Þýski fjárhundurinn Úffi er afrekshundur ársins 2024. Úffi vann mikið afrek þegar hann bjargaði eiganda sínum Margréti Víkingsdóttur frá eldsvoða. Úffi vakti Margréti óvenju snemma þennan morgun og hætti ekki fyrr en hún fór á fætur. En þegar á fætur var komið fann Margrét óeðlilega lykt og hélt hún að það væri einhver úti að grilla, en þá rann upp fyrir henni að húsið væri að brenna. Hún reyndi að vekja nágranna sinn með öllum mögulegum ráðum en fékk engin viðbrögð, nágranninn var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Margrét segir að Úffi hafi í það minnsta bjargað henni frá reykeitrun. Arna Rúnarsdóttir tilnefndi Úffa sem afrekshund ársins. Comments are closed.
|
Greinaflokkar:
All
|