Höfundur: Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: Domusnova fasteignasala Eins og mörgum er kunnugt hefur félagið okkar verið í leit að hentugu húsnæði undir starfsemi félagsins í dágóðan tíma. Búið er að selja húsnæðið í Síðumúla 15 sem félagið átti og hefur haft aðsetur í undanfarin ár. Eftir þarfagreiningu á því hvað framtíðar húsnæði félagsins þyrfti að uppfylla svo sem skrifstofuaðstöðu, geymslurými, sal fyrir ýmsa viðburði, fundaraðstöðu, aðgengi fyrir fatlaða og fleira hefur stjórn félagsins fundið húsnæði sem þykir uppfylla flest af þessum skilyrðum. Húsnæðið er að Melabraut 17 í Hafnarfirði og er 450 fermetrar að stærð á einni hæð.
Stjórn félagsins gerði tilboð í eignina með fyrirvara um samþykki félagsfundar. Þann 3. Október 2022 var haldinn félagsfundur þar sem félagsmönnum var boðið að koma og skoða húsnæðið, kynntir voru möguleikarnir sem húsnæðið hefur uppá að bjóða, farið yfir kostnað, kostnaðar áætlanir og þær framkvæmdir sem stefnt er á. Gengið var til atkvæðagreiðslu um kaup á húsnæðinu, sem var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. (Já: 45 // Nei: 7 // Auðir og ógildir: 4) Þar sem fyrirhugaðar eru breytingar að Melabrautinni til að húsnæðið henti starfsemi félagsins hefur stjórn félagsins óskað eftir félagsmönnum sem geta lagt hönd á plóg og hjálpað til við að koma húsinu í stand. Flest ættum við að geta hjálpað að einhverju leyti, t.d með niður-rif, tiltekt, þrif, málningavinnu eða eitthvað í þeim dúr, svo eru verkefnin sem kalla á faglærða einstaklinga, svo sem rafvirkja, pípara og smiði svo eitthvað sé nefnt. Þau sem geta lagt til hjálparhönd er bent á að senda póst á netfangið [email protected] með upplýsingum. Comments are closed.
|
Loading... |