokkra hunda í dvergschnauzer sem voru aðeins feimnir. Það sé ekki dæmigert fyrir tegundina, en gæti líka verið út af lítilli þjálfun o.s.frv.
Þær tegundir sem hann dæmdi voru af réttri tegundargerð, stærðum, í góðum hlutföllum og með dæmigerðum tegunda einkennum. 

Hvolparnir fönguðu athygli
Hann hafði ánægju af því að horfa á úrslitakeppnina með fallegum fulltrúum tegundunarhópanna. Upp úr stóðu sérstaklega þýski fjárhundshvolpurinn sem hann valdi númer eitt í eldri hvolpaflokki á laugardeginum. Það var virkilega dásamlegur hvolpur og sá sem fangaði augu hans strax. Litli orange roan litaði cocker hvolpurinn stal líka hjarta hans.  Hann var auk þess ánægður með valið í lokaúrslitum

Þægileg og vel skipulögð sýning
Patric var ánægður með allt skipulag sem gekk snurðulaust fyrir sig. Allir voru mjög yndælir og vinalegir, starfsmenn hringsins voru hreint frábærir!!! Þægilegt var að geta einbeitt sér að því að dæma hundana. Hann færir þeim miklar þakkir, sýningarnefndinni og öllum sýnendum! Það voru allir mjög kurteisir og þægilegir í hringnum.

Góð hundamenning og efnilegur nemi í hring
Hann var virkilega hrifinn af hunda fólkinu á Íslandi, það var vel að sér og með næmt auga fyrir sínum tegundum og með góða almenna þekkingu. Hann var að auki með fróðann nema í cocker spaniel sem hann er fullviss um að á eigi eftir að verða góður dómari fyrir tegundina í framtíðinni.
Hann virkilega naut heimsóknarinnar og vonast til að koma aftur og ætlar þá að dvelja lengur á þessu frábæra landi og skoða meira. Það var vel hugsað um hann hér að hans sögn og ánægjulegt að hitta alla.

-Torbjörn Skaar frá Svíþjóð.
Torbjörn Skaar kom fyrst til Íslands í maí árið 2004, síðan í júní 2020 og september 2017.
Þetta var í fjórða skipti sem hann kom hingað að dæma.

Hefur fylgst með íslenska fjárhundinum áratugum saman
Hápunkturinn að mati Torbjörns var að sjálfsögðu að dæma íslenska fjárhundinn. Hann hefur fylgst með þeirri tegund árum saman eða alveg frá níunda áratugnum. 

Það þarf að huga að geðslagi og byggingu cavalier king charles spaniel hér á landi
Gæði tegundanna voru almennt mjög góð að hans mati, hann dæmdi marga lofandi hvolpa og unga hunda. Ein tegund þyrfti þó að vera sterkari bæði í byggingu og geðslagi, en það er cavalier king charles spaniel. 
Vaxandi hundamenning vakti athygli hansHann segir að dómararnir hafi verið hrifnir af fjölda tegunda og góðum skráningum í tegundum sem við höfum í dag. Hundalífið hafi vaxið mikið á jákvæðan hátt og við höfum mikið magn gæðahunda. 

Petit basset griffon vendéen(PBGV) stóð upp úr í úrslitum
Hann fékk aftur þann heiður að dæma í úrslitum núna, en síðast dæmi hann lokaúrslitin líka árið 2017. Það var frábært úrval fulltrúa í hringnum. Eftir að hann hafði farið yfir hundana voru það tveir hundar sem stóðu uppúr og það var íslenskur fjárhundur og PBGV. Hann valdi PBGV í fyrsta sætið. Hann var svo framúrskarandi bæði standandi og á hreyfingu. Í öðru sæti var íslenski fjárhundurinn en hann hafði frábærar hreyfingar og Torbjörn gat vel séð hann fyrir sér á velli í vinnu. Þriðja sætið hreppti standard púðla, sá hundur var framúrskarandi í tegundahópnum en hafði orðið ögn þreyttur í lokaúrslitunum. Fjórði var whippet sem hafði mikið jafnvægi, styrk, var tignarlegur og hreyfði sig áreynslulaust. 

Ræktendur eiga að einbeita sér að heilbrigði og skapgerð og sýnendur að því að meðhöndla hundana ekki of mikið
,,Skipulag sýningarinnar var frábært eins og alltaf. Andrúmsloftið var afslappað og frábærir starfsmenn í hring. Allir sýnendur voru kurteisir og vinalegir.” Hann segir suma þurfi meiri þjálfun, en hann gat þó skoðað alla hundana. Hans ráð til ræktenda er að halda tegundareinkennum í ræktun en einbeita sér sérstaklega að heilbrigði og skapgerð. Hans ráð til sýnenda er að meðhöndla hundana ekki of mikið í hring. 

Vinalegt andrúmsloft og mikil framför
Hans ráð til Hundaræktarfélags Íslands er að halda vinalegu andrúmsloftinu, félagið hefur staðið sig mjög vel í því að ná þessum árangri sem það hefur náð í dag. 

Besti hluti ferðarinnar að hans mati var ferðin um gullna hringinn.
Þau voru heppin með veðrið og gestrisnin var svo mikil. Þakkir færir hann Daníel Erni Hinrikssyni og hans hópi fyrir boðið. Honum fannst mjög sérstakt að dæma á Íslandi og því oftar sem hann heimsækir Ísland því meira finnst honum hann vera heima.

-Markku Kipinä frá Finnlandi.
Mikið og gott ræktunarstarf hjá þýskum fjárhundi á Íslandi
Þetta var í fyrsta skiptið sem Markku Kipinä dæmdi hér á Íslandi. Hápunkturinn var að sjá allt þetta magn af þýskum fjárhundum, yfir 80 hundar og hann var hrifinn af heildar gæðunum þar. Þetta er fyrsta tegundin hans, og fannst honum virkilega gaman að sjá það mikla og góða ræktunarstarf sem hefur unnist í tegundinni. ,,Frábært."

Góðir fulltrúar terrier og hvolpar
Seinni daginn dæmdi hann nokkrar tegundir í terrier og þeir þrír sem hann hafði valið áfram sem fulltrúa í tegundarhópinn hefðu getað unnir hvar sem er. Einnig voru nokkrir góðir hvolpar sem eiga framtíð fyrir sér í sýningahringjum. Það voru svo margir sem stóðu uppúr að það kom honum á óvart.
,,Framtíðin er björt með svona hæfileikaríkum ræktendum og hundaeigendum. Haldið bara þessu áfram.” segir hann. 

Það sem helst þyrfti að huga að
​Það er auðvitað margt sem þyrfti að huga að mati Markku, en félagið veit hvað það er að gera og hvernig skal stefnt að því. Aðeins eitt sem hann taldi rétt að nefna að í sumum tegundum sá hann svolítið rangar tegundagerðir og best er að fólk sé mjög nákvæmt og gagnrýnið þegar það flytur inn nýja tegundir til eyjunnar.
En hann sá mjög marga hunda af háum gæðum og tegundatýpíska sem hann virkilega naut þess að dæma, góðar týpur, hreyfingar, stærðir og skapgerð. 

Hundarnir í úrslita flokkum í sömu gæðum og á öðrum norðurlöndum
,,Gæðin í úrslita flokkum voru þau sömu og í hverju öðru norðurlandi. Gott að sjá! Falleg röðun af hundum og þeir sem unnu, vá, vá vá.”

Skipulagning góð og andinn sömuleiðis
Sýningin var mjög vel skipulögð. Öll smáatriði gengu upp og allir voru að njóta sín. Hann var hrifinn af því hvernig hvolpa hóparnir voru settir upp, það var nýtt fyrir honum. Allt gekk vel fyrir sig og andinn var góður báða dagana. Hann vonar að þessu góða starfi verði haldið áfram hér því við í félaginu vitum greinilega hvernig skal haga hlutunum.
Besti hluti ferðarinnar að hans mati var að sjá alla þessa hunda hér og hitta allt þetta fólk, en líka að fara gullna hringinn og sjá Reykjavík. Að lokum færir hann öllum kærar þakkir fyrir þessa ótrúlegu ferð í okkar heim sem sé eins og önnur pláneta. ,,Ótrúlegt.”


-Christine Rossier frá Sviss
Var hrifin af framförum í hundaheiminum á Íslandi
Þetta er í þriðja skiptið sem Christine Rossier tekur þátt í að dæma á hundasýningu á Íslandi.
Í fyrsta skiptið árið 2009, síðan 2017 og nú árið 2022. Fyrst og fremst færir hún Hundaræktarfélagi Íslands kærar þakkir fyrir að bjóða henni enn og aftur, og finnst henni það virkilega merkilegt að verða vitni að framförunum sem hafa átt sér stað hér á landi á þessu tímabili frá því hún kom hingað fyrst. 

Frábær skráning hjá whippet og þeir af miklum gæðum, auk þess var hún hrifin af afghan hundunum
Á laugardeginum dæmdi hún tegundir úr tegundahópum 5, 1 og 10. Auk þess dæmdi hún úrslit í tegundahópi 10. Flestar skráningar voru í whippet, alls 34 hundar og afghan hundar voru alls 13. Þessar tegundir voru að hennar mati af framúrskarandi gæðum. Sá sem hún valdi sem sigurvegara í tegundahópi 10 var whippet og í öðru sæti var afghan. Whippet voru frábærir, án vafa segir hún og næstum allir í góðum standard. Sá sem var valinn besti hundur tegundar, vann auk þess tegundahópinn og varð að lokum valinn fjórði besti hundur sýningar. Í afghan var hún líka hrifin af gæðunum og setti ungliða í fyrsta sæti.  ,,Það er alltaf sérstök stund þegar næsta kynslóð kemst í fyrsta sætið og gaman að sjá viðbrögð eiganda/ræktanda hundsins.”

Hápunktur að fá að dæma tegundir frá hennar heimalandi Sviss og var ánægjulegt að sjá góða fulltrúa þar
Raunverulegur hápunktur hjá henni var að dæma tegundahóp 1, briard - þrjá hunda og berger de beauce - 7 hunda. Hún nefnir að dómarar fái oft tækifæri til að dæma hunda sem eru frá þeirra upprunalandi og staðfestir hún að þessir hundar hafi verið af miklum gæðum. Henni var sagt að einhverjir af berger de beauce væru úr fyrstu gotum tegundarinnar á Íslandi og segist hún staðfesta það þeir séu góðir fulltrúar tegundarinnar. 

Ánægð með heildargæðin í tegundahópi 2
Á sunnudeginum dæmdi hún tegundir úr tegundahópi 2 og eina tegund úr tegundahópi 9. Hún nefnir þá staðreynd að Ísland sé eyja og það mæti okkur miklar áskoranir í ræktun hunda og ekki sé auðvelt að flytja inn hunda. En það sé þó einnig tækifæri fyrir fólk að vanda sig og velja aðeins það besta þegar tekin er ákvörðun um val á innflutningi á ræktunardýrum til landsins. Hún var með mjög dæmigerða hunda úr tegundahópi tvö, sérstaklega rottweiler, og risa schnauzer, saint bernards, boxer og dverg pinscher. Hún var hrifin af rottweiler hundinum sem hún valdi sem besta hund tegundar og varð sá einnig annar besti ungliði dagsins.

Petit Basset Griffon Vendéen heillaði hana og valdi hún hann sem besta öldung sýningar
Hún fékk þann heiður að dæma besta öldung sýningar og Það var Red Hot Chili van Tum Tum. „Chilli“ tíu ára gamall, petit basset griffon vendéen. Hann er að hennar mati það sem allir leita eftir hjá hundi: Frábær fulltrúi tegundarinnar og með mikla útgeislun.

Sportlegir og heiðarlegir sýnendur, frábært starfsfólk og gott andrúmsloft
Hún sendir þakkir til starfsfólksins í hringnum, þetta er alltaf teymisvinna og var eins og hún gerist best. Hún óskar báðum dómara-nemunum til hamingju með dómaraprófið, og velgengni í störfum í framtíðinni. Eitt sem hún nefnir að auki að í hringnum hliðina á hennar var það Markku Kipinä að dæma á laugardeginum, 88 þýska fjárhunda, það ótrúlega var að það var enginn fyrir utan hringinn að hafa áhrif á hvernig hundarnir sýndu sig [e. double handling]. Hún sagði sýnendur sportlega og vinalega og það fannst henni yndislegt. Andrúmsloft var gott og áhugi sýnenda mikill, hún var ánægð með sýningar staðinn, reiðhöllina sem var alveg þakin teppum. Þau áttu svo yndislegan kvöldverð í Hörpunni þar sem allir snæddu kvöldverð saman. Hún sendir kærar þakkir enn og aftur fyrir að fá tækifæri til að vera hluti af þessari október sýningu árið 2022, það var þýðingarmikið fyrir hana. Að lokum óskar hún öllum hið besta í framtíðinni. 

-Pirjo Aaltonen frá Finnlandi
Tíbetskar tegundir standa henni nærri og var hún ánægð með úrvalið hér
Þetta var í fyrsta skipti sem Pirjo hefur komið til Íslands og var hún mjög ánægð með tíbet spaniel. Hún fékk frábært úrval, alls 25 hunda sem kom á óvart. Þessi tegund stendur henni nærri, sem og aðrar tíbeskar tegundir enda er hennar tegund tibetan terrier. Tibetan spaniel er frekar sjaldgæf tegund í mörgum löndum. Hér voru gæðin mikil og hundarnir allir yfirvegaðir. ,,Ég trúi því að þið eigið eftir að gera mjög góða hluti í þeirri tegund í framtíðinni og rækta hágæða einstaklinga.” Hún hefði viljað fá tækifæri til að dæma tibetan terrier líka, en sá aðeins þá tvo sem komust áfram í úrslitin í tegundahópnum og í ungliðaúrslitum. En skráningin hafi verið góð þar líka eða alls tíu hundar.

Heildargæðin í áströlskum fjárhundi afar góð
Heildargæðin voru mjög mikil sumstaðar og sérstaklega var hún spennt fyrir ástralska fjárhundinum. ,,Sigurvegarnir þar voru allir góðir, og á öðrum degi hefði röðunin auðveldlega geta breyst. Það voru því góð heildargæði þar og flestir hundar með rétta byggingu, falleg höfuð, frábært geðslag og hreyfingar. Í hringjunum í Finnlandi eru gæðin blandaðri í þessari tegund.”

Fallegir shetland sheepdog hvolpar og mjög eftirminnilegur rough collie hvolpur
Hún byrjaði að dæma shetland sheepdog hvolpa á laugardeginum sem henni fannst mjög ánægjulegt. Það voru svo margir flottir hvolpar og sérstaklega man hún eftir rough collie hvolpi. Það var tíkar hvolpur sem hafði allt sem henni finnst gott að sjá í hvolpi, dæmigerð hlutföll, mjög fallegt höfuð og frábærar hreyfingar. ,,Sumir hvolpar þurfa alltaf meiri tíma en aðrir til að öðlast sjálfstraust til að sýna sínar bestu hliðar í sýningar-hringnum.”

Ábyrgð ræktandans alltaf mikil
Aðspurð um hvort það sé eitthvað sem þurfi að huga vel að hjá tegundunum sem hún dæmdi þá svarar hún því til að við séum á tímum þar sem margir hafa áhyggjur af framtíðinni og sumum tegundum, til dæmis pug og french bulldog. Það sé mikilvægt að dómarar taki heilbrigðisvandamálum alvarlega, en við verðum að muna að það sé aðeins valinn hópur sem taki þátt í sýningum. Dómarinn sér ekki hvernig hundurinn er dags daglega og það segir miklu meira um heilsu hundsins en nokkrar mínútur í sýningahring. Það sé því alltaf á ábyrgð ræktandans að nota heilbrigða hunda til ræktunar og velja vel sín ræktunardýr.
Hún dæmdi french bulldog og líkaði við flesta þeirra. Sumir önduðu dálítið hátt og sumir voru ekki nægilega vinklaðir að aftan. En tegundargerðin hafi verið rétt. Þeir voru sterkir, í góðu jafnvægi, mjög dæmigerðir og með gott geðslag. Sérstaklega var hún spennt fyrir tveimur litlum hvolpum.

Mjög ánægð með hundana í tegundahópi 9 og BIS
Hún fékk þann heiður að dæma tegundahóp 1 á laugardeginum og tegundahóp 9 á sunnudeginum og var ánægð með gæðin. Sérstaklega voru mikil gæði í tegundahópi 9. Sætaröðunin þar hefði hæglega getað breyst á öðrum degi. Hún eyddi tíma með öðrum dómurum og þau ræddu sýninguna, sigurvegarana þeirra og gæði hundanna á Íslandi og allir voru sammála því að hundarnir í lokahring væru af mjög miklum gæðum.

Ánægð með reiðhöllina sem var hlýrri en hún bjóst við
,,Til hamingju með fullkomlega skipulagða sýningu.” Allur viðburðurinn hafi verið skipulagður af frábæru fólki. Sýningar staðurinn hafi verið góður og það sé oft kalt í reiðhöllum í Finnlandi og séu þær ekki góðir staðir fyrir sýningar, en reiðhöllin okkar var mjög hagkvæm fyrir þessa sýningu. Pirjo var með aukaföt fyrir sýninguna en þurfti þau ekki til. Hitastigið hafi verið hæfilegt og teppalagða gólfið hafi verið gott.

Góð reynsla af sýnendum, starfsfólki og flottar ljósmyndir
Gestrisnin og vinsemdin sem henni og hinum dómurunum var sýnd var ómetanleg. Einnig var augljós vinátta á milli keppenda, velvilji og samkennd. Það hafi verið gleðilegt að sjá. Allur viðburðurinn hafi verið vel og fagmannlega skipulagður, frábær hringur, hringstjórar og ritarar sem gáfu dómurum svigrúm til að auðvelda þeim starfið. ,,Sýnendur voru fagmannegir og ljósmyndarinn í topp klassa. Það var svo gaman að sjá myndirnar eftir sýninguna.”
Hún telur það fela í sér áskoranir að búa á svo litlu landi eins og Íslandi, það sé langt til annarra landa og sú staða setji hundaræktun miklar skorður en segist þó trúa því að við getum bætt okkur enn frekar og ræktað hágæða hunda í framtíðinni.

Ævintýri sem gleymist seint
Að lokum talar hún um að öll ferðin hafi verið yndisleg og hún sé glöð og þakklát fyrir að hafa fengið að koma og fengið tækifæri til að dæma á Íslandi. Hún eyddi tveimur auka dögum á Íslandi; svo hún hafði tækifæri til að sjá enn meira af þessu ótrúlega landi. Litla ævintýrið á Íslandi verður í hjarta hennar áfram um langa hríð. Þakkir fyrir allt og óskir um gott  gengi í framtíðinni. Hún vonast til  að sjá alla aftur fljótlega.
Úrslit sýningar: 
Bestu hundar sýningar: 
Picture
Besti hundur sýningar - 1. sæti - Red Hot Chili V. Tum-Tums Vriendjes, Petit basset griffon vendeen. Eigandi: Karen Ösp Guðbjartsdóttir
Picture
Besti hundur sýningar - 2. sæti - Stefsstells Kolmars Krómi - Íslenskur fjárhundur. Eig: Stefanía Sigurðardóttir & Sigurður Edgar Andersen
Picture
Besti hundur sýningar - 3. sæti - Smart Connection Dark Reflection, Poodle. Eigandi: Valborg Óðinsdóttir
Picture
Besti hundur sýningar - 4. sæti - Pendahr Preston, Whippet. Eigandi: Selma Olsen

Bestu ungliðar sýningar:
Picture
Besti ungliði sýningar - 1. sæti - Drago vom Rheiderland, rottweiler, eigandi: Fannar Arnarsson
Picture
Besti ungliði sýningar - 2. sæti - Eldlukku Ljúfi Bruno, cavalier king charles spaniel
Picture
Besti ungliði sýningar - 3. sæti - Arkenstone You Hit Me like a Hurricane, irish soft coated wheaten terrier, eigendur: Lára Björk Ingvarsdóttir & Hlynur Steinn Bogason
Picture
Besti ungliði sýningar - 4. sæti - Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir, German shepherd, double coat

Bestu öldungar sýningar:
Picture
Besti öldungur sýningar - 1. sæti - Red Hot Chili V. Tum-Tums Vriendjes, Petit basset griffon vendeen. Eigandi: Karen Ösp Guðbjartsdóttir
Picture
Besti öldungur sýningar - 2. sæti - Veiðimela Jökull, german short-haired pointing dog. Eigandi: Friðrik G. Friðriksson
Picture
Besti öldungur sýningar - 3. sæti - Tíbráar Tinda Blue Poppy, tibetan spaniel. Eigandi: Helga Kolbeinsdóttir
Picture
Besti öldungur sýningar - 4. sæti - Vindsvala Kreppa, chihuahua smooth. Eigandi: Berglind Magnúsdóttir

Ungir sýnendur - yngri flokkur: 
Picture
1. sæti - Jóhanna Sól Ingadóttir með soft-coated wheaten terrier
Picture
2. sæti - Halldóra Þráinsdóttir með risa schnauzer
Picture
3. sæti - Emilý Björk Kristjánsdóttir með cavalier king charles spaniel
Picture
4. sæti - Kristín Ragna Finnsdóttir með whippet

Ungir sýnendur - eldri flokkur: 
Picture
1. sæti - Hrönn Valgeirsdóttir með pudelpointer
Picture
2. sæti - Maríus Þorri Ólason með golden retriever
Picture
3. sæti - Freyja Guðmundsdóttir með australian shepherd
Picture
4. sæti - Eyrún Eva Guðjónsdóttir með soft coated wheaten terrier

Bestu ungviði laugardags: 
Picture
Besta ungviði laugardags - 1. sæti - Kolgrímu Real Feelings, þýskur fjárhundur. Eigandi: Sirrý Halla Stefánsdóttir
Picture
Besta ungviði laugardags - 2. sæti - Leirdals Sólbjört Von, enskur cocker spaniel. Eigandi: Þórdís María Hafsteinsdóttir
Picture
Besta ungviði laugardags - 3. sæti - Heimsenda Varnar Skjöldur, australian shepherd. Eigendur: Katrín Ósk Sveinsdóttir & Birta Erludóttir
Picture
Besta ungviði laugardags - 4. sæti - Golden Spots Vindheima Sunna, labrador retriever. Eigandi: Kristbjörg María Bjarnadóttir

Bestu hvolpar laugardags: 
Picture
Besti hvolpur laugardags - 1. sæti - Pom4you To Bee Or Not To Bee, pomeranian. Eigandi: Sigurlaug Sverrisdóttir
Picture
Besti hvolpur laugardags - 2. sæti - Speedicrown’s Icona Pop / Katla, collie rough. Eigandi: Líney María Hjálmarsdóttir
Picture
Besti hvolpur laugardags - 3. sæti - Hnífsdals Húni, íslenskur fjárhundur. Eigandi: Hreinn Jónsson
Picture
Besti hvolpur laugardags - 4. sæti - Golden Magnificent Grace Kelly, golden retriever. Eigandi: Kristbjörg María Bjarnadóttir

Bestu ungviði sunnudags: 
Picture
Besta ungviði sunnudags - 1. sæti - Northern Skyes Anything and Everything, skye terrier. Eigandi: Rhonica Reynisson
Picture
Besta ungviði sunnudags - 2. sæti - Arkenstone This And That, irish soft coated wheaten terrier. Eigandi: Flóki Halldórsson
Picture
Besta ungviði sunnudags - 3. sæti - True-West Negril, miniature schnauzer, svartur & silfur. Eigandi: Sigmar Hrafn Eyjólfsson
Picture
Besta ungviði sunnudags - 4. sæti - Eyðimerkur Sumarsól, chihuahua, síðhærður. Eigandi: Ólöf Karen Sveinsdóttir

Bestu hvolpar sunnudags: 
Picture
Besti hvolpur sunnudags - 1. sæti - Zeldu DNL Næla, German short-haired pointing dog. Eigendur: Hafdís Svava Níelsdóttir & Gunnar Jóhann Gunnarsson
Picture
Besti hvolpur sunnudags - 2. sæti - Hvergilands Money Spender, dandie dinmont terrier. Eigandi: Birta Skúladóttir
Picture
Besti hvolpur sunnudags - 3. sæti - True-West Can't Walk Away, miniature schnauzer svartur & silfur. Eigandi: Sigmar Hrafn Eyjólfsson
Picture
Besti hvolpur sunnudags - 4. sæti - Happy Noise M&M's Miso Brave Star, shih tzu. Eigandi: Salóme Kristín Haraldsdòttir

Bestu ræktunarhópar laugardags: 
Picture
Besti ræktunarhópur laugardags, 1. sæti - Kolgrímu ræktun- German shepherd dog, double coat
Picture
Besti ræktunarhópur laugardags, 2. sæti - Miðnætur ræktun, siberian husky
Picture
Besti ræktunarhópur laugardags, 3. sæti - Æsku ræktun, american cocker spaniel
Picture
Besti ræktunarhópur laugardags, 4. sæti - Valshamars ræktun, afghan hound

Bestu ræktunarhópar sunnudags: 
Picture
Besti ræktunarhópur sunnudags, 1. sæti - Arkenstone ræktun, irish soft coated wheaten terrier
Picture
Besti ræktunarhópur sunnudags, 2. sæti - Gaflara ræktun - Gordon setter
Picture
Besti ræktunarhópur sunnudags, 3. sæti - Skeggjastaða ræktun, miniature schnauzer svartur & silfur
Picture
Besti ræktunarhópur sunnudags, 4. sæti - Höfðaborgar ræktun, papillon

Sigurvegarar í tegundahópum: 
Picture
Tegundahópur nr. 1 - Kraftbrewd's Blossi At Heimsenda, australian shepherd. Eigendur: Lára Birgisdóttir og Björn Ólafsson
Picture
Tegundahópur nr. 5 - Stefsstells Kolmars Krómi, íslenskur fjárhundur. Eigendur: Stefanía Sigurðardóttir og Sigurður Edgar Andersen
Picture
Tegundahópur nr. 8 - Haradwater I Dont Care, english cocker spaniel. Eigandi: Þórdís María Hafsteinsdóttir
Picture
Tegundahópur nr. 2 - Drago vom Rheiderland, rottweiler. Eigandi: Fannar Arnarsson
Picture
Tegundahópar 4/& - Red Hot Chili V. Tum-Tums Vriendjes, petit basset griffon vendeen. Eigandi: Karen Ösp Guðbjartsdóttir
Picture
Tegundahópur nr. 9 - Smart Connection Dark Reflection, standard poodle, Eigandi: Valborg Óðinsdóttir
Picture
Tegundahópur nr. 3 - Arkenstone A Girl Worth Fighting For, irish soft coated wheaten terrier. Eigandi: Hilda Björk Friðriksdóttir
Picture
Tegundahópur nr. 7 - Arkenstone Með Allt á Hreinu, german short-haired pointing dog. Eigandi: Hilda Björk Friðriksdóttir
Picture
Tegundahópur nr. 10 - Pendahr Preston, whippet. Eigandi: Selma Olsen

Comments are closed.
Picture

Picture

Picture
Ritstjórn og umsjón vefsíðu:
Linda Björk Jónsdóttir, hundasamur@hrfi.is
Sámur á facebook


Ritnefnd: 
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir
Andrea Björk Hannesdóttir
Anja Björg
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Hafdís Jóna Þórarinsdóttir
Kristjana Knudsen
Kristel Björk Þórisdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir

​Ábyrgðarmenn:
Daníel Örn Hinriksson
Guðný Isaksen
Útgefandi:
​Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Sími: 588-5255
Vefsíða: www.hrfi.is
Netfang: hrfi@hrfi.is
Tengdar vefsíður:
www.hrfi.is
www..voff.is
Hundaskóli HRFÍ
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð