Höfundur: Sunna Birna Helgadóttir // Myndir: Ágúst Ágústsson, Hafdís Jóna Þórarinsdóttir og Auður Sif Sigurgeirsdóttir Sumarið er frábær tími til þess að fara út að ganga með hundinum sínum. Þá er tilvalið að prófa nýja staði, stoppa og leika við hundinn. Að kenna hundi í gegnum leik er mjög áhrifarík aðferð þar sem hundar eru oftast fljótir að skilja til hvers er ætlast af þeim. Leikir og þrautir í göngutúr efla sjálfstraust og sjálfstjórn hunda. Að leika við hundinn sinn eykur gleði og styrkir samband manns og hunds.
Umsjón: Ásta María Karlsdóttir // Höfundur texta: Jóhanna Reykjalín, birt með góðfúslegu leyfi höfundar Myndir: [www.pintrest.com](http://www.pintrest.com), Pétur Alan Guðmundsson Hérna eru hugmyndir að nokkrum leikjum sem efla sjálfstraust hundsins. Það er mikilvægt að trufla hundinn ekki í leiknum því það getur sett hann út af laginu. Eins er mikilvægt að finna fljótt út hvenær tími er kominn til að aðstoða hundinn sem virðist vera strand í verkefninu. Aðstoðin má ekki koma það fljótt að hundurinn læri það að gefast upp – því þá fái hann hjálp, en hún má heldur ekki koma það seint að hundurinn sé búinn að gefast upp, missa áhugann og farinn að snúa sér að einhverju öðru. Best er að gefa honum verkefni og ganga burt en fylgjast með úr fjarlægð. Ef þú síðan ákveður að grípa inn í og aðstoða er mikilvægt að spyrja hundinn hvort hann vilji aðstoð og tala við hann ljúfum tón meðan á aðstoðinni stendur. Gættu þess þó að leysa ekki verkefnið fyrir hann heldur eingöngu einfalda það. Mikilvægt er að krefjast ekki of mikils af hundinum í upphafi, eins og sagt er á ensku „set him up for success“.
Góða skemmtun! Höfundar: Guðný Rut Isaksen, Maríanna Magnúsdóttir og Jóhanna Reykjalín, Hundastefnan. Greinin birtist fyrst í Sámi 3. tbl. 45. árg. desember 2016. Gelt er erfitt hljóð fyrir viðkvæm eyru mannfólksins og er oft talið einna neikvæðast við hundaeign, mögulega fyrir utan eða á pari við hundaeigendur sem ekki hirða upp eftir hundinn sinn. Stundum verður gelt að vandamáli en mikilvægt er að muna að gelt er einnig hljóðmerki, tjáning og fullkomlega eðlilegur hluti þess að vera hundur. Það er því hvorki skynsamlegt né sanngjarnt að gera það að markmiði að fá hundinn til að hætta alfarið að gelta. Það er ekki skynsamlegt vegna þess að þá tekur þú einn tjáningarmöguleika hundsins þíns í burtu og það er ekki sanngjarnt þar sem hundar gelta, kettir mjálma og hestar hneggja.
Ekki örvænta því það er ýmislegt hægt að gera til að minnka gelt ef þörf er á. Í þessari grein ætlum við að skoða gelt og tegundir þess nánar og skoða jafnframt möguleika til að minnka gelt, ef þér finnst enn þá eftir lestur þessarar greinar ástæða til. Höfundur & myndir: Bára J. Oddsdóttir. Dagana 1.-2. október síðastliðinn stóð Æfingastöðin, endurhæfingamiðstöð fyrir börn og ungmenni fyrir námskeiðinu „Íhlutun með aðstoð hunds“ í húsakynnum Reykjadals í Mosfellsdal. Námskeiðið var einkum ætlað fagfólki á sviði heilbrigðis-, félags- og menntaþjónustu sem hafa áhuga á að styðjast við hund í sínu starfi. Var um annað námskeiðið af þessum toga sem haldið hefur verið af Æfingarstöðinni.
Á fallegum sunnudagsmorgni á fyrsta degi októbermánaðar var námskeiðið haldið í Reykjadal þar sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafa um áratugaskeið rekið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. Fulltrúi frá Sámi fékk að sitja námskeiðið. Umsjón: Linda Björk Jónsdóttir // Myndir: Innsendar frá Grunnari Þór Björgunarhundar vinna mikilvæg störf út um allan heim, meðal annars leita hundarnir að fólki sem saknað er í ýmis konar aðstæðum, þar má til dæmis nefna leit að fólki sem týnst hefur á fjöllum, í snjóflóðum og í húsarústum meðal annars eftir jarðskjálfta og aurskriður.
Gunnar Þór Kristinsson hefur starfað í björgunarsveitinni Ársæl í rúman áratug og undanfarin 6 ár hafa Gunnar og íslenski fjárhundurinn Loki skipað teymi í Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) og eru á útkallslista. Á útkallslistanum eru 18 hundar sem eru þaulþjálfaðir allt árið um kring í leit að fólki í erfiðum aðstæðum. Hundurinn Loki er fæddur árið 2016 og lýsir Gunnar honum sem ákveðnum, þrjóskum, útsjónarsömum og með mikið andlegt úthald sem séu allt kostir sem nýtast vel í starfi björgunarhunds. Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Myndir: Úr einkasafni viðmælenda
Höfundur: Silja Unnarsdóttir // Ljósmyndir: Anja Björg Kristinsdóttir & Lone Sommer //
Módel: OB-I OB-II DKRLCH Asasara Go Go Vista og OB-I Fly And Away Accio Píla Höfundur: Sunna Birna Helgadóttir // Myndir: Linda Björk Jónsdóttir
Texti: Svava Björk Ásgeirsdóttir // Myndir: Erna Þorsteinsdóttir og Sleðahundaklúbbur Íslands //
Þakkir fyrir veitta aðstoð: Kolbrún Arna Sigurðardóttir eftir Maríu Weiss Tellington TTouch® þjálfara fyrir hunda, hesta og önnur dýr.
Umsjón: Kristjana Knudsen // Myndir: Robyn Hood & Kristjana Knudsen |
Greinaflokkar:
All
|