Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // Ljósmyndari: Ágúst E. Ágústsson. Alþjóðleg norðurljósasýning og jafnframt fyrsta sýning ársins var haldin helgina 1. – 2. mars 2025. Að venju var sýningin glæsileg og skráningin góð en um það bil 1.100 hundar voru skráðir ásamt 26 ungum sýnendum. Dæmt var í 7 hringjum báða dagana. Frítt var inn á sýninguna í boði HAPPY DOG. Besti hundur sýningar að þessu sinni var íslenska fjárhunds tíkin ISCH NORDICCH ISW22 RW22 23 24 Arnarstaða Baldintáta. Baldintáta, eða Táta eins og hún er kölluð, er tæplega 5 ára og í eigu ræktenda sinna þeirra Guðríðar Þorbjargar Valgeirsdóttur og Þorbjargar Ástu Leifsdóttur. Sýnandi hennar var Hrönn Valgeirsdóttir. Dómarar sýningarinnar voru þau Bojan Matakovic frá Króatíu, Eva Liljekvist Borg og Hans Almgren frá Svíþjóð, Jarmo Hilpinen frá Finnlandi, Jeff Horswell frá Bretlandi, Jose Doval Sanchez frá Spáni og Lilja Dóra Halldórsdóttir frá Íslandi. Myndir á facebook síðu HRFÍ: ★ Laugardagur 23. nóvember 2024 - tegundahópar: 3, 6, 8 & 9. ★ Sunnudagur 24. nóvember 2024 - tegundahópar: 1, 2, 4, 5, 7 & 10. ★ Ungir sýnendur. ★ Sýningaskrá, umsagnir og úrslit í einstaka tegundum. ★ Úrslit úr úrslitahring. Bestu hundar sýningar:
Dómari: Hans Almgren frá Svíþjóð. Bestu ungliðar sýningar:
Dómari: Jose Doval Sanchez frá Spáni. Bestu öldungar sýningar:
Dómari: Jeff Horswell frá Bretlandi. Ungir sýnendur - yngri flokkur:
Dómari: Jeff Horswell frá Bretlandi. Ungir sýnendur - eldri flokkur:
Dómari: Jeff Horswell frá Bretlandi. Bestu ungviði laugardags:
Dómari: Jarmo Hilpinen frá Finnlandi. Bestu hvolpar laugardags:
Dómari: Bojan Matakovic frá Króatíu. Bestu ungviði sunnudags:
Dómari: Hans Almgren frá Svíþjóð. Bestu hvolpar sunnudags:
Dómari: Eva Liljekvist Borg frá Svíþjóð. Bestu ræktunarhópar laugardags:
Dómari: Hans Almgren frá Svíþjóð. Bestu ræktunarhópar sunnudags:
Dómari: Jarmo Hilpinen frá Finnlandi.
Comments are closed.
|