Sámur - Hundaræktarfélag Íslands
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð

Lundahundar dæmdir inn í ættbók í Noregi  eftir krossræktun við aðrar tegundir

8/2/2023

 
Picture
Hráfnar og Pan með eigendum sínum og á milli þeirra er dómarinn Christen H. Lang.
Myndir: Anne L. Buvik //  Greinin birtist upprunalega á vef NKK, Daníel Örn Hinriksson þýddi. 
Laugardaginn 4. febrúar 2023 var hátíðardagur fyrir norsku hundategundina Norsk Lundehund. Þá voru tveir hundar úr viðamiklu kynbótaverkefni skráðir í ættbók. Þetta hefur leitt af sér viðbót nýrra gena í stofn lundahundsins. 
Norski lundahundurinn er ein sjaldgæfasta og sérstæðasta hundategund í heimi. Það eru um það bil 1.500 hundar um allan heim, og þá má ætla að helmingur þeirra sé í Noregi. En tegundin hefur tvisvar verið nálægt útrýmingu þannig að erfðafræðilegir flöskuhálsar hafa komið upp. Norski lundahundurinn er talinn innræktaðasta hundategund í heimi. Engu að síður hefur hún lifað en nú var krossræktarverkefni orðið algjörlega nauðsynlegt ef tegundin ætti að lifa af.

Verkefnið hófst árið 2013 og hefur verið vandlega fylgst með krossræktunarverkefni norska búhundsins, íslenska fjárhundsins og Norrbottenspitz, sem er sænskur spitzhundur, í sérstöku verkefni utan ræktunar við hreinræktaða stofninn. Hver kynslóð hefur verið vandlega metin og rannsökuð. Nú eru þeir komnir að þriðja ættlið blendingshundanna sem tengjast norska búhundinum og íslenska fjárhundinum og síðasta haust sótti aðalfundur Norska Lundahundaklúbbsins um það til Norska Hundaræktarfélagsins, NKK, að skrá blendingshundana til ættbókar.

Á það var fallist og laugardaginn 4.febrúar var fyrsti ræktunardómur gerður. Það þýðir að hundarnir eru metnir af sérfróðum dómara, sem lýsir þeim og veitir þeim umsögn eins og myndi gerast á öllum venjulegum sýningum.

Tveir karlkyns hundar tóku þátt í dóm. Pan B3 av Vinterskogen er þriggja ára karlhundur sem er þriðja kynslóð eftir krossræktun við norskan búhund. Hann er í eigu Gro W. Viken. Svo var það Hráfnir I3 av Revehjerte, hann er tveggja ára karlhundur, sem er þriðja kynslóð eftir krossræktun við íslenskan fjárhund. Hann er í eigu Anne Guntvedt.
Picture
Hráfnir, þriðja kynslóð eftir krossræktun við íslenskan fjárhund.
Picture
Pan, þriðja kynslóð eftir krossræktun við norskan búhund.
Dómari var Christen H. Lang, fremstur meðal norskra dómara þegar kemur að þessari tegund, sem hann hefur sjálfur átt og ræktað síðan á sjöunda áratugnum. Lang var mjög ánægður með hundana tvo og hlaut „Hráfnir“ einkunnina „excellent", sem þýðir að hundurinn er af frábærri gerð og hefur öll þekkt tegundareinkenni. „Pan“ fékk lægri einkunn, „very good“ en er samt mjög gott dæmi um tegundina og dæmigerður lundahundur. Dómarinn lagði sérstaklega áherslu á að „Pan“ væri með sérlega vel þróaða spora sem er mjög sérstakt einkenni þessarar tegundar og sem margir hafa óttast að muni hverfa með ræktuninni. Það hefur það alls ekki gert!

Fleiri hundar verða á endanum kynntir til skráningar í ættbók Norska Hundaræktarfélagsins en þessir tveir fengu  þann heiður að vera fyrstir, við mikinn fögnuð eigenda og forsvarsmanna félagsins sem lagt hafa mikinn tíma og dugnað í verkefnið.
Picture
Fjórir hundar í lundahunda krossræktunarverkefninu. Tveir af þeim eru þriðja kynslóð og voru dæmdir inn í ættbók, Pan og Hráfnir. Hinir tveir eru fyrsta og önnur kynslóð í verkefninu.
Picture
Vel mótaðir sporar á fótum Pan sem var dæmur inn í ættbók.

Tengdar greinar: 


Loading...


Loading...


Comments are closed.



    Loading...
Picture

Picture

Picture
Ritstjórn og umsjón vefsíðu:
Linda Björk Jónsdóttir, hundasamur@hrfi.is
Sámur á facebook


Ritnefnd: 
Arnfríður Inga Arnmundsdóttir
Andrea Björk Hannesdóttir
Anja Björg
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Hafdís Jóna Þórarinsdóttir
Kristjana Knudsen
Kristel Björk Þórisdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir

​Ábyrgðarmenn:
Daníel Örn Hinriksson
Guðný Isaksen
Útgefandi:
​Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15
108 Reykjavík
Sími: 588-5255
Vefsíða: www.hrfi.is
Netfang: hrfi@hrfi.is
Tengdar vefsíður:
www.hrfi.is
www..voff.is
Hundaskóli HRFÍ
  • Greinar
  • Fréttir
  • Hundasýningar
  • Meistarar
  • Útgefin blöð