Umsjón: Maríanna Gunnarsdóttir. Norðurlandakeppni (Nordic Winner) ungra sýnenda fer fram í Svíþjóð sunnudaginn 15. desember. Þar munu keppa landslið ungra sýnenda frá Noregi, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Landslið Íslands samanstendur af fjórum stigahæstu ungu sýnendum í eldri flokki og í ár eru það þær Eyrún Eva Guðjónsdóttir, Jóhanna Sól Ingadóttir, Kristín Ragna Finnsdóttir og Emilý Björk Kristjánsdóttir sem skipa landsliðið. Þjálfarar landsliðsins eru þær Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir og Brynja Kristín Magnúsdóttir. Næstu daga munum við fá að kynnast þessum hæfileikaríku hundastelpum. Önnur í röðinni er hún Kristín Ragna, hún er þriðji stigahæsti ungi sýnandi ársins í eldri flokki og verður því fulltrúi Íslands á Evrópusýningunni sem verður haldin í Tékklandi dagana 10. - 13. apríl 2025.
Fyrst í röðinni er Emilý Björk, en hún er að ljúka fyrsta árinu sínu í eldri flokki með þeim frábæra árangri að vera fjórði stigahæsti ungi sýnandi ársins. Emilý Björk Kristjánsdóttir.
Comments are closed.
|
Greinaflokkar:
All
|