Höf & mynd: Linda Björk Jónsdóttir Íslenski fjárhundurinn sem er eini þjóðarhundur Íslendinga hefur verið viðurkenndur hjá FCI frá árinu 1972 og hjá American Kennel Club síðan 2010, þrátt fyrir það hefur hundategundin ekki verið viðurkennd hjá breska hundaræktarfélaginu og því hefur ekki verið hægt að sýna íslenska fjárhunda á sýningum félagsins né skrá íslenska fjárhundshvolpa í ættbók þar í landi.
Nýlega sendi The Kennel Club sem er hundaræktarfélagið í Bretlandi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að íslenski fjárhundurinn verði viðurkenndur sem hundategund hjá The kennel club frá 1. apríl 2025. Tegundin verður flokkuð í tegundahóp sem kallast „pastoral group“, en sá tegundahópur inniheldur hundategundir sem notaðir eru til að gæta og smala búfé, aðrar tegundir í sama tegundahópi eru meðal annars; border collie, þýskur fjárhundur og welsh corgi pembroke. Þetta þýðir að það styttist í að við getum fylgst með íslenskum fjárhundum sýna sitt allra besta á græna teppinu á Crufts, stærstu hundasýningu í heimi sem haldin er í Bretlandi ár hvert. Crufts er geisi vinsæl sýning og fjöldinn allur af Íslendingum ferðast til Bretlands til að taka þátt á hverju ári. Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að forsenda þess að hægt verði að sýna hunda á hundasýningum félagsins sé að ræktunarmarkmið fyrir tegundina sé tilbúið og samþykkt af félaginu. Heimasíða The Kennel Club: https://www.thekennelclub.org.uk/ Comments are closed.
|
Greinaflokkar:
All
|