Höfundur: Anja Björg Kristinsdóttir. // Myndir: Henrik Johanson. Greinin birtist fyrst í Sámi 2. tbl. 52. árg. desember 2019. Henrik Johanson er uppalinn í Gautaborg í Svíþjóð. Þar býr hann ásamt sambýlismanni sínum til fjölda ára, Lars Andersson. Henrik hefur aðallega ræktað yorkshire terrier og pekingese hunda í áratugi undir ræktunarnafninu Henrikville. Einnig hefur hann átt og ræktað nokkra meistara af tegundunum chihuahua, pomeranian og cavalier king charles spaniel. Árið 1995 hlaut hann hin virtu Hamilton skjaldar verðlaunin frá Sænska kennel klúbbnum, en Henrik hefur ræktað yfir hundrað meistara. Henrik er einnig virtur FCI dómari á tegundum úr grúppu 3, 9 og 10.
Höfundar: Guðný Rut Isaksen, Maríanna Magnúsdóttir og Jóhanna Reykjalín, Hundastefnan. Greinin birtist fyrst í Sámi 3. tbl. 45. árg. desember 2016. Gelt er erfitt hljóð fyrir viðkvæm eyru mannfólksins og er oft talið einna neikvæðast við hundaeign, mögulega fyrir utan eða á pari við hundaeigendur sem ekki hirða upp eftir hundinn sinn. Stundum verður gelt að vandamáli en mikilvægt er að muna að gelt er einnig hljóðmerki, tjáning og fullkomlega eðlilegur hluti þess að vera hundur. Það er því hvorki skynsamlegt né sanngjarnt að gera það að markmiði að fá hundinn til að hætta alfarið að gelta. Það er ekki skynsamlegt vegna þess að þá tekur þú einn tjáningarmöguleika hundsins þíns í burtu og það er ekki sanngjarnt þar sem hundar gelta, kettir mjálma og hestar hneggja.
Ekki örvænta því það er ýmislegt hægt að gera til að minnka gelt ef þörf er á. Í þessari grein ætlum við að skoða gelt og tegundir þess nánar og skoða jafnframt möguleika til að minnka gelt, ef þér finnst enn þá eftir lestur þessarar greinar ástæða til. Texti: Anne L. Buvik // Þýðandi: Ásta María Karlsdóttir.// Birtist í 3. tbl. 45. árg. desember 2016. Átt þú tík sem þú upplifir allt í einu að umturnist frá einum degi til þess næsta? Hún er fjarlæg, áhugalaus og lítil í sér. Byrjar að gera skrítna hluti svo sem grafa holu undir pallinn eða lætur sig hverfa undir stóla og borð. Hún er lystarlaus og þú ferð að velta því fyrir þér hvað sé eiginlega að.
En ef hún allt í einu fer að safna saman böngsum, púðum eða öðrum hlutum t.d. uppþvottabursta og vill ekki að neinn komi nálægt hlutunum sínum er sniðugt að kíkja á spenana hennar. Þeir eru þá gjarnan bleikir og smá bólgnir og úr þeim getur lekur gulhvít mjólk. Og þá kemur það í ljós - hún er gerviólétt! Meginreglan er sú að allar tíkur ganga ímyndaða meðgöngu 6-8 vikum eftir lóðarí. Þetta ástand framkallast af hormóninu prógestrón sem orsakar einkenni, hvort sem tík er hvolpafull eða ekki. Smádýralæknirinn Rannveig Boman segir heimildir sýna að í allt að 40% tilfella fá tíkur einhver en þó mismikil klínísk einkenni ímyndaðrar meðgöngu. Þetta er einn af ókostunum við að eiga tík. Þeir sem eignast hund í fyrsta skipti vilja gjarnan tík því þær eiga að vera auðveldari. En hormónabrengl gerir það að verkum að það er allt annað en auðvelt. Höfundur: Gerður Steinarsdóttir, formaður Cavalierdeildar HRFÍ // Birtist í 3. tbl. 45. árg. desember 2016. Cavalierdeild HRFÍ var stofnuð 14. maí 1995 en þá voru 39 skráðir cavalier hundar hjá félaginu. Fyrsti formaður deildarinnar var María Tómasdóttir og gegndi hún því starfi til ársins 2014. Fyrstu innfluttu tíkurnar til ræktunar komu hingað til lands árið 1991 frá Sperringsgardens kennel í Svíþjóð og árið 1992 komu fyrstu innfluttu rakkarnir frá sama ræktanda. Þessir hundar voru allir í blenheim litabrigðinu. Fyrsta cavalier gotið leit svo dagsins ljós árið 1993. Fyrsti þríliti rakkinn kom hingað til lands árið 1994 og fyrstu þrílitu hvolparnir fæddust 1995. Það sama ár var fyrsta heillita parið flutt inn, ruby tík og black and tan rakki frá Englandi.
ASTRID VIK STRONEN*, INGVILD SVORKMO ESPELIEN§, TORSTEN NYGåRD KRISTENSEN* *INSTITUT FOR KEMI OG BIOVIDENSKAB, AALBORG UNIVERSITET, DK-9000 AALBORG, DANMARK §NORSK LUNDEHUND KLUBB, TANGEN, NO-7039 TRONDHEIM, NORGE ÞÝÐANDI: ÞORSTEINN THORSTEINSON. // Birtist í 3. tbl. 45. árg. desember 2016. Björgun erfðaefnis sem tæki í varðveislulíffræði
Einstaklingar úr náskyldum stofnum hafa á síðari árum verið notaðir til þess að auka lífslíkur nokkurra villtra stofna. Þetta form „erfðafræðilegrar björgunar“ (e. genetic rescue) hefur haft mikilvæg áhrif á varðveislu stofna með því fjölga einstaklingum og auka almennan erfðabreytileika fyrir frekara val. Það eru einkum stofnar sem hafa einangrast lengi vegna ýmissa áhrifa mannsins sem standa frammi fyrir þessu vandamáli. Búsvæði hafa t.d. verið eyðilögð eða einangrast vegna aukinnar þéttbýlismyndunar og lagningar vega sem dýr fara ekki yfir auk þess sem dánartíðni er há, t.d. vegna umferðarslysa og veiða. Björgun erfðaefnis er oft skipulögð og útfærð af manninum, eins og gert var með púmuna í Flórída. undirtegundir púmunnar (eða fjallaljónsins) voru í alvarlegri hættu og sýndu merki um hnignun bæði í líffræði og tímgun vegna innræktunar. Erfðafræðileg björgun á sér hins vegar einnig stað án afskipta mannsins, eins og gerðist við stofn Skandinavíska úlfsins þar sem einstaklingar hafa flutt inn á svæðið úr stofnum lengra úr austri. Erfðafræðileg björgun getur sömuleiðis verið nauðsynleg í húsdýrastofnum, sérstaklega ef stór hluti stofns hefur glatast vegna veikinda eða ófyrirséðra ástæðna. Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir. // Birtist í 3. tbl. 45. árg. desember 2016. Erla Heiðrún Benediktsdóttir og Guðmundur Rúnar Árnason hafa ræktað labrador í 11 ár. Hundar frá þeim hafa staðið sig vel í veiði sem og í annars konar vinnu, t.d.sem leiðsöguhundar, snjóflóðaleitarhundar og hjálparhundar á heimili fyrir geðsjúka.
Árið 2015 var Stekkjardalsræktun stigahæsti retriever ræktandinn og í 9.-10. sæti yfir allar tegundir. Erla Heiðrún og Guðmundur Rúnar leggja mikla áherslu á fallegt útlit án þess að fórna neinu í vinnueiginleikum. Þau hafa áhyggjur af breikkandi bili á milli svokallaðra field-trial lína og sýningalína, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. |
Greinaflokkar:
All
|