Hvolpasýning HRFÍ í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ var haldin sunnudaginn 27. október 2024 í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru rúmlega 150 hvolpar á aldrinum 3. – 9. mánaða skráðir til leiks. Hvolpasýningarnar eru frábær vettvangur til að kynna ungviðin fyrir sýningahringnum í rólegu umhverfi. Dómarar sýningarinnar voru þau Anna Guðjónsdóttir, Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Daníel Örn Hinriksson og Sóley Halla Möller. ★ Sýningaskrá, umsagnir og úrslit í einstaka tegundum. Bestu ungviði sýningar: Dómari: Sóley Halla Möller. Bestu hvolpar sýningar: Dómari: Anna Guðjónsdóttir. Comments are closed.
|